Leysir ekki vanda sundraðs Íraks Myndir af aftöku Saddams Hussein ganga nú eins og eldur í sinu um netheima. Myndskeið, sem tekið var upp með farsíma án vitundar eða heimildar íraskra yfirvalda er einræðisherrann fyrrverandi var hengdur eldsnemma að morgni laugardags, hafði komið fyrir sjónir milljóna manna um allan heim áður en varði. Í fréttatímum sjónvarpsstöðva um víða veröld voru auk þess birtar opinberar myndir frá aftökunni sem Íraksstjórn sendi frá sér. Fastir pennar 3. janúar 2007 06:00
Mannréttindi sniðgengin Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysi sitt gagnvart réttindum launafólks. Þetta kemur mjög berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda samþykkt nr. 158 frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), sem tryggir launafólki lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf. Fastir pennar 3. janúar 2007 05:45
Kreppan með krónuna Landsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvægara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum. Fastir pennar 2. janúar 2007 06:15
Ekki meiri Cleese, plís! Okurvextirnir hérna eru þjóðarböl. Það er ekki hægt að láta eins og bankarnir beri ekki þar sök á, að þeir séu bara að starfa innan ramma þess sem er leyfilegt og löglegt. Eitt sinn var talað um það sem er löglegt en siðlaust – þannig er einmitt farið um starfsemi bankanna á Íslandi... Fastir pennar 1. janúar 2007 17:24
Ekki blogg – gleðilegt ár Nú þegar árið er að renna sitt skeið langar mig að taka fram að ég hef aldrei skrifað blogg. Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp... Fastir pennar 31. desember 2006 20:17
„Hika ei við það mark sem vel er sett“ Það ár sem sem við dagslok hverfur í rás aldanna geymir eins og önnur sína sögu. Það hefur bæði verið tími framfara og margvíslegra breytinga. Sumt af því sem gerðist mun lifa og hafa áhrif langt fram á veg. Annað verður skammlíf minning eins og gerist og gengur. Fastir pennar 31. desember 2006 06:00
Útrás og menntun Undanfarið ár hefur meðal annars einkennst af áframhaldandi sókn íslenskra fyrirtækja á markaði erlendis. Er nú svo komið að varla er opnuð skóbúð á Laugaveginum án þess að verslunarstjórinn láti hafa eftir sér í fjölmiðlum að hér sé einungis um fyrsta skrefið að ræða, framundan sé Skandinavíumarkaður og Stóra-Bretland, þekkt sé að íbúar þessara landa hafi aldrei kunnað að selja skó og því séu tækifærin óendanleg. Fastir pennar 31. desember 2006 00:01
Saddam hengdur, dapurt líf pólitíkusa, góður tími, Kryddsíld Hér er fjallað um heimskuna sem virðist allsráðandi í stríðinu í Írak, beiska og fátæka stjórnmálamenn, tímann milli jóla og nýárs sem er alveg furðulega þægilegur, en loks er minnt á Kryddsíldina á morgun og áramótagrein í Ísafold... Fastir pennar 30. desember 2006 21:24
Stækkun álversins, ræða útvarpsstjóra, aftaka Saddams Hér er fjallað um kosningar vegna stækkunar álversins í Straumsvík og líkurnar á að þær komi Vinstri grænum til góða, áramótaávarp útvarpsstjóra sem Páll Magnússon hefur lagt af og aftöku Saddams sem verður kannski í fyrramálið... Fastir pennar 29. desember 2006 20:32
Jöfnuður hefur aukist! Þegar jólin nálgast, fara jólasveinarnir á kreik. Þegar kosningar nálgast, birtast þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Fyrir þingkosningarnar 2003 héldu þeir því fram, að fátækt hefði aukist á Íslandi. Fastir pennar 29. desember 2006 05:00
Flugstjórnarmál enn í uppnámi Enn á ný er flugstjórnarmálum á Íslandi stefnt í óefni af völdum flugumferðarstjóra. Þeir hafa oft á undanförnum árum haft uppi miklar kjarakröfur, og virðist hafa orðið töluvert ágengt í krafti stöðu sinnar við að sinna mikilvægum störfum við flugumferðarstjórn á mjög stóru svæði á hafinu í kringum Ísland. Fastir pennar 29. desember 2006 05:00
Davíð í pólitík, okurvextir, Dómínós Hér er fjallað um afskipti Davíðs Oddssonar af pólitíkinni sem virðast fremur færast í vöxt, hið hryllilega vaxtaokur sem virðist þykja sjálfsagt á Íslandi og þrífst í skjóli fákeppni og viðskiptahindrana, en að lokum er vikið að Dómínós pítsum og hinu ógurlega sms-máli... Fastir pennar 28. desember 2006 16:42
Er fullveldisafsal frágangssök? Hjónabönd eru að sönnu misjöfn að gæðum, eins og Guðmundur Ólafsson lektor sagði einhverju sinni um símtöl að gefnu tilefni. Samt er hjónabandið efalaust eitthvert allra dásamlegasta uppátæki mannskepnunnar frá öndverðu og jafnast á við eldinn og hjólið, lýðræði og markaðsbúskap. Fastir pennar 28. desember 2006 05:00
Fátækt er raunveruleiki á Íslandi Aðventan er liðin og jólahátíðin sjálf komin og farin. Eitt af föstum fréttaefnum jólaföstunnar eru tíðindi af fjárstuðningi og matargjöfum Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Fjölskylduhjálpar Íslands til fátækra Íslendinga. Vissulega er hér um fréttaefni að ræða, að hér á landi hagsældar og velmegunar skuli vera allstór hópur fólks sem ekki á annars úrkosta en að þiggja matargjafir fyrir jólin. Fastir pennar 28. desember 2006 05:00
