Hver sigrar? Fá umræðuefni þykja skemmtilegri umræðuefni en hörmungar. Þá einkum og sér í lagi þegar þær snúa að þjáningum fallegs fólks sem hefur átt velgengni að fagna. Öll vitum við af hungri, sjúkdómum og kúgun í heiminum en það er viðvarandi og víðfeðmt vandamál sem erfitt er að persónugera og því fremur óheppilegt skemmtiefni yfir kaffibolla eða netskrifum. Bakþankar 18. september 2007 00:01
Feigðarflan í Írak Nú hefur innsti koppur í búri bandarískra þjóðarhagsmuna, sjálfur seðlabankastjórinn Alan Greenspan, gengið fram fyrir skjöldu og lýst innrás hinna staðföstu þjóða í Írak undir forystu Bandaríkjamanna sem hreinni herför til að komast yfir olíuauð landsins. Fastir pennar 18. september 2007 00:01
Jólasveina-vísitala Nú hefur verið ákveðið að fækka jólasveinum niður í fjóra. Upphaflega voru þeir einn og átta (sama sem níu) en vegna vísitölutryggingar voru þeir komnir upp í þrettán. Með þessu á að fylgja eftir niðurskurðaraðgerðum Ríkisútvarpsins ohf. sem ganga út á að fækka Spaugstofumönnum til að geta keypt vetrarhjólbarða undir bifreið útvarpsstjóra. Bakþankar 17. september 2007 05:30
Sækjum í dæmisögu Nordals Fylgjendur krónunnar og reyndar sumt hlutlaust raunsæisfólk hafa bent á að upptaka evru leysir ekki þann efnahagsvanda sem nú er glímt við. Þær athugasemdir eru hárréttar. Á hitt ber að líta að fram undan gæti verið óhjákvæmilegt ferðalag sem ekki verður farið með smáa mynt eins og krónuna í farteskinu. Fastir pennar 17. september 2007 00:01
Randver En Randver hefur sem sagt verið fulltrúi okkar í Spaugstofunni – og næstum eins og manni finnist að við höfum verið rekin úr hópnum. Hvað sem öllu líður þá hlýtur brotthvarf þessa hægláta og háttvísa leikara úr Spaugstofunni áreiðanlega að vera blóðtaka fyrir hópinn og maður getur gert sér í hugarlund að þetta sé sárt fyrir þá. Fastir pennar 17. september 2007 00:01
Utangarðsmaður Sjálfsagt eiga fáir núlifandi menn í heiminum jafnauðvelt með að koma umhverfisverndarsinnum úr jafnvægi og danski tölfræðingurinn Björn Lomborg. Hann bættist í pistlahöfundahóp Fréttablaðsins á föstudag og er einn af pennum efnisveitunnar Project Syndicate, sem leggur blaðinu til greinar úr deiglu hinnar alþjóðlegu umræðu. Fastir pennar 16. september 2007 00:01
Velditilfinninganna Í síðustu viku heyrði ég mætan mann fullyrða að vitræn umræða um trúmál sé í skötulíki á Íslandi, fólk geri ekki annað en að „skiptast á tilfinningum“. Mér þóttu þetta stór orð, því í mínum huga er trú fyrst og fremst tilfinning en ekki niðurstaða fræðilegrar rökleiðslu. Hvernig er hægt að gera lítið úr mikilvægi trúartilfinningarinnar? Bakþankar 16. september 2007 00:01
Fréttir af Eklu Mist Á miðvikudagskvöldið sagði Sigríður Björnsdóttir Hagalín, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, frá mikilli eymd sem sumir einstæðir foreldar búa við hér á landi. Ekki það að það séu alveg nýjar fréttir því eins og fjölmiðlar benda á hvert haust er þetta líka hópurinn sem fer verst út úr dagmömmueklunni sem og þegar pláss skortir á leikskólum eða í dægradvöl. Bakþankar 15. september 2007 00:01
Númer nítján í röðinni Ég spígspora milli herbergja heima. Held á GSM-símtækinu og hlusta á Elvis Presley syngja Love me tender. Á annarri hverri mínútu er lagið rofið með þýðri röddu símastúlkunnar: í augnablikinu eru allar línur uppteknar, þú ert númer tuttugu og tvö í röðinni. Og ég bíð. Fastir pennar 15. september 2007 00:01
Þróun eða frysting Oftar en ekki snúast umræður um ráðstöfun peninga úr ríkissjóði um hagsmunatog af ýmsu tagi. Hitt er sjaldgæfara að slíkar deilur snúist um hugmyndafræði eða ólík pólitísk grundvallarviðhorf. Fastir pennar 15. september 2007 00:01
Mikilvægir viðskiptavinir Sex ára gömul vinkona mín hóf skólagöngu sína á dögunum. Hún var ansi roggin með sig og þóttu þetta stór tímamót. Það þótti líka ýmsum fyrirtækjum úti í bæ, sem sáu sér leik á borði og hófu að senda barninu alls kyns glaðning í tilefni áfangans. Litla skólastelpan fékk dýrindis pennaveski frá ónefndum banka sem að sjálfsögðu var merkt bankanum í bak og fyrir. Bakþankar 14. september 2007 00:01
Þjóð í rugli Sumir vinir mínir eru stundum í tómu rugli, eins og það er kallað. Þeim líður illa, missa fótana og hrynja íða. Maður heyrir af þeim á þrautagöngunni, sem oftar en ekki endar með meðferð. Bakþankar 13. september 2007 00:01
Við bjargbrúnina Hagstjórnarstefna ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefur haldizt óbreytt nú í nokkur ár að sögn þeirra sjálfra. Hagstjórnarviðleitni þeirra hvílir á tveim meginforsendum. Ríkisstjórnin hefur í fyrsta lagi kappkostað að halda ríkisbúskapnum í þröngum skilningi nokkurn veginn hallalausum og greiða niður erlendar skuldir ríkisins. Fastir pennar 13. september 2007 00:01
Nýjar lausnir Tímamót: Bandarískur banki hefur nú eignast þriðjung í íslensku fyrirtæki sem er nærri þriðjungseigandi að Hitaveitu Suðurnesja. Þessi atburður varpar ljósi á þá staðreynd að ríkjandi skipulag orkumála er í uppnámi. Fastir pennar 13. september 2007 00:01
Sökudólgar miðbæjarvandans Fáir hrekkir eru fyndnari í fertugsafmælum en að sýna hallærislega myndaseríu af afmælisbarninu frá æskuárum. Á þeim sjást ómótstæðilegar hárgreiðslur og glæsilegir herðapúðar að ógleymdri sífelldri sígarettu á milli fingra. Við vorum ekkert smá töff í menntó og strompreyktum við öll tækifæri. Bakþankar 12. september 2007 00:01
Litaður þvottur Persónur sem hafa öðlast annað líf í tölvuveröldinni Second Life eru orðnar um níu og hálf milljón. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessa handanheims gengur leikurinn út á það að venjulegt fólk af holdi og blóði getur búið sér til veru eftir eigin höfði og stýrt lífi hennar í tölvunni. Bakþankar 11. september 2007 00:01
Sjáið hér manninn Kannski var Jón Gnarr að leggja nafn Guðs við - uuu - síma í margumræddri auglýsingu um nýja gerð af þessum apparötum sem oft hafa þótt bjánaleg hjá Íslendingum eins og þeir þurfa nú á þeim að halda í fásinninu og einangruninni - alveg frá því að bændur riðu til Reykjavíkur að mótmæla lagningu símans í upphafi 20. aldar og til þess þegar farsímar urðu að tákni um uppskafningshátt undir lok aldarinnar. Fastir pennar 10. september 2007 05:45
Ég er frjálsborinn Íslendingur Í vísindaskáldsögum og kvikmyndum er það alþekkt þema að vélmenni með margfalda mannlega krafta snúast gegn skapara sínum, mannkyninu - og enginn nema Bruce Willis getur bjargað framtíð okkar á jörðu. Bakþankar 10. september 2007 05:30
