Kisa-kis Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti stjórnarliðið enn og aftur til að „þétta raðirnar“ í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Þrátt fyrir hvatningarorðin sýndi ræða forsætisráðherrans þó betur en margt annað fram á brestina í ríkisstjórnarsamstarfinu. Fastir pennar 29. mars 2010 06:00
Jörð í Afríku Mér var boðið í afmælisveislu til vinkonu minnar fyrir skömmu. Ekki vildi hún fá bók, geisladisk eða annað sem gaman hefði verið að velja og fá að pakka inn. Nei, hana langaði í geit eða jafnvel hænu. Bakþankar 29. mars 2010 06:00
Minni hagsmunir ofar meiri Yfirlýsing Samtaka atvinnulífsins, sem réttilega segir að ríkisstjórnin hafi ýtt þeim út úr stöðugleikasáttmálanum, hefur óveruleg bein áhrif. Samtökin hafa einfaldlega ekkert vopn í hendi til að ógna með. Yfirlýsingin varpar hins vegar ljósi á tvö pólitísk atriði sem vert er að gefa gaum. Fastir pennar 27. mars 2010 07:00
Vafasamir leiðangrar Þras líðandi stundar er yfirþyrmandi í almennri umræðu og hverjum sem er hætt við að tapa áttum. Fram sprettur hver kreppuklámhundurinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um yfirvofandi greiðsluþrot þjóðarinnar, getuleysi fólks til að standa undir skuldum sínum, meint aðgerðaleysi stjórnvalda, bankanna og um hverja þá aðra sem mögulega er hægt að beina að fingri. Fastir pennar 27. mars 2010 06:15
Málefnaleg sjónarmið ráði Frétt blaðsins í gær um mismunun við úthlutun á matargjöfum hjá Fjölskylduhjálp Íslands hefur vakið sterk viðbrögð. Því miður virðist sumum þykja réttmætt að Íslendingar njóti forgangs fram yfir útlendinga þegar matargjöfum er úthlutað. Krafan um að málefnaleg sjónarmið ráði för við úthlutun mataraðstoðar er þó sterkari. Fastir pennar 26. mars 2010 06:15
Fimm prósent menn Grátkór íslenskra útvegsmanna hefur starfað hér á landi svo lengi sem elstu menn muna. Lengi naut kórasambandið þess skilnings hjá framkvæmdar- og löggjafarvaldi að hag landsmanna var stýrt með handafli eftir því hvernig stóð á í bókum stórra og smárra útgerða. Fiskverð og fjárfestingar útgerða réðu því hvað sokkapar kostaði iðnverkakonu og afgreiðslumann. Gengið var látið hoppa upp og niður eftir hag útgerðarinnar. Fastir pennar 25. mars 2010 06:15
Nú er það bannað Strippdans hefur verið bannaður á Íslandi. Þetta eru stórtíðindi út af fyrir sig en áður höfðu kaup á vændi verið bönnuð. Ferskir vindar kynjajafnréttis blása um Alþingi, var haft eftir þingmanni í blaðinu í gær. Ég hlýt að gleðjast yfir þessum áfanga, kvenremban sem ég er. Mér hefur alltaf verið illa við útgerð á nöktum stúlkum. Bakþankar 25. mars 2010 06:00
Við Persaflóa Enginn er eyland. Þjóðir heimsins kaupa í síauknum mæli vörur og þjónustu hver af annarri. Að því marki eru einkum tvær leiðir færar. Önnur leiðin er að flytja inn afurðir, sem útlendingar framleiða heima hjá sér. Hin leiðin er að flytja inn aðföng, bæði vélar og verkafólk og kaupa af því vörur og þjónustu til heimabrúks eða útflutnings. Flestar þjóðir gera hvort tveggja í ýmsum hlutföllum. Fastir pennar 25. mars 2010 06:00
Hver vill leið B? Enn er hver höndin komin upp á móti annarri í björgunarbátnum sem þjóðin velkist í eftir skipbrot stjórnarhátta undangenginna áratuga, hrun krónunnar og fjármálafyrirtækjanna. Síðasti afleikurinn í óhappasögu þessarar þjóðar er upphlaup Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna þess að ríkisstjórnin fór ekki að vilja útvegsmanna við endurskoðun á úthlutun veiðiheimilda á skötusel. Samtökin segja ákvörðunina „kornið sem fyllti mælinn" og hafa sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum. Fastir pennar 24. mars 2010 06:15
Að snupra siðferðið Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðarfyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Bakþankar 24. mars 2010 06:00
Líkamsárásin Þetta gerðist fyrir skömmu í framhaldsskóla í úthverfi skammt fyrir vestan París. Kennslukonan ætlaði að fara að tala við bekkinn um gamanleiki og slíkt, en þá datt henni í hug að spyrja nemendurna um það hvað þeim fyndist sjálfum vera fyndið, hvers konar gamansögur þeir segðu sín á milli. Nemendurnir urðu hissa andartak, litu hver á annan, og sögðu svo allir einum rómi: „Jússef, segðu nú eina sögu!" Jússef hikaði og lét ganga á eftir sér, en svo kom sagan: Fastir pennar 24. mars 2010 06:00
Buguðu foreldrarnir Um daginn var frétt í þessu ágæta blaði um konu sem var gífurlega ósátt við að komast ekki með níu mánaða barn sitt á háværa teknóglaða Latabæjarhátíð nema að borga miðann fullu verði. Þessi frétt leiddi huga minn að þeirri algengu tilhneigingu íslenskra foreldra til að fara með kornung börn út um allar trissur vegna einhvers konar skandinavískrar hippafílósófíu þar sem börnin eiga að ráða öllu. Þessi tilhneiging er stundum einkar óviðeigandi og bæði tillitslaus við stórt fólk og smátt. Bakþankar 23. mars 2010 06:00
Trúaðir segja nei Viðbrögð Vinstri grænna við hugmyndum, sem Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku, um að byggð verði upp á Keflavíkurflugvelli miðstöð hollenzks fyrirtækis, sem leigir út óvopnaðar herþotur til þátttöku í heræfingum, hafa verið býsna eindregin. Fyrirtækið er einkarekið og tengist hernaði. Hvort tveggja dugir til að ýta á takka á Vinstri grænum, sem framkallar strax einróma, þvert nei. Fastir pennar 23. mars 2010 06:00
Kvöldstund sannleikans Í rúmt ár hef ég átt í erfiðleikum með svefn, það erfitt að eftir svefnlausar vikur, skrifaði læknir upp á svefnlyf sem hefur hjálpað mér mikið enda svefn lykillinn að góðri andlegri heilsu. Bakþankar 22. mars 2010 06:00
Fumlaus viðbrögð á öllum vígstöðvum Náttúruöflin eru máttug á Íslandi. Á það var minnt um helgina þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Fastir pennar 22. mars 2010 06:00
Englar dauðans Um daginn hringdi fornvarnarfulltrúinn í skóla sonar míns í mig. Um leið og hún kynnti sig fann ég hjartsláttinn örvast og áhyggjurnar flæða um líkamann. „Í hverjum andskotanum er strákurinn nú lentur?" hugsaði ég. Í ljós kom að erindi hennar varðaði son minn ekki neitt heldur allt annað. Bakþankar 20. mars 2010 06:00
Klink og banki Hvaða samfélagshópur ætli noti mynttalningarvélar bankanna hvað mest? Hvaða samfélagshópur ætli sé hvað líklegastur til að vilja skipta myntinni sem hann lætur vélina telja beint í seðla? Bakþankar 19. mars 2010 06:00
Gera það gott í góulok Hönnunarmarsinn er tekinn að hljóma úr fjarlægð og brátt skellur hann á; það var vel til fundið hjá aðstandendum að nota marsinn og mars sem einkennisheiti fyrir hátíðahöld næstu daga. Íslenskir hönnuðir marsera nú inn á hinn opinbera vettvang í skrúðgöngu. Fastir pennar 19. mars 2010 06:00
Lýðræðissjóðir? Þótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverjum fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun. Fastir pennar 18. mars 2010 06:00
Skjögrandi á háum hælum Ég lýsti því á þessum stað fyrir tæpu ári, þá var liðið hálft ári frá hruni, að Íslendingar hefðu á liðnum árum leyft sér ýmsan munað. Ég tók landbúnaðinn sem dæmi. Í bráðum sjötíu ár hafa margir gagnrýnt búverndarstefnuna og talið hana leggja of þungar byrðar á neytendur og skattgreiðendur. Stjórnvöld hafa þó alla tíð daufheyrzt við gagnrýninni á tveim forsendum. Fastir pennar 18. mars 2010 06:00
