Að rýna í telauf – Brynjólfsmessa – valdablokkir Hér er farið úr einu í annað, fjallað um spádóma sem koma frá greiningardeildum, valdablokkirnar í samfélaginu, Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarssonar, söngkonur sem skaka afturendanum, módernisma í arkitektúr, sápukúlu í hagkerfinu og okur símafyrirtækja... Fastir pennar 9. apríl 2006 17:51
Kertin dýrari en kakan Vinafólk sem býr í Danmörku kom í mat til okkar um daginn. Spurð fregna af gömlu nýlenduherrunum sögðu þau að danskir kunningjar þeirra á okkar aldri séu mjög uppteknir af lífeyrissjóðsmálum. Varla hafi tappinn verði tekinn af Tuborgnum þegar talið berst að lífeyrissjóðum, í hvaða lífeyrissjóð eigi að borga, hvar sé ávöxtun best og hvaða sjóður sé minnst líklegur til að stinga af með peningana til Brasilíu. Fastir pennar 9. apríl 2006 00:01
Skipulag löggæslumála Það vill gjarnan brenna við að pólitískir riddarar kveði sér hljóðs eftir umferðartafir í kjölfar menningarnætur eða álíka viðburða og heimti löggæsluna til sveitarfélaganna. Slíkt er af og frá, en til að kveða niður slíkar raddir þarf líka löggæslan að standa sig á stundum sem þessum, en fyrst og fremst þurfa þá borgararnir að sýna þolinmæði og tillitssemi. Fastir pennar 9. apríl 2006 00:01
Önnur pólitísk viðfangsefni Flestir stjórnmálamenn eyða mestum hluta tíma síns í að tala um efnahagsmál. Ráðherrar og forseti Íslands leggja sig í framkróka við að fara í sendiferðir heimshorna á milli með atvinnufyrirtækjum sem leita fyrir sér á erlendum mörkuðum. Í sjálfu sér góðra gjalda vert. En eru þetta rétt viðbrögð við nýjum aðstæðum? Fastir pennar 8. apríl 2006 00:01
Birtingarmynd föðurveldisins Þarf frekari sannanir fyrir því að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, líta í raun og veru á þjóðina sem "makróorganisma", risavaxinn þjóðarlíkama sem þarf stöðuga næringu í æð? Gleymum því ekki að Pétur Blöndal studdi byggingu Kárahnjúkavirkjunar, rétt eins og allir hinir stjórnlyndu stjórnarliðarnir. Fastir pennar 8. apríl 2006 00:01
Persónur, peningar og félagsleg yfirboð í kosningunum Fyrir þessar kosningar sér maður engan áherslumun milli flokkanna sem má skýra út frá hefðbundnum vinstri-hægri ási. Þetta held ég að eigi við um allt út um allt land. Það væri hægt að skáka frambjóðendum milli lista eða nefna framboðin allt öðrum nöfnum án þess að það breyti í raun neinu.... Fastir pennar 7. apríl 2006 20:50
Hver á rökleysuna? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur verið í hópi efnilegustu framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Í forystugreinum þessa blaðs hefur verið gerður ágreiningur um frumvarp ráðherrans um að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Fastir pennar 7. apríl 2006 00:01
Hlutverk og sjálfstæði Framtíð Ríkisútvarpsins er nú til umræðu á Alþingi og setti Ögmundur Jónasson þingmaður nýtt ræðumet þegar hann talaði í málinu samfleytt í sex klukkustundir frá þriðjudagskvöldi til miðvikudagsmorguns. Ögmundur sagði í viðtali að hann liti á Ríkisútvarpið sem heilaga kú, kjölfestu menningar og fjölmiðlunar á Íslandi sem ekki mætti hrinda inn á markaðstorg afþreyingarinnar. Fastir pennar 7. apríl 2006 00:01
Ameríkaníseraðasta þjóð í Evrópu Afa minn dreymdi um að flytja til Ameríku eins og sumir sveitungar hans gerðu, móðir mín horfði á Kanann koma – mótmælti á Austurvelli 1949. Þegar ég var lítill strákur var ekkert íslenskt sjónvarp, ég fékk stundum að fara í heimsókn til vinar míns að sjá Bonanza. Fastir pennar 6. apríl 2006 22:45
Áhöld um arðsemi Landsvirkjun er almenningseign. Stjórn fyrirtækisins er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna; jafnvel framkvæmdastjórinn er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ákvarðanir Landsvirkjunar eru því öðrum þræði pólitískar, ekki aðeins ákvarðanir um val milli ólíkra virkjunarkosta og önnur álitamál, sem eðlilegt er, að séu til lykta leidd á stjórnmálavettvangi, heldur einnig ýmis önnur mál, sem betur færi á að halda í hæfilegri fjarlægð frá stjórnmálamönnum. Fastir pennar 6. apríl 2006 00:01
