Goðsagnir Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleikanum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina. Fastir pennar 29. júlí 2008 06:00
Reimleikar á upplýsingaöld Mikið geta útistöður forfeðra vorra verið hjákátlegar þegar lesið er um þær á upplýsingaöld. Reyndar eru þær í besta falli alveg drepfyndnar. Upplýstur maðurinn hlýtur þá ávallt að spyrja sig af hverju þetta fróma fólk var að búa til þessa drauga með aðstoð frá tiktúrum náttúrunnar? Bakþankar 29. júlí 2008 06:00
Reynir á sjálfstraust bænda Frá Genf bárust um helgina þau gleðilegu tíðindi fyrir íslenska neytendur að góðar líkur séu á að tollar verði lækkaðir af innfluttum landbúnaðarvörum og að reglur um innflutning þeirra verði rýmkaðar verulega. Fastir pennar 28. júlí 2008 08:00
Kulnun í starfi Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú bráðlega staðið stýrisvaktina í heilan mannsaldur svo að engan þarf að undra þótt fæturnir gerist fúnir. Eftir því sem valdatímabil Flokksins lengist fara fleiri og fleiri að efast um að samfélaginu sé hollt að því síðara sé stýrt öllu lengur af hinu fyrra. Bakþankar 28. júlí 2008 07:00
Á hlaupahjólinu Viðskiptablöðin eru stundum með svona dálka þar sem ungt fólk í viðskiptalífinu rekur dæmigerðan dag í lífi sínu. Fastir pennar 28. júlí 2008 06:00
Aðgerð Hrefna Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim fáheyrða viðburði, en þó ekki alveg einstökum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á korteri og átu eins og þeir kynnu enga mannasiði. Bakþankar 26. júlí 2008 06:00
Bessastaðaráðdeildin Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi. Bakþankar 25. júlí 2008 06:00
Auðnarþörfin Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana – vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn. Bakþankar 24. júlí 2008 03:00
Valdmörk og mótvægi Lýðræði snýst ekki bara um kosningar og kjörseðla. Það sást í Bandaríkjunum fyrir átta árum, þegar hæstiréttur landsins dæmdi George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum að loknum löngum skrípaleik í Flórída. Fastir pennar 24. júlí 2008 00:00
Hollráð Um það bil sem veturinn gekk í garð árið 2001 komst þáverandi forsætisráðherra svo að orði um hlutverk Seðlabankans: „Og svo þarf hann að huga að því hvort mjög háir vextir séu örugglega til þess fallnir að lækka verðbólgu. Það mætti hugsa sér að mjög háir vextir geti haft þveröfug áhrif." Fastir pennar 24. júlí 2008 00:00
Hvað líður fjármálamiðstöðinni alþjóðlegu? Ekki er ofsagt að nokkrar hremmingar plagi nú atvinnulíf þjóðarinnar. Efnahagslífið er í harðri lendingu og þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir aukin gjaldþrot og uppsagnir áður en yfir lýkur. Fastir pennar 23. júlí 2008 09:56
Hinn óvissi tími Um allt landið reyna kjósendur og yngri áhugamenn um framtíðarhorfur samfélags hér við ysta haf að átta sig á hvert stjórnvöld stefna í atvinnuþróun. Eftir tímabil loftkenndra drauma um vaxandi hlut okkar í fjármálastarfsemi er runnið af mönnum bernskt oflátungskastið og við erum aftur fallin niður á moldargólfin. Framleiðni hér er of lítil, markaðurinn er of smár í fjölda atvinnugreina, sókn á aðra markaði erfið, sjávarafli fer minnkandi. Fastir pennar 23. júlí 2008 00:01
Sænskasumarið Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niðurstaðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðsleg og þannig áfram. Einn fjölmargra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir. Bakþankar 23. júlí 2008 00:01
Gangan Sunnudagseftirmiðdag síðla í maí var ég á leiðinni frá Bastillutorginu í París í átt að Lýðveldistorginu, Place de la République. Aldrei þessu vant voru þessar breiðgötur auðar og tómar, en ég tók brátt eftir því að fáeinir lögreglubílar stóðu hér og hvar og ábúðarfullir menn í kring og lokuðu fyrir alla umferð. Fastir pennar 23. júlí 2008 00:01
Markviss orkunýting Við ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum er brýnt að auka verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Frekari orkunýting skiptir þar sköpum. Þrjú slík viðfangsefni hafa verið í undirbúningi: Þar er um að ræða tvö álver, annað í Helguvík og hitt á Bakka. Fastir pennar 22. júlí 2008 06:00
