Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Létu tímann renna út án þess að reyna að skora

Gera þurfti langt hlé á leik Union Berlin og Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í dag eftir að aðskotahlut var kastað í markvörð Bochum. Þegar leikmenn sneru aftur á völlinn létu þeir leikinn fjara út án þess að reyna að skora.

Fótbolti
Fréttamynd

Real mis­tókst að fara á toppinn

Real Madrid missti af tækifærinu að skella sér á topp spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hafa gert jafntefli í markaleik gegn Rayo Vallecano í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stór­sigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið

Newcastle kom sér aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 4-0 stórsigri gegn Leicester, sem þar með tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Ruud van Nistelrooy. Wolves tapaði 2-1 á heimavelli gegn Ipswich svo dagar Gary O‘Neil gætu verið taldir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara

Liverpool og Fulham gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool voru einum færri í sjötíu mínútur í leiknum en tókst engu að síður að koma til baka í tvígang.

Enski boltinn
Fréttamynd

Svona eru riðlarnir í undan­keppni HM

Ísland lenti í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Dregið var í dag í beinni útsendingu á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías braut bein í Porto

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson endaði á sjúkrahúsi í gærkvöld, eftir að hafa meiðst þegar tuttugu mínútur voru eftir af leik Midtjylland við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta.

Fótbolti