Smjörþefur orðaglímunnar Þegar út í sjálfa málefnabaráttu kosninganna er komið vilja menn heyra hvernig flokkarnir ætla að ráðstafa tekjum borgarsjóðs, ekki ríkissjóðs. Þess er að vænta að umræðan falli í þann farveg þegar til kastanna kemur. Fastir pennar 6. apríl 2006 00:01
Að hafa ekki taumhald á tungu sinni Hér er fjallað um Silvio Berlusconi, hinn kjaftfora forsætisráðherra Ítalíu, og ýmis skrautleg ummæli sem hann hefur látið falla, David Cameron sem kallar breska sjálfstæðissinna "laumurasista" og bisnessmann sem móðgaði Frakka með því að uppnefna þá "lazy frogs"... Fastir pennar 5. apríl 2006 22:56
Skrumskæling lýðræðisins Er svo komið að þeir sem hafa sterkustu fjármálaöflin á bak við sig geti keypt sér völd og áhrif? Hvað ætla þau öfl að fá út úr því? Fastir pennar 5. apríl 2006 00:01
Menning og markaður Kunnara er en frá þurfi að segja að ríkisrekstur á útvarpi er ekki sjálfgefinn. En um það hefur þrátt fyrir allt verið allgóð sátt að starfrækja útvarp á vegum ríkisins til þess fyrst og fremst að sýna menningarlegan metnað umfram það sem markaðurinn sýnist vera viljugur til eða fær um. Það eru fullgild rök. Fastir pennar 5. apríl 2006 00:01
Enn eru tímamót í Mið-Austurlöndum Ljóst er að ærin verkefni blasa við leiðtogum Ísraels og Palestínumanna á næstunni. Mikil tortryggni ríkir víða í garð leiðtoga Hamas-samtakanna og hinnar nýju stjórnar Palestínumanna og hefur það ekki síst komið fram í afstöðu margra voldugra ríkja á Vesturlöndum. Fastir pennar 4. apríl 2006 00:01
Innanlandsflug Mikilvægast er þó að allir landsmenn taki þátt í þessari umræðu, ekki síst þeir sem byggja Vestfirði, Norðurland og Austurland. Fastir pennar 4. apríl 2006 00:01
Tvö sjónarhorn á Reykjavík Hér er vitnað í tvær bráðskemmtilegar greinar sem fjalla um byggðina í Reykjavík frá gjörólíkum sjónarhornum, hinn nýja stjóra 365 miðla í Danmörku sem þykir mikið hörkutól og loks er spurt hvort ekki sé hægt að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp strax í vor? Fastir pennar 3. apríl 2006 14:10
Fjárfesting en ekki góðgerð Brýnt er að vaxandi tilfinning atvinnulífsins fyrir mikilvægi þessarar fjárfestingar dragi ekki úr skilningi stjórnmálamanna á þeim grundvallarskyldum sem á þeim hvíla í þessum efnum. Og það er lofsvert að útgjöld til menntamála hafa aukist umfram flest önnur svið. En þau segja þó ekki alla söguna. Fastir pennar 3. apríl 2006 00:01
Svona pistlar Ég hylli ekki skoðanaleysið - en ég vil biðja fólk um að vara sig á skoðanafestunni. Hún jafngildir nefnilega óbreyttu ástandi. Maður bara spólar. Fastir pennar 3. apríl 2006 00:01
Staðan í borginni – vaxtafár – skrítin króna Hér er fjallað um veika stöðu "litlu" flokkanna, Framsóknar, Frjálslyndra og VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar, spurt hvernig þetta nýtist Sjálfstæðisflokknum, fáránlega háa vexti, einstæð efnahagslögmál sem ríkja á Íslandi og "einokunarverslun" íslensku krónunnar... Fastir pennar 2. apríl 2006 21:24
Siglt eftir Pólstjörnunni Háskóli Íslands á að taka upp skólagjöld fyrir nemendur í meistara- og doktorsnámi. Þannig getur skólinn sjálfur haft áhrif á það að tekjur hans séu nægar til að bjóða það nám sem stenst alþjóðlega samkeppni. Með slíkri gjaldtöku setur skólinn sjálfan sig undir þann aga að þurfa að bjóða nám sem stúdentar telja þess virði að borga fyrir. Það er ekki nóg að fá peninga, það þarf að ná árangri. Fastir pennar 2. apríl 2006 00:01
Skýrari línur Tilgangur veru Bandaríkjahers hér var ekki að halda uppi atvinnu. Síst af öllu eiga slík sjónarnmið við nú. Það er verkefni sem við leysum upp á eigin spýtur. Í gegnum tíðina hefur stundum gætt nokkurs tvískinnungs af okkar hálfu um þetta efni. Og ef til vill voru hugmyndirnar um fjórar vopnlausar þotur ekki með öllu lausar við hann. Fastir pennar 2. apríl 2006 00:01
Lukkunnar pamfílar Velgengni er sjálfsagt oftast mæld í veraldlegum efnum, efnahag og eignum. Enda oftast erfitt að láta gott af sér leiða, ef viðkomandi á ekki til hnífs og skeiðar og getur ekki um frjálst höfuð strokið. En ég hef hins vegar mætt fólki á minni lífsleið, sem lætur sér fátt um finnast hvort það á fínan bíl sem það getur stært sig af eða að það mæli velgengni sína og lífshamingju í stöðutáknum. Þvert á móti má fullyrða að stundum sé þessi hamingja og þessi velgengni í öfugu hlutfalli við ríkidæmið. Fastir pennar 1. apríl 2006 01:58
Vaktstaða Seðlabankans mikilvæg Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur nú gegnt því starfi í um hálft ár og skilað því hlutverki vel við einhverjar mest krefjandi aðstæður sem seðlabanki getur verið í. Yfirlýsingar hans hafa verið ígrundaðar og yfirvegaðar og til þess fallnar að taka af tvímæli um að Seðlabankinn ætli að standa þá vakt sem honum er skylt að standa samkvæmt lögum. Markmið bankans um að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum til lengri tíma er ófrávíkjanlegt og ekki samningsatriði. Fastir pennar 1. apríl 2006 01:58
Slúðurblaðamennskan breiðist út Gróa býr ekki lengur á Leiti, fer á milli bæja og ber út sögur. Hún nýtur lífsins í hinu nútímalega fjölmiðlaumhverfi. Hún framleiðir slúður sem er ópíum fyrir fólkið. Þetta endalausa kjaftæði um fræga fólkið. Eða þá sem okkur er sagt að séu frægir... Fastir pennar 31. mars 2006 18:16
Rauðkuhugmyndafræði Nú ætlar ríkisstjórnin að víkja til hliðar öllum almennum reglum sem gilda um meðferð skattpeninga að því er varðar rekstur Ríkisútvarpsins. Þar á meðferð skattpeninga að lúta reglum einkaeignarréttarins án þess að skilyrði hans um sjálfsaflafé sé fyrir hendi. Auka má skilvirkni hvarvetna í ríkiskerfinu með því að afnema þessar reglur að fullu og öllu. Eru menn reiðubúnir að taka afleiðingunum af því? Svarið er nei. Hvaða önnur sjónarmið geta gilt um meðferð skattpeninga í stærstu menningarstofnun ríkisins? Fastir pennar 31. mars 2006 00:01
Vinátta og hagsmunir Auðvitað hljóta Bandaríkin að miða við eigin hagsmuni, þegar þau marka utanríkisstefnu sína. Ríki eiga ekki vini, heldur hafa þau hagsmuni. Og ríki eru bandamenn, þegar hagsmunir fara saman. En hagsmunir Bandaríkjanna til langs tíma eru þeir að eiga öfluga bandamenn á Norður-Atlantshafi. Fastir pennar 31. mars 2006 00:01
Hollvinir skattgreiðenda – vaxtahækkun – minningargreinar Hollvinir skattgreiðenda – minnir þetta ekki helst á gamla góða Mogens Glistrup? Var hann ekki mestur hollvinur skattgreiðenda? En svo eru það bara nokkrir SUS-arar. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt sig að vera sérstakur skattalækkanaflokkur... Fastir pennar 30. mars 2006 20:01
Óttinn við erlent fjármagn Erlendri fjárfestingu fylgja hins vegar ítök erlendra fjárfesta með miklar kröfur um arðsemi, og einmitt þess vegna hafa Íslendingar eins og margar aðrar fyrrum nýlenduþjóðir reynt að bægja frá sér erlendri fjárfestingu og taka heldur lán til að mæta viðskiptahallanum. Þess vegna er enn lagt blátt bann í lögum við erlendri fjárfestingu í íslenzkri útgerð, og þess vegna hafa virkjunarframkvæmdir okkar verið fjármagnaðar með erlendu lánsfé frekar en hlutafé. Fastir pennar 30. mars 2006 01:25
Gagnrýni og gífuryrði Málefnaleg viðbrögð við álitum umboðsmanns Alþingis, bæði af hálfu stjórnvalda og þeirra sem um þau fjalla á Alþingi og utan, eru einkar þýðingarmikil. Gífuryrðaumræða dregur hins vegar úr líkum á því að álit hans hafi tilætluð áhrif til stöðugra betrumbóta í stjórnsýslunni. Umræðan um síðasta álit umboðsmanns hefur verið of gífuryrt þó að það hafi vissulega gefið tilefni til gagnrýni. Fastir pennar 30. mars 2006 01:25