Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Á hliðarlínu heimsins

Það er áhugavert hvað ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tækifæri Íslendinga sem liggja í hlýnun loftslags á hnettinum hafa vakið hörð viðbrögð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifærin í mansali

Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum

Bakþankar
Fréttamynd

Dulbúin blessun

Það þjónar langtímahagsmunum Íslands að hafa viðræðurnar við Evrópusambandið á ís í nokkur ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkur líður verr…

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá hinu svokallaða hruni og við heyrum af því fréttir að landið sé að rísa hægt og rólega á hinum ýmsu sviðum. Það er gott ef maður trúir því og líklega má til sanns vegar færa að svo sé víða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bæði betra

Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu á laugardag. Hátíðin var með sama sniði og í fyrra og voru alls átta hönnuðir sem frumsýndu haustlínur sínar fyrir þetta ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Mánudagsblús

Mánudagur hefur löngum verið talinn erfiðasti dagur vikunnar. Þennan vafasama heiður má líklega rekja til þess að flestir snúa þá aftur til vinnu og standa frammi fyrir vinnuvikunni; fimm heilum vinnudögum. Síðan þegar nær dregur helgi fer lund fólks að lyftast með von um skemmtilegri tíma – eins langt frá vinnustaðnum og mögulegt er.

Bakþankar
Fréttamynd

Myrtir í gamni utanlands

Á síðu 12 í Fréttablaði laugardagsins er frétt með yfirskriftinni "Fá ríki taka fólk af lífi“. Fréttin er unnin upp úr nýrri skýrslu Amnesty International um staðfestar aftökur á heimsvísu árið 2013. Strax í undirfyrirsögn kemur fram að staðfestum aftökum í heiminum hafi fjölgað um fimmtán prósent á nýliðnu ári og þá eru aftökur í Kína ekki teknar með í reikninginn því þar er fjöldi aftaka ríkisleyndarmál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Órökrétt framhald

Framlagning frumvarpanna um skuldaleiðréttingu á kostnað ríkissjóðs er dálítill sigur fyrir ríkisstjórnina, sem var búin að koma sér í þrönga stöðu með tillögunni um viðræðuslit við Evrópusambandið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úr fjötrum fjarkanna

Stærstu stjórnmálaflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Samfylkingin og Vinstri grænir, mynda "fjórflokkinn“. "The Big Four“ vísar síðan til fjögurra þungarokkshljómsveita sem slógu í gegn upp úr 1980; Slayer, Anthrax, Metallica og Megadeth.

Bakþankar
Fréttamynd

25 þúsund manns skaðast í verkfalli

Vonandi og væntanlega verður fljótlega samið í verkfalli framhaldsskólakennara. Niðurstaðan verður á þá leið að flestir telja sig geta lifað með henni en fórnarkostnaðurinn er þegar orðinn mikill.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pútínisminn

Forseti Íslands skammaði norskan aðstoðarráðherra fyrir að hafa notað fund á vegum Norðurskautsráðsins til að fordæma framgöngu Rússlands gagnvart Úkraínu. Norðurskautsráðið væri ekki rétti vettvangurinn til að ræða stöðuna á Krímskaga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ómöguleikinn og óminnishegrinn

Ýmsir forystumenn í stjórnarliðinu eru byrjaðir að viðurkenna að hörð viðbrögð almennings við þingsályktunartillögunni um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið, án þess að spyrja þjóðina álits, hafi komið þeim á óvart. Utanríkisráðherrann sagði á Bylgjunni fyrr í vikunni að hann væri meira að segja ekki frá því að það hefðu verið mistök að æða fram með tillöguna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Göngulag

Hvað eyðir meðalmaður miklu í tískufatnað á ári? 100 þúsund kalli? 200 þúsund kalli? 500 þúsund kalli? Við erum með tísku á heilanum. Allir að reyna að tolla í tískunni, kaupa flott föt, vera með flott hár. Svo skiptir máli að geyma flottu hlutina sína í

Bakþankar
Fréttamynd

Öldungurinn og endemis unglingarnir

Ég er smám saman að átta mig á því að ég eldist. Uppgötvunin er hægfara, líklega talsvert hægari en öldrun mín. Að mínu mati er það þó merki um þroska en ekki elli að ég hafi óskað eftir Birkenstock-inniskóm, tekatli og heilsukodda í afmælisgjöf.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólabjór í mars

Tími ráðstjórnarríkja, forræðishyggju og skammtana er einfaldlega liðinn undir lok og tímabært að stjórnmálamennirnir okkar fari að haga sér samkvæmt því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varahluti, takk!

Við erum orðin býsna vön því að geta farið með tæki og tól og látið gera við þau, eða keypt varahluti svo áfram sé hægt að tryggja notagildi þeirra. Það er ekkert tiltökumál að skipta um kúplingu í bíl eða kaupa ný blekhylki í prentarann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollverndaðir vinnustaðir

Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að 76 prósenta verndartollur væri lagður á innfluttar franskar kartöflur, að því er virðist til að vernda einn innlendan framleiðanda sem annar um fimm prósentum af innanlandseftirspurn – að hluta til með útlendu hráefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

It's Beourghlind…

Ég lenti í því um daginn að þurfa að hafa samband við risafyrirtækið Apple. Að reyna að ná sambandi við slíkan risa gerir manni fullkomlega ljóst hversu lítill maður er í samhengi veraldarinnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Stærsti skaðinn

Fjármálaráðherra birti í vikunni greinargerð um framgang stríðsins við fjármagnshöftin. Hún segir það helst að tíðindalítið er af þeim vígstöðvum. En hitt er spauglaust íhugunarefni að í greinargerðinni er staðfest að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað í nóvember á síðasta ári að hætta þátttöku í starfshópi um losun fjármagnshafta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umhverfisvænt að rukka

Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blessaður!

Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir.

Bakþankar
Fréttamynd

Fæðuöryggi og franskar

Þegar hinir himinháu tollar sem ríkið leggur á innfluttar búvörur eru til umræðu, grípa talsmenn landbúnaðarkerfisins oft til röksemdarinnar um fæðuöryggi. Með tollverndinni sé tryggt að samkeppnin frá útlöndum verði ekki of skæð, heldur blómstri innlend framleiðsla og séð sé til þess að Ísland geti verið sjálfu sér nógt um mat,

Fastir pennar
Fréttamynd

Heróínneysla til fyrirmyndar

Charles Barkley var hetjan mín þegar ég var lítill strákur á Selfossi. Ég spilaði körfubolta, lét snoða á mér höfuðið, keypti bolina hans og setti Phoenix Suns-derhúfu á hausinn, þrátt fyrir að vera augljóslega með allt of lágt enni til að bera slíka húfu sómasamlega.

Bakþankar