Sædís í stuði með meisturunum Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í stuði með nýkrýndum Noregsmeisturum Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bakvörðurinn var bæði með mark og stoðsendingu í góðum sigri. Fótbolti 9. nóvember 2024 12:59
Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Wolfsburg tók toppsætið af Bayern München í þýsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 3-0 útisigur á Hoffenheim í dag. Fótbolti 9. nóvember 2024 12:57
„Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á árinu 2024 en hann á þó ekki mikla möguleika á því að jafna ótrúlegt markaskor Svíans Viktor Gyokeres. Enski boltinn 9. nóvember 2024 12:17
Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Enski boltinn 9. nóvember 2024 11:24
Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins. Fótbolti 9. nóvember 2024 11:01
Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Fótbolti 9. nóvember 2024 10:21
Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Þjálfari ítalska fótboltafélagsins Triestina missti stjórn á skapi sínu þegar einn leikmanna hans lét reka sig út snemma leiks í gærkvöldi. Fótbolti 9. nóvember 2024 10:01
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. Fótbolti 9. nóvember 2024 09:01
Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. Íslenski boltinn 9. nóvember 2024 07:01
„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni. Golf 8. nóvember 2024 23:31
Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Aron Elí Sævarsson mun ekki ganga í raðir uppeldisfélagsins Vals og tekur slaginn með Aftureldingu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 23:01
Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum María Þórisdóttir og stöllur í Brighton & Hove Albion áttu ekki möguleika gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar í Arsenal unnu öruggan 5-0 sigur. Í hinum leik kvöldsins vann Manchester City 4-0 sigur á Tottenham Hotpsur. Enski boltinn 8. nóvember 2024 22:47
Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi gegn Freiburg þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttir í uppbótartíma. Bæjarar voru hársbreidd frá því að tapa í annað sinn í síðustu fjórum leikjum en landsliðsfyrirliðinn steig upp á ögurstundu. Fótbolti 8. nóvember 2024 20:01
Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 19:17
Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið. Fótbolti 8. nóvember 2024 17:45
Mourinho vill taka við Newcastle United José Mourinho vill taka við Newcastle United þegar að Eddie Howe yfirgefur félagið á einhverjum tímapunkti. Þessu heldur The Guardian fram í dag. Mourinho fylgist náið með þróun mála hjá liðinu. Enski boltinn 8. nóvember 2024 17:01
„Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur. Fótbolti 8. nóvember 2024 16:42
„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Enski boltinn 8. nóvember 2024 16:32
Oliver kveður Breiðablik Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson tilkynnti á Instagram í dag að hann hefði nú kvatt Breiðablik og myndi spila fyrir annað félag á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 15:34
Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Julian Nagelsmann tilkynnti þýska landsliðshópinn sinn í gær fyrir komandi landsleikjaglugga en menn ráku stóru augu þegar þeir sáu eitt nafn í hópnum. Fótbolti 8. nóvember 2024 13:02
Henry harðorður í garð Mbappé Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið. Fótbolti 8. nóvember 2024 12:32
Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Orri Óskarsson skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir spænska liðið Real Sociedad í gærkvöldi, sem jafnframt reyndist eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Fótbolti 8. nóvember 2024 11:30
Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Valgeir Valgeirsson er á leið frá sænska B-deildarfélaginu Örebro þegar samningur hans rennur út við lok tímabils. Hann er orðaður við lið í Bestu deild karla. Fótbolti 8. nóvember 2024 11:02
Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott. Fótbolti 8. nóvember 2024 10:31
Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson svaf örugglega ekki vel í nótt eftir risastór mistök sín í Evrópudeildarleik í gær. Fótbolti 8. nóvember 2024 10:02
„Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Spennandi tímar eru í vændum hjá KR að mati Baldurs Sigurðssonar og Atla Viðars Björnssonar. Þeir segja að KR-ingar megi alveg láta sig hlakka til komandi tíma hjá félaginu. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 09:32
Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Knattspyrnukonan Racheal Kundananji er dýrasta knattspyrnukona heims og hún sýndi óvenjuleg og ótrúleg tilþrif í bandaríska kvennafótboltanum á dögunum. Í ljós kom að hún var að herma eftir götustrákum í Suður-Afríku. Fótbolti 8. nóvember 2024 09:02
Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Amad Diallo kom aftur inn í byrjunarlið Manchester United á móti gríska liðinu PAOK í gær og var í aðalhlutverki í langþráðum sigri United í Evrópudeildinni. Enski boltinn 8. nóvember 2024 08:01
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. Erlent 8. nóvember 2024 07:55
Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 07:31