Billjónsdagbók 9.9.2007 OMXI15 var 8.278,50, þegar ég sá í Mogganum að topparnir hjá Þeirrabanka voru með 797 milljónir hvor í árstekjur í fyrra, og Nasdaq var 2.605,95 þegar ég hafði sagt „sjö hundruð..." og rúnnstykki með kavíar sat fast í kverkunum á mér. Ég var helblár þegar Elzbieta heyrði loks í mér hryglurnar og æddi inn með skelfingarsvip. Bakþankar 9. september 2007 00:01
Gaur Maður mér nákominn, sem er búsettur erlendis, hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. Bakþankar 8. september 2007 00:01
Mitt framlag Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Bakþankar 7. september 2007 00:01
Ný frík Ég var í heita pottinum með huggulegri konu um daginn. Ég gat ekki haft augun af henni, ekki vegna þess að hún var svo hugguleg, heldur af því að á hökunni var hún með stóran og loðinn fæðingarblett. Ég skipaði sjálfum mér í huganum að hætta að stara, en það þýddi ekkert. Um leið og færi gafst glápti ég á hökuna jafn dáleiddur og kanína í bílljósum. Bakþankar 6. september 2007 00:01
Jag och min kändis Ég var að bíða eftir flugi frá Gotlandi þegar ég kom auga á hann. Fyrst horfði ég bara og velti því fyrir mér hvort þetta væri örugglega hann. Ég lét augun hvarfla yfir á aðra farþega og leit svo aftur á hann. Jú, í samanburði við hina var þetta Nikolaj Lie Kaas, fyrsti leikarinn til að fá þrenn Bodil-verðlaun fyrir þrítugt og lék m.a. í Idioterne. Bakþankar 5. september 2007 00:01
Ómerkingar Haft er fyrir satt að áreiðanlegt merki um að stjórnmálaafl sé komið á villigötur sé þegar listafólk fer að láta mjög að sér kveða innan þess. Líkast til byggist þessi skoðun á þeirri trú fólks að listamenn séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Þeir séu hálf vafasamt fólk sem ekki þekki raunverulega atvinnuvegi landsins og því stórvarasamir í umræðu um stjórnmál og framkvæmdir. Bakþankar 4. september 2007 00:01
Dómsmála-ráðherra á leik Án starfsmanna erum við ekki neitt,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, við Fréttablaðið á fimmtudag. Tilefni ummælanna var mikið brotthvarf reyndra lögreglumanna úr liði lögreglustjóra á síðustu mánuðum og fyrirséðir erfiðleikir við að fylla skörð þeirra. Fastir pennar 3. september 2007 06:15
Rammigaldur í Borgarnesi Hundrað áhorfendur sem margir eru komnir langan veg sitja undir súð á háaloftinu í gömlu húsi. Kvöldskemmtunin sem fólkið bíður eftir er sú að maður birtist og segir þeim sögu. Söguna kunna flestir gestanna fyrir, hafa lesið hana í skóla eða að eigin frumkvæði. Bakþankar 3. september 2007 06:00
Eru vegir Vegagerðarinnar órannsakanlegir? Í Álafoss-kvosinni í Mosó mun fyrirhuguð vegalagning ekki bara rista sár í landið heldur sjálft samfélagið - vegagerðin gerir ekki gagnvegi milli vina heldur sundrar þeim og sveitungar komnir í hár saman. Skoðun 3. september 2007 06:00
Skólar og ferjur fá orð koma oftar fyrir í umræðu um opinber málefni nú um stundir en eftirlit. Að því leyti er það tískuorð og að sama skapi áhrifaríkt pólitískt lausnarorð. En hvað sem öðru líður er eftirlit fylgifiskur nýrra tíma. Fastir pennar 2. september 2007 06:15
Erum fráleitt komin fyrir vind Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland var birt í vikunni. Þar kveður við kunnuglegan tón þar sem stjórnvöld eru hvött til aðhalds og að draga úr þátttöku ríkisins á lánamarkaði umfram það sem þegar hefur verið gert. Fastir pennar 1. september 2007 06:15
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun