Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Norski stigakynnirinn hættir við

Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa.

Lífið
Fréttamynd

Spáir Ísrael sigri í Euro­vision

Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári.

Lífið
Fréttamynd

Baulað á Ísrael sem flaug á­fram í úr­slitin

Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Baulað á keppanda Ísrael á æfingu

Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Hera Björk fékk sprengju­brot að gjöf

Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Svaka­lega erfitt en stór­kost­legt

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Hera komst ekki á­fram

Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Eurovision-hópurinn af­klæðist milli at­riða

Bakraddasöngvarar Heru Bjarkar klæðast glæsilegum svörtum klæðnaði með gylltu kögri í stíl við gylltan samfesting Heru á sviðinu í kvöld. Þrátt fyrir glæsileikann þykir fatnaðurinn með eindæmum óþægilegur og er hópurinn fljótur að henda sér í kósýgallann á milli rennsla. 

Lífið
Fréttamynd

Börnin okkar

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Söngva­keppni og stríðs­glæpir

Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri svart­sýnir á gott gengi Heru

Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum.

Lífið
Fréttamynd

Tróð upp í Nor­ræna partýinu

Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 

Lífið
Fréttamynd

„Euro­vision mamman“ með gleði og kær­leika að vopni

Hera Björk Þórhallsdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision í ár segist vel stemmd fyrir því að stíga á svið í Malmö í annað sinn í dag þegar önnur æfing íslenska atriðisins fer fram. Reynsla hennar í Eurovision vekur mikla athygli og er hún kölluð „Eurovision mamman“ af sumum úti. Hún segist ætla að einbeita sér að gleðinni en ekki neikvæðni.

Lífið