Nýr lögreglustjóri, Gerald Ford, skattar Hér er fjallað um nýjan lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Gerald Ford Bandaríkjaforseta sem sagt var að gæti ekki tuggið og gengið á sama tíma og það fyrirkomulag að þeir sem hafa millitekjur og þar undir skuli borga skatta en ríkt fólk sé undanþegið... Fastir pennar 27. desember 2006 16:55
Kaldastríðs-skipting Evrópu á enda Þessi efnahagslega og stjórnarfarslega vanþróun, spilling og glæpir valda því að þær þjóðir álfunnar sem voru svo lánsamar að lenda vestan megin járntjaldsins á sínum tíma óttast um sinn hag þegar þessi nýjasta lota stækkunar ESB kemst til framkvæmda. Fastir pennar 27. desember 2006 00:01
„Hinn tregi bandamaður“ Stundum er eins og það gleymist að utanríkisstefna Íslands á fyrstu áratugum lýðveldisins snerist ekki eingöngu um mismunandi afstöðu til Bandaríkjanna og hollustu við þau og málstað þeirra í kalda stríðinu. Fastir pennar 27. desember 2006 00:01
Jólahátíðin Engin hátíð kristinna manna setur eins mikinn svip á þjóðlífið og jólahátíðin. Gildir þar einu hvort um er að ræða hér á Íslandi eða annars staðar í hinum kristna heimi. Jafnvel utan hinna hefðbundnu kristnu landa fer jólahátíðin ekki fram hjá fólki, og allra síst nú á dögum alþjóðlegrar og mikillar fjölmiðlunar. Fastir pennar 24. desember 2006 00:01
Gleðileg jól Ég óska lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla. Myndin sem fylgir með er ekki af gestum í Silfri Egils heldur jólasveinum og er teiknuð af Kára fjögurra ára. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Fastir pennar 23. desember 2006 20:09
Útrásarvíkingar, Manuela, Dunkleosteus Hér er enn fjallað um þá ákvörðun Straums-Burðaráss að skipta yfir í evrur, afskipti Davíðs af efnahagsstjórninni og viðbrögð KB-banka, en einnig er fjallað um flautuleikarann góða Manuelu Wiesler og hræðilegt skrímsli sem eitt sinn synti um höfin... Fastir pennar 23. desember 2006 00:27
Trúin hennar ömmu Fegurð kristinnar trúar felst einmitt í þeim styrk sem hún veitir, að því leyti að hún byggir brýr milli lífs og dauða, milli syndanna og fyrirgefningarinnar, milli skins og skúra. Fastir pennar 23. desember 2006 00:01
Flutum sofandi að feigðarósi Það er ekki ofmælt að tala um lausatök í stjórn efnahagsmála þegar ekkert er gert til að mæta augljósri og skynsamlegri gagnrýni á efnahagsstjórnina. Fastir pennar 23. desember 2006 00:01
Mikilvægir sjálfboðaliðar Efling Landhelgisgæslunnar og samstarf þessara aðila tryggir áframhaldandi uppbyggingu björgunarstarfs á Íslandi. Það þarf ekki veðurofsa, skipsskaða eða stórslys til að Íslendingar átti sig á mikilvægi björgunarsveita. Þær hafa löngum sannað gildi sitt. Fastir pennar 22. desember 2006 00:01
Jólin eru ekki ókeypis Eflaust er þeim kjarabótum eitthvað misskipt, en aðalatriðið er það, að allir búa við bættan hag. Íslendingar hafa því ekki aðeins efni á jólunum, heldur líka á því að búa vel að þeim, sem eiga undir högg að sækja. Fastir pennar 22. desember 2006 00:01
Dauðaþoka, síðasti geirfuglinn, evrupælingar Hér er fjallað um gömlu Lundúnaþokuna, náttúrugripasafn sem hefur verið á hrakhólum síðan á þarsíðustu öld, og loks er vikið að síðustu vaxtahækkun Seðlabankans og ummælum Davíðs um evruna og íslensk fyrirtæki... Fastir pennar 21. desember 2006 18:47
Þegar græðgin verður stjórnlaus Nú er sá tími framundan að fólk sleppir gjarnan fram af sér beislinu þegar kemur að mat og drykk. Af því tilefni er við hæfi að minna á að aldrei koma fleiri á neyðarmóttökur spítalanna vegna hjarta- og æðasjúkdóma en einmitt á þessum árstíma þegar græðgin verður stjórnlaus. Fastir pennar 21. desember 2006 00:01
Sammál og sérmál Evrópusambandið hét í fyrstu Kola- og stálbandalag Evrópu. Nafngiftin lýsti markmiðinu, sem var að setja náttúruauðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt til að girða fyrir frekari átök um yfirráð yfir þessum auðlindum og fleiri stríð. Fastir pennar 21. desember 2006 00:01
Undirheimablaðamennska, Byrgið og kristindómurinn Nú verða menn í bransanum háheilagir og segjast aldrei hafa greitt fyrir fréttir. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei stundað undirheimablaðamennsku – væri sjálfsagt ekki góður í því – en þar eru öll mörk mjög óljós... Fastir pennar 20. desember 2006 20:50
Straumar samtímans Ártalið 2006 mun ekki oft sjást í sögubókum framtíðarinnar. Á árinu mátti þó vel greina þá þungu strauma sem móta samtíð okkar og framtíð. Hverjir eru þeir? Fastir pennar 20. desember 2006 00:01
Menningarverðmæti í hættu Minnstu munaði að mikil menningarverðmæti í eigu Náttúrugripasafns Íslands yrðu fyrir vatnstjóni í vikunni sem leið. Fastir pennar 20. desember 2006 00:01