Burt með þig, grámygla Ísland er eyja. Það búa örfáir hérna. Það er glatað veður 75 prósent af árinu. Það er auðvelt að verða samdauna grámyglunni og veslast upp í vonleysi og væli. Það þarf átak til að komast héðan og þá fer maður á hausinn um leið og maður fær sér kaffibolla og samloku í útlöndum. Takk æðislega, sveigjanlega íslenska króna! Bakþankar 18. mars 2010 06:00
Hin eina sanna siðbót Eflaust hef ég setið of lengi á spjalli með gömlu körlunum hér í spænska þorpinu Zújar. Þeir mega nefnilega ekkert misjafnt sjá en þá grípa þeir í gömlu tugguna: „Svona vitleysa var ekki látin líðast þegar Franco var og hét. Réttast væri að flengja liðið." Ég er ekki orðinn hlynntur einræði en tel að flengingar gætu komið okkur á beinu brautina þar sem pólitísk rétthugsun afvegaleiddi okkur. Bakþankar 17. mars 2010 06:00
Leggðu á djúpið Í vikunni er þess minnst að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur starfað í sex áratugi. Vonir brugðust um að hljómsveitin fagnaði afmæli sínu í nýju tónlistarhúsi. Því verða afmælistónleikar hljómsveitarinnar á fimmtudag í dauðum sal Háskólabíós, sal sem hefur reynst hljómsveitinni erfiður allar götur frá því húsið var reist fyrir fjármuni Sáttmálasjóðs 1961. Fyrir þann tíma var hljómsveitinni gert að leika í Austurbæjarbíói og Þjóðleikhúsinu. Fastir pennar 16. mars 2010 06:00
Mýtan um hamingjusama hommann Lögreglan í Reykjavík hafði sérstaklega á orði að síðasta helgi hefði verið með friðsælasta móti í miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir að mikill fjöldi fólks hafi þar verið saman kominn til að skemmta sér. Bakþankar 16. mars 2010 00:01
Opnið augun Á Íslandi þrífst skipulögð glæpastarfsemi. Það er staðreynd, sem ekki þarf lengur að deila um. Í fréttaskýringu í helgarblaði Fréttablaðsins var fjallað um þann heim, sem hér er orðinn til, þar sem konum er haldið í kynlífsþrælkun, fólk er ánauðugt í vinnu, menn eru fluttir til Íslands gagngert til að brjóta af sér, fórnarlömbum og hugsanlegum vitnum er hótað og grófu ofbeldi er beitt. Fastir pennar 15. mars 2010 06:00
Grikklandsfárið Grikkland er á hausnum. Það eru ekki nýjar fréttir. Grikkland hefur oft áður verið á hausnum. Hins vegar er látið í það skína í umræðum hér á Íslandi að í þetta sinn séu örlög Grikkja því að kenna að þeir tóku upp evruna. Ef þeir væru svo heppnir að hafa sinn gamla gjaldmiðil, drökmuna, væru þeir á leið út úr kreppunni, svona eins og Íslendingar, sem eru svo heppnir að hafa krónuna. Þess í stað verði þeir nú að sæta því að Evrópusambandið kúgi þá til að skera niður ríkisútgjöld og lækka laun opinberra starfsmanna. Þannig sé Grikkland Íslandi víti til varnaðar. Fastir pennar 13. mars 2010 11:13
Framtíð pungsins Átakið karlmenn og krabbamein stendur nú yfir og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Landsfrægir grínistar hafa kerfisbundið hvatt okkur karlmenn til að þukla á pungunum okkar í forvarnaskyni og ekki að ástæðulausu; haldbær pungþekking getur bjargað lífi okkar. Bakþankar 13. mars 2010 06:00
Hver stingur hausnum út? Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um icesave velta menn því helst fyrir sér hvenær Ögmundur Jónasson verður ráðherra að nýju. Hitt sýnist þó vera brýnna að finna þann flöt sem nota má til að leysa það viðfangsefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan gerði ekki. Fastir pennar 13. mars 2010 06:00
Góðum verkum haldið á lofti Oft er því haldið fram að í hraða nútímasamfélagsins gefist lítill tími til að huga að náunganum. Vissulega er samfélagið gerbreytt frá því sem var, jafnvel fyrir aðeins hálfri öld þegar mun stærri hluti daglegs lífs kvenna og barna fór fram inni á heimilinu. Stuðningur við þá samborgara sem á liðsinni þurfti að halda var þá að langstærstum hluta í höndum heimavinnandi kvenna. Fastir pennar 12. mars 2010 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun