Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn

Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn.

Innlent
Fréttamynd

Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks

Land­verðir á Fjalla­baki ráð­leggja fólki al­farið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferða­manna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sand­foks.

Innlent
Fréttamynd

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flug­völl Evrópu

Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 

Innlent
Fréttamynd

Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá

Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt.

Innlent
Fréttamynd

Tjald­svæði vin­sæl víða um land

Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is.

Neytendur
Fréttamynd

Pósthólfið fullt af kvörtunum vegna hvalveiða

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að hvalveiðar hafi engin jákvæð áhrif á afkomu þjóðarinnar. Hann sýndi blaðamanni Túrista tölvupósthólf sitt, sem er fullt af kvörtunum frá fólki sem hóti að koma aldrei til landsins vegna hvalveiðanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir vinnu­brögð Vega­gerðarinnar kosta bíla­leigur milljarða

Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sprenging hafi orðið á framrúðutjóni eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi. Bílaleigur meta tjónið sitt á um 2,5 milljarða árlega. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld banni blettaviðgerðir með slitlagi.

Innlent
Fréttamynd

Steinkast stútar sumrinu

Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts.

Skoðun
Fréttamynd

Halda afmælistónleika á Ingólfstorgi á laugardag

Fyrirtækið Travelshift býður í tíu ára afmælistónleika á Ingólfstorgi næstkomandi laugardagskvöld. Tónleikarnir eru opnir öllum en Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og nýstirnið Gugusar koma fram og skemmta viðstöddum.

Tónlist
Fréttamynd

Hættum þessu!

Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða.

Skoðun
Fréttamynd

Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð

Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar slá alls konar met í ferða­lögum

Ís­lendingar eru að slá öll met í ferða­lögum til út­landa og í fjölda gisti­n­átta innan­lands. For­stjóri Icelandair telur að tafir á flug­völlum víða um heim vegna mann­eklu lagist ekki fyrr en í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Salan eykst þó Ís­lendingar flykkist til út­landa

Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar

Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rebel Wilson er á Íslandi

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu. 

Lífið
Fréttamynd

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Innlent