Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Samúel

Íslenska þjóðin hefur eignast nýtt uppáhald. Ungmennalandsliðið okkar í karlaknattspyrnu hefur skipað sér á bekk með kvennalandsliðinu. Það leikur, ásamt sjö öðrum liðum, í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku á næsta ári.

Fastir pennar
Fréttamynd

Niðurskurður í vinnustaðahúmor

Grænmetisætur lifa ekki lengur en við hin – þær líta bara út fyrir að vera eldri. Sama dag og grænmetisafurðum rigndi yfir íslenskan þingheim við setningu Alþingis setti breska þingið lög sem vernda grænmetisætur gegn bröndurum sem þeim hér að ofan. Með nýrri löggjöf um jafnrétti á breskum vinnustöðum er nú bannað að segja brandara um

Bakþankar
Fréttamynd

Bókvit og verksvit

Einn af forfeðrum mínum var um tíma í vinnu hjá stöndugum bónda á Austurlandi, og var vel liðinn. Þótti góður starfskraftur, var handlaginn, hagmæltur og vinnusamur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvernig fáum við hæfasta fólkið?

Nú er tæp vika þar til framboðsfrestur til boðaðs stjórnlagaþings rennur út. Ýmsir mætir einstaklingar hafa greint opinberlega frá framboði sínu en ennþá vantar heilmikið upp á þann fjölda sem á að sitja á þinginu. Sjálfsagt munu margir gera upp hug sinn um framboð á síðustu dögunum áður en frestur rennur út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þetta átti aldrei að vera auðvelt

Fyrir forvitni sakir eyddi ég dágóðum tíma í það í gær að lesa tveggja ára gömul dagblöð. Mig langaði að rifja upp hvernig umræðan og ástandið hefði raunverulega verið mánuðinn sem allt fór endanlega í klessu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kreppa er jafnréttisteppa

Mánudaginn 25. október, eftir aðeins tvær vikur, halda íslenskar konur kvennafrídag og minnast um leið kvennafrísins mikla fyrir 35 árum. Klukkan 14.25 þennan dag leggja því vonandi sem flestar okkar niður vinnu og sýna þar með hvað vinnuframlag okkar er samfélaginu mikilvægt. Tímasetningin er engin tilviljun því samkvæmt fróðum freyjum hafa íslenskar konur þegar unnið fyrir laununum sínum kl. 14.25 og ættu því í raun alltaf að geta stimplað sig út á þessum tíma. Konur eiga nefnilega enn langt í land með að ná sömu launum og karlar.

Bakþankar
Fréttamynd

Þeir tapa alltaf

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo er vel að friðarverðlaunum Nóbels kominn. Hann situr nú í þriðja sinn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir lýðræði og mannréttindum í Kína. Hann var í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989, sem enduðu með fjöldamorði. Hann var dæmdur til þrælkunarbúðavistar 1996 fyrir að andmæla alræði kommúnistaflokksins og í fyrra var hann dæmdur til ellefu ára fangelsisvistar fyrir að taka þátt í að skrifa mannréttindayfirlýsingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Væri hér vinstri stjórn

Ef hér væri vinstri stjórn myndi Póstur og sími vera tekinn af Bakkabræðrum. Þá gætum við hringt í Símann þegar eitthvað bilar án þess að hlusta í hálftíma á þungarokk rofið af og til með „þú ert númer áttahundruð í röðinni, viltu nokkuð vera að bíða lengur?“ Okkur fyndist kannski Póstur&Sími ekkert rosalega sexí en við hefðum samt aftur á tilfinningunni að þetta væri okkar fyrirtæki en við ekki þegnar þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stál milli þings og þjóðar

Dómsmálaráðherra lét reisa grindur úr stáli til aðskilnaðar þings og þjóðar meðan forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í byrjun vikunnar. Ugglaust var það rétt mat eins og á stóð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tími óvinsælda

Viðbrögðin við áformum um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eru fyrirsjáanleg og að mörgu leyti skiljanleg. Þau eru endurómur af svipuðum mótmælum úti um alla Evrópu þar sem ríkisstjórnir hafa neyðzt til að draga saman útgjöld vegna kreppunnar. Slíkt er alltaf sársaukafullt og kemur við margvíslega hagsmuni. Engu að síður væru mistök að láta undan þrýstingi um að hætta við niðurskurðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýndarlýðræði

Árið 1971 er merkilegt ár í íslenskri kosningasögu. Það er eina skiptið á lýðveldistímanum sem kjósendum tókst að koma ríkisstjórn frá í almennum kosningum, með þeim hætti að stjórnin tapaði völdum og stjórnarandstaðan tók við. Í öðrum kosningum, hafa ríkisstjórnir haldið velli, og þá sjaldan sem þær hafa fallið hafa menn stoppað upp í stjórnarsamstarfið eða skipt út hluta stjórnarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fæðingarorlof er grunnþjónusta