Síli og laxar Við árbakka úti á landi er hægt að veiða síli. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það afskaplega litlir og ómerkilegir fiskar sem skipta þó sköpum í lífríkinu. Fækki þeim fækkar stærri fiskum og fuglum sem á þeim nærast. Systur mínar stunduðu eitt sinn hornsílaveiðar af kappi við ána. Það var þó úr vöndu að ráða þegar kom að því að nýta aflann og eitthvað fór það í taugarnar á móður minni að finna krukkur og fötur um húsið fullar af úldnu vatni og rotnuðum smáfiskum. Bakþankar 22. júlí 2008 06:00
Hafskip var ævintýri Þegar farsælt hjónaband missir flugið og hjónin skilja er oft eins og allar minningar um samvistir þeirra byrji og endi í síðasta kaflanum. Eins og ekkert hafi gerst árin á undan. Þetta á ekki bara við um hjónabönd. Í síðustu viku fór fram útför Ragnars Kjartanssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra og síðar stjórnarformanns Hafskipa. Fastir pennar 22. júlí 2008 06:00
14 Fóstbræður Saving Iceland var með aðgerðir á laugardaginn á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík þar sem hópurinn mótmælti jarðhitavirkjunum og vakti athygli á mannréttindabrotum Century Alumininum í Afríku og á Jamæku, að því er sagði í fréttum. Þetta var kunnuglegt. Fólk tjóðraði sig við vélar og prílaði í krönum og allt fór víst vel og skikkanlega fram. Lögregla fylgdist álengdar með aðgerðunum án þess að hafast að en handtók þó einn mótmælanda í lokin fyrir þær sakir að vilja ekki segja til nafns. Fastir pennar 21. júlí 2008 10:01
Íslensk siðfágun Í upphafi sólarlandaferða fór miklum sögum af heimóttarhætti Íslendinga. Þá hófust öll ferðalög í keflvískum bárujárnsskúr þar sem ferðafólk tók til við að sturta í sig brenndum drykkjum klukkan sex á morgnana þótt penar dömur og bindindismenn létu sér nægja að kneifa sterkan bjór. Bakþankar 21. júlí 2008 06:00
Aðgát skal höfð Yngri Íslendingar gætu gert margt verra en að kynna sér minningarorð sem skrifuð voru um Ragnar heitinn Kjartansson fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, sem jarðsettur var síðastliðinn föstudag. Fastir pennar 20. júlí 2008 10:03
Minni frumleika, meiri hæfileika Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur. Bakþankar 20. júlí 2008 06:00
Sumar á Hofsósi Ísland og Ameríka mætast á flotbryggjunni við Hofsána. Þar stika bandarískar smástelpur fram og aftur og segja kátar: „I’m on a catwalk.” Þær dilla sér í mjöðmunum eins og fyrirsætur sem aldrei hafa migið í saltan sjó en finnist manni slíka reynslu vanta í ferilskrána býðst tækifærið hér. Bakþankar 19. júlí 2008 06:00
Burt með eineltið Móðir drengs sem féll fyrir eigin hendi fyrr í sumar hefur stigið fram og sagt sögu sonar síns. Pilturinn varð fyrir grimmilegu og langvarandi einelti og foreldrar hans álíta að til þess megi rekja þá miklu vanlíðan sem að lokum leiddi til þess að ungi maðurinn svipti sig lífi. Fastir pennar 19. júlí 2008 06:00
Ekki-maðurinn Evran verður ekki tekin upp í stað krónunnar sem gjaldmiðill á Íslandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvað upp úr um þetta á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll í morgun." (dv.is 29. sept. 2007) „Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og Geysi Green Energy." (mbl.is 6. nóv. 2007) Fastir pennar 19. júlí 2008 06:00
Nýjar ríkis-stofnanir boðaðar Ræða forsætisráðherra við afhjúpun minnisvarða um Einar Odd Kristjánsson þann 12. júlí hafði að geyma tímamótatilkynningar í menningarmálum. Fastir pennar 18. júlí 2008 06:00
Þroskaðri evruumræða Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Skoðun 18. júlí 2008 06:00
Útilegumenn Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn. Bakþankar 18. júlí 2008 06:00
Hvur í!? Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki. Bakþankar 17. júlí 2008 00:01
Þegar færi gefst Uppsveiflur í efnahagslífinu geta verið skaðlegar að því leyti, að þær hneigjast til að byrgja mörgum sýn á brýnar umbætur til langs tíma. Fastir pennar 17. júlí 2008 00:01
Skýringa er þörf Brottför bandaríska varnarliðsins leiddi til þess að greiða þurfti úr álitaefnum um eignarrétt á margvíslegum eignum sem það hafði kostað og í sumum tilvikum með styrk frá Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Í gömlum og nýjum samningum má finna skýrar heimildir fyrir óskoruðum eignarrétti íslenska ríkisins þegar að því kæmi að varnarliðið hyrfi á braut. Fastir pennar 17. júlí 2008 00:01
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun