Er bara eitthvað svo eftir mig Ég er svangur, sagði sá minnsti, klifraði yfir mig fram og aftur svo allur friður var úti. Klukkan var 6:45 en ekki um annað að ræða en vinda sér fram úr og finna eitthvað til í morgunmat. Bakþankar 19. nóvember 2014 12:00
Gluggagægir var í ímynduðu stríði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sér sig knúinn til að opinbera að hafa stundað njósnir um fólk, sem trúlega hafði pólitískar skoðanir aðrar en féllu forystu Sjálfstæðisflokksins í geð. Fastir pennar 19. nóvember 2014 10:15
Kvöldmatarkvíði Fyrir svona tíu árum þegar eðlilegt fólk keypti 1944, Betty Crocker og djúpfrystan mat vafðist þetta ekkert fyrir mér. Bakþankar 18. nóvember 2014 09:00
Hættum að vera svona hipp og kúl Afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn sem Dagur íslenskrar tungu eins og undanfarin ár. Tungumálið var að sjálfsögðu í brennidepli og veitt voru ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi notkun þess í ræðu og riti. Fastir pennar 18. nóvember 2014 07:00
Draumalandið Eflaust er hægt að leggja ýmsa merkingu í fyrirsögn greinarinnar. Félagi minn Andri Snær skrifaði skemmtilega bók um það, pólitíkusar ræða það stöðugt og á undanförnum árum almenningur í verulega auknum mæli. Flest höfum við skoðun á draumalandinu sem slíku Fastir pennar 18. nóvember 2014 07:00
Kjötrembingur Mér þykir kjöt ákaflega gott á bragðið. Góðar líkur eru á að þér þyki það líka. Hvort sem um er að ræða rjúkandi sunnudagslæri með grænu ORA-slími eða léttpipraða nautasteik. Þetta leikur við bragðlaukana og fyllir magann vel. Samt tók ég þá ákvörðun að hætta að borða kjöt. Straffið er reyndar tímabundið. Bakþankar 17. nóvember 2014 07:00
Tröll fyrir dyrum fjármálaráðherra Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist ekki geta stutt hækkun neðra þreps virðisaukaskattskerfisins að óbreyttu. Það er hækkun matarskatts. Fastir pennar 17. nóvember 2014 07:00
Ekki að ræða það Þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst fannst mörgum sem þátttakendur í henni sýndu alþingi óvirðingu. Þarna stóð fólkið og framdi háreysti, reyndi að ná eyrum þingmanna sem vildu fá að vera í friði við að ræða hugðarefni sín, vínsölu í verslunum – linnti ekki látum fyrr en boðað hafði verið til kosninga á ný og helstu hrunkvöðlum komið frá… Fastir pennar 17. nóvember 2014 07:00
Mengunarhöft Það verður bæði sárt og erfitt fyrir þá stjórnmálamenn sem staðið hafa að fjáraustri í skuldaleiðréttingu að horfa stuttu seinna upp á ávinninginn hverfa samstundis í verðbólguskoti. Því er hætt við að hvati þeirra til að afnema gjaldeyrishöftin hratt minnki töluvert eftir þessa aðgerð. Fastir pennar 15. nóvember 2014 12:00
Að stíga til hliðar Það er búið að dæma aðstoðarmann ráðherra fyrir brot á hegningarlögum. Það er alvarlegt mál. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki eins og hverjir aðrir opinberir starfsmenn. Um ráðningar þeirra gilda sérstakar reglur. Stöður þeirra þarf ekki að auglýsa. Fastir pennar 15. nóvember 2014 07:00
Þegar lífið merkir hálfvita Ég varð óttasleginn þegar ég mætti augnaráði hans í anddyrinu. Sársaukinn af þungri niðurlægingu og nauð skein úr augum hans eins og vítiseldar. Hann var klæddur í gömul og slitin jakkaföt sem gáfust illa í desemberkuldanum. Bakþankar 15. nóvember 2014 07:00
Reykingafasistinn Læðist enginn efi að fólki sem fleygir stubbunum sínum á jörðina að um barnslega hegðun sé að ræða? Bakþankar 14. nóvember 2014 08:15
Tíu hlutir sem kosta 80 milljarða "Ég borga glaður skatta,“ sagði Oliver Wendell Holmes, þaulsetnasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna og einn sá virtasti. "Fyrir þá kaupi ég siðmenningu.“ Ég hef löngum verið sammála þessum orðum. Fastir pennar 14. nóvember 2014 07:00
Leikhús fáránleikans Hroki og lítilsvirðing eða klaufaskapur? Hart hefur verið deilt á forsætisráðherrann fyrir að hlaupa frá nýhafinni umræðu um niðurfellingu skulda eftir opnunarræðu sína á Alþingi. Fastir pennar 14. nóvember 2014 07:00
Ráðherrar í klípu Oft hafa ráðherrar glímt við vanda í starfi og sagan geymir mörg dæmi um slíkt. Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er erfið og erfiðari en þekkst hefur í langan tíma. Lekamálið hefur reynst henni erfitt og hún á eftir að vinna sér traust víða, fari svo að hún gefist ekki upp. Fastir pennar 13. nóvember 2014 07:00
Skrifa Skaupið? Pant ekki! Ekki myndi ég vilja vera í þeirri stöðu að skrifa áramótaskaup í ár. Árið að verða búið og lífið á Íslandi gengur sinn vanagang án þess að nokkuð markvert eigi sér stað. Það er eins og þjóðarsálin sé háöldruð skjaldbaka sem ferðast löturhægt yfir án þess að það heyrist í henni múkk. Bakþankar 13. nóvember 2014 07:00
Það sem við þykjumst vita Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, "Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Skoðun 12. nóvember 2014 08:00
Bleika baráttan Þegar ég komst að því að ég ætti von á dóttur fyrir tæpum fimm árum var ég strax mjög ákveðin um nokkra hluti. Stúlkan skyldi ekki alin upp í bleikum prinsessuheimi og Hello Kitty kæmi aldrei inn á heimili mitt – ekki í neinni mynd. Bakþankar 12. nóvember 2014 07:00
Sprettur tónlist upp af sjálfri sér? Tónlistarhátíðinni Airwaves lauk um helgina og ráðamenn og ferðamálafrömuðir, að ógleymdum hinum almennu áheyrendum, eru í skýjunum yfir því hversu vel hafi tekist til og hversu mikil lyftistöng þessi hátíð sé fyrir menningarlífið í landinu. Fastir pennar 12. nóvember 2014 07:00
Brjóstakrabbamein og hvað svo? Árlega greinist fjöldi kvenna með brjóstakrabbamein á Íslandi, en það er algengasta mein kvenna hérlendis og víðast hvar í heiminum. Meðalfjöldi þeirra sem fær slíka greiningu samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands er 210 á hverju ári, Fastir pennar 11. nóvember 2014 07:00
Tvær flugur, eitt misheppnað högg Góð málamiðlun er eins og góður kaffibolli: Hún hressir og kætir. Það hlakkar í mér þegar mér dettur í hug málamiðlun sem allir geta unað sáttir við. Þannig fylltist ég kátínu þegar mér flaug í hug fyrir stuttu að hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi Bakþankar 11. nóvember 2014 07:00
Sérstakt hlutverk Sjálfstæðisflokks Sama dag og einn af fyrirferðarmestu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins talaði, í viðtali á Bylgjunni, sjálfan sig og flokkinn alheilagan í meðferð opinbers fjár, sagði hann að mesta nauðsynin nú væri að lækka skuldir ríkissjóðs. Fastir pennar 11. nóvember 2014 00:00
Alveg úti í mýri Útspilið er þannig svolítið eins og hjá ósáttu litlu barni sem fær ekki það sem það vill hjá móður sinni og ákveður þá að suða í föður sínum til þess að athuga hvort ekki fáist önnur útkoma. Fastir pennar 10. nóvember 2014 07:00
Grænmeti sæta Ég horfði nýlega á myndband um grimmilega meðferð á litlum kjúllum og gerðist í kjölfarið æsipólitísk grænmetisæta. Bakþankar 10. nóvember 2014 06:30
Þjóðarsálarflækjur Sit hér í útlenskri miðborg sem er full af fólki en ekki flugvélum; þeir eru skrítnir þessir útlendingar. Skoðun 10. nóvember 2014 06:00
Leyfum dóp Fjórði hver maður sem les þessi orð hefur einhvern tímann prófað kannabisefni. Langflestir komust upp með það. Fæstir voru handteknir, vistaðir, ákærðir, eða dæmdir fyrir vörslu eða meðferð fíkniefna. Þeir einfaldlega sluppu. Fastir pennar 8. nóvember 2014 07:00
Er Ísland best í öllum heiminum? Hvað íslenska þjóðin er lánsöm. Enn og aftur standa íbúar annarra landa agndofa og horfa hingað í forundran. Það öfunda okkur allir, allavega flestir, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fastir pennar 8. nóvember 2014 07:00
Munum að skála fyrir frelsinu Þegar ég var lítil og var að kaupa bland í poka fyrir fimmtíu krónur sagði vinkona mín mér að mamma hennar segði að ef lakkrís yrði fundinn upp í dag yrði hann pottþétt bannaður því hann væri algjört eitur. Bakþankar 8. nóvember 2014 00:01
Þegar ég fríkaði út í ljósabekk Ég fórí ljós í gær. Í fyrsta sinn í mörg, mörg, mörg ár. Er ég lét marinera mig í unaðslegum flúorperunum rifjaðist upp fyrir mér fyrsta skiptið sem ég fór í ljós. Bakþankar 7. nóvember 2014 10:00
Að fæða barn í gegnum eyrun Ekki láta þér bregða, kæri lesandi, þótt þessi skrif fari einhvers staðar út af sporinu. Þótt talið færist skyndilega að syngjandi regnbogum og dansandi einhyrningunum – eða eru það sebrahestar sem eru ekki til í alvörunni? Allavega. Skiptir ekki máli. Fastir pennar 7. nóvember 2014 07:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun