Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Á­reittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah

Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Isak bestur í desem­ber

Alexander Isak, framherji Newcastle United, var valinn leikmaður desember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði átta mörk og lagði upp tvö í sex leikjum í desember.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Liverpool tapar titlinum ef þessi vit­leysa heldur á­fram“

Liverpool átti afskaplega gott haust undir stjórn nýs stjóra, Hollendingsins Arne Slot, og sat á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu um áramót. Mikið þarf að gerast til að Púllarar kasti frá sér toppsæti deildarinnar, samkvæmt fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Starfsviðtöl að baki og nú þarf að á­kveða sig

Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Högmo kom ekki í við­tal hjá KSÍ

Norðmaðurinn Per Matthias Högmo var ekki boðaður til viðtals hjá KSÍ vegna landsliðsþjálfarastarfs karla í fótbolta. Hann hefur verið orðaður við starfið en er að taka við Molde í heimalandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil­vægasta ráðning í langan tíma“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar fundar með KSÍ

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

Fótbolti