Vettel og Webber stungu af í Búdapest Sebastian Vettel og Mark Webber voru langfljótastir allra á fyrstu æfingu keppnisliða á Formúlu 1 brautinni í Búdapest í morgun. Formúla 1 30. júlí 2010 10:14
Alonso hugsar ekki um dómaramálið Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. Formúla 1 29. júlí 2010 16:50
Felipe Massa. Ég er ekki ökumaður númer tvö hjá Ferrari Felipe Massa segist ekki vera ökumaður númer tvö hjá Ferrari, þó Ferari virtist biðja hann að hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu á Hockenheim um helgina. Formúla 1 29. júlí 2010 15:26
Keppt í Mónakó næstu 10 ár Bernie Ecclestone og mótshaldarar í Mónakó hafa samið um að keppt verði á götum Mónakó næstu 10 árin. Formúla 1 29. júlí 2010 10:06
Meistarastjórinn segir bann við liðsskipunum óraunhæft Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Formúla 1 28. júlí 2010 10:16
Vettel: Kómískt ástand hjálpar í titilslagnum Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður Formúla 1 27. júlí 2010 11:54
Ecclestone meðmæltur liðsskipunum Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig. Formúla 1 27. júlí 2010 09:32
Forstjóri Ferrari: Nóg komið af hræsni í umræðu um liðsskipanir Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Formúla 1 27. júlí 2010 08:13
Schumacher styður atferli Ferrari, sem braut reglur FIA Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið. Formúla 1 26. júlí 2010 15:00
Forstjóri meistaraliðsins segir liðsskipanir skaða ímynd Formúlu 1 Nick Fry, forstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 telur að liðsskipanir eins og dómarar á Hockenheim töldu að Ferrari hefðu beitt í gær eigi ekki heima í íþróttinni og skaði ímynd hennar. Fry varð meistari með Brawn liðinu í fyrra, sem nú er lið Mercedes. Formúla 1 26. júlí 2010 10:11
Ferrari ætlar ekki að áfrýja dómi FIA Ferrari segir að lið sitt muni ekki afrýja dómi dómara á Hockenheim brautinni í dag. Liðið var dæmt í 100.000 dala sekt og brot þeirra sent áfram til akstursíþróttaráðs FI Formúla 1 25. júlí 2010 19:44
Ferrari sektað um 12,2 miljónir fyrir að skaða ímynd Formúlu 1 FIA sektaði í dag Ferari fyrir að brjóta reglur um liðsskipanir í Formúlu 1 og að setja svartan blett á íþróttina með ákvörðun sinni um að hleypa Fernando Alonso framúr Felipe Massa í keppninni í Hockenheim í dag. Formúla 1 25. júlí 2010 16:48
Yfirmenn Ferrari kallaðir á fund dómara eftir sigur á Hockenheim Dómarar FIA kölluðu yfirmenn Ferrari á sinn fund eftir keppnina á Hockenheim, en mikil umræða er um að Ferrari hafi beitt liðsskipun svo Fernando Alonso ynni mótið í stað Felipe Massa. Formúla 1 25. júlí 2010 15:48
Tvöfalt hjá Ferrari - Felipe Massa hleypti Fernando Alonso fram úr Fernando Alonso og Felipe Massa tryggðu Ferrari tvöfaldan sigur í þýska kappakstrinum í formúlu eitt sem fram fór á Hockenheim-brautinni í dag. Lewis Hamilton er með fjórtán stiga forskot í keppni ökumanna eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í ár. Formúla 1 25. júlí 2010 13:45
Háspenna á Hockenheim í dag Það verður mikil spenna meðal Þjóðverja á Hockenheim brautinni í dag, þar sem landi þeirra Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum á brautinni við Hockenheim. Formúla 1 25. júlí 2010 09:01
Vettel býst við hörðum slag við Alonso og Massa Sebastian Vettel var kampakátur með að ná fremsta stað á ráslínu á Hockenheim brautinni í dag. Hann varð aðeins 0.002 sekúndum á undan Fernando Alonso í spennandi tímatöku. Formúla 1 24. júlí 2010 19:56
Vettel rétt marði að ná besta tíma á undan Alonso á heimavellinum Þjóðverkinn Sebastian Vettel á Red Bull náði 2/1000 sekúndum betri tíma en Fernando Alonso á Ferrari í æsispennandi lokafla tímatökunnar á Hockenheim í dag. Formúla 1 24. júlí 2010 13:45
Vettel fljótastur á lokaæfingunni Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna á Hockenheim brautinni í Þýskalandi morgun. Heillaði þannig heimamenn sem eru með sex ökumenn í mótinu um helgina. Formúla 1 24. júlí 2010 10:10
Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. Formúla 1 23. júlí 2010 16:24
Alonso fljótari en Vettel í vígi Þjóðverja Fernando Alonso ók hraðast allra um Formúlu 1 brautina í Hockenheim í Þýskalandi á seinni æfingu keppnisliða í dag. Hann varð þó aðeins 0.029 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa varð þriðji. Formúla 1 23. júlí 2010 13:53
Hamilton: Formúla 1 er eins og golf Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. Formúla 1 23. júlí 2010 10:27
Heimamaðurinn Sutil fremstur á Hockenheim Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hockenheim brautinni í Þýskalandi í morgun. Forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton stórskemmdi sinn bíl á æfingunni sem fór fram á blautri brautinni að sögn autosport.com. Formúla 1 23. júlí 2010 09:51
Schumacher staðráðinn í að ná titli 2011 Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. Formúla 1 22. júlí 2010 14:58
Webber sér ekki eftir ummælum Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina. Formúla 1 22. júlí 2010 13:09
Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Formúla 1 22. júlí 2010 12:01
Massa ósáttur við eigin árangur Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Formúla 1 22. júlí 2010 11:42
Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Formúla 1 21. júlí 2010 10:44
Alonso vill á verðalaunapallinn Fernando Alonso keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi og mætir m.a. sex þýskum ökumönnum sem allir vilja heilla heimamenn. En Ferrari á fjölda aðdáenda í Þýskalandi og ljóst að Alonso fær sinn stuðning líka. Alonso hefur ekki unnið mót frá því að hann fyrsta mót ársins í Barein í mars. Formúla 1 21. júlí 2010 09:20
Schumacher spenntur að keppa á heimavelli Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Formúla 1 21. júlí 2010 08:57
McLaren stjórinn afskrifar ekki Ferrari og Mercedes liðin í titilslagnum McLaren liðið telur sig vera með toppbíl í höndunum, en Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri liðsins segir að stöðug þróunarvinna sé lykilatriði í meistarabaráttunni og bakvið sigur í einstökum mótum. Formúla 1 20. júlí 2010 14:18