Fæðingarorlof er hvergi á Norðurlöndum styttra en hér á Íslandi. Þrátt fyrir það getum við og höfum verið stolt af því hversu margir feður nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leitin að ljúfa október

Mér hefur alltaf þótt vænt um október. Þá ná haustlitirnir hámarki í allri sinni dýrð, uppnámið sem skapast í septem­ber þegar nýjar skorður eru settar á daglegt líf eftir upplausn sumarleyfa er að baki og veturinn blasir við, fullur af bókum og tónlist, kertaljósi og notalegum kulda.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjórnlagaþings- og landsdómssull

Stjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað á þetta að þýða!

Stjórnarandstaðan mætti ekki á fund ráðherra var fyrirsögn fréttar á Vísir.is í gær. Svo ég vitni nánar í fréttina átti á fundinum að ræða aðgerðir til að koma til móts við skuldavanda heimilanna! Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar mætti en í Fréttablaðinu í gær var haft eftir forsætisráðherranum á forsíðunni að stjórnarandstaðan hefði víst ekki tekið vel í samstarf.

Bakþankar
Fréttamynd

Enn um nýja stjórnarskrá

Stjórnarskráin, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944, var sniðin eftir dönsku stjórnarskránni og er enn í meginatriðum samhljóða henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Síðasta tækifæri pólitíkusanna

Mótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóð­félaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gull í kóngssorpinu

Heimsins kóngalýður er, í mínum huga, þjóðum sínum yfirleitt til ósóma frekar en hitt. Ég finn til með fjámálaráðherrum þessara þjóða, nú á niðurskurðartímum, að geta ekki skorið þennan tilvalda útgjaldalið af rétt eins og botnlangatotu af sjúklingi með botnlangabólgu.

Bakþankar
Fréttamynd

Beðið um vantrauststillögu

Stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi bar vott um að hún horfðist í augu við þann margvíslega vanda, sem við blasir í málefnum þjóðarinnar. Forsætisráðherra gerði rétt í því að viðurkenna vandamálin og leitast við að nálgast þau af ákveðinni auðmýkt. Hins vegar verður ekki sagt að Jóhanna hafi boðað sannfærandi leiðir út úr öllum þeim vanda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stalín eða stjórnarskráin?

Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008.

Fastir pennar
Fréttamynd

101 Öxará

Hvað tekur þú með þér inn í haust, myrkur og vetur? Hvaða liti, hljóð, sögur, orð og upplifanir eru þitt vetrarnesti? Ég nýt þeirrar blessunar með konu minni að horfa líka á veröldina með fimm ára drengjum okkar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sönn íslensk furðusaga

Fyrir um þremur árum vaknaði ég einn morguninn upp við þá undarlegu tilfinningu að talfæri mín væru andsetin. Málstöðvarnar höfðu fundið drekasvæði blótsyrða í heilabúinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Siðað samfélag

Alþingishúsið og dómkirkjan við Austurvöll eru ekki kuldalegar og yfirlætisfullar byggingar eins og fylltu Borgartúnið í Bólunni. Þær spjátra sig ekki. Þær segja ekki: Sjáið stærðina, sjáið valdið, auðinn, ósnertanleikann - hér uppi erum við, þarna niðri eruð þið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningarnir eru ekki til

Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orð

Ég hef yndi af orðum. Þau hafa persónuleika. Það er eins og sum orð beinlínis iði af lífi; "keikur", "dillandi", "kotroskinn", á meðan önnur nánast lúta höfði í hljóðri auðmýkt; "náð", "andvari", "hógvær". Sum orð eru þess eðlis að maður finnur næstum því ilminn og sér safann drjúpa af þeim;

Bakþankar
Fréttamynd

(Önnur) vanhæf ríkisstjórn

Óþægilegar minningar frá mótmælunum í janúar í fyrra hafa vafalaust sótt á marga er fréttir bárust af mótmælaaðgerðum á Austurvelli við setningu Alþingis í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eitraður kaleikur

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á hærra plani

Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg.

Bakþankar
Fréttamynd

Að leita, finna og styðja svo

Ekki eru nema fáeinir áratugir síðan konur sem bjuggu við ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, áttu í fá eða engin hús að venda. Þær báru þjáningu sína í hljóði eða áttu í besta falli systur, móður eða vinkonu sem þær gátu trúað fyrir aðstæðum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dugleg-fasismi 2

Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um "dugleg-fasisma", sem er útbreiddur hér á landi. Um það hvernig við ölum börnin okkar upp við það frá unga aldri að vera dugleg. Sem í sjálfu sér væri kannski ekki alslæmt, ef við notuðum orðið duglegur bara þegar eitthvað væri raunverulega þess virði að hrósa fyrir.

Bakþankar