Svona er Keflavíkurflugvöllur að breytast Keflavíkurflugvöllur er að breytast og stækka til muna. Margir veitingastaðir og verslanir eru að hverfa og nýtt kemur inn. Lífið 31. maí 2023 10:10
Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Erlent 30. maí 2023 22:35
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Innlent 30. maí 2023 21:00
Vigta farþega áður en þeir stíga um borð Flugfélag Nýja-Sjálands hyggst vigta alla farþega sem stíga um borð í flugvélar félagsins í júlímánuði. Er það gert til að finna út meðalþyngd farþega. Erlent 30. maí 2023 19:49
Fyrsta áætlunarflug kínverskrar farþegaþotu Farþegaþota smíðuð af kínverskum flugvélaframleiðenda flaug fyrsta áætlunarflug sitt frá Sjanghæ til Peking á sunnudag. Kínverjar hyggjast veita risum á borð við Boeing og Airbus samkeppni á flugvélamarkaði með vélinni. Erlent 28. maí 2023 11:41
Elda ofan í flugstöðvargesti Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. Um er að ræða annan af tveimur veitingastöðum nýs rekstraraðila veitingastaða í Leifsstöð. Innlent 27. maí 2023 22:21
Ný verslun Eyesland á Keflavíkurflugvelli styðst við gervigreind „Hér var mikið stuð og allir sammála um að vel hefði tekist til. Sjálfri finnst mér þetta vera ein flottasta gleraugnaverslun í heimi,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Provision en splunkuný verslun undir merkjum Eyesland var opnuð í vikunni á Keflavíkurflugvelli. Lífið samstarf 26. maí 2023 14:21
Opnaði dyr farþegaþotu á flugi Lögreglan í Suður-Kóreu handtók mann í morgun sem hafði opnað dyr farþegaþotu þegar vélin var að koma inn til lendingar á Daegu alþjóðaflugvellinum. Erlent 26. maí 2023 08:54
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. Viðskipti innlent 25. maí 2023 21:42
Bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar Icelandair ætlar að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt frá 15. október til 30. nóvember. Flogið verður þrisvar í viku. Viðskipti innlent 25. maí 2023 14:21
EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Viðskipti innlent 25. maí 2023 11:31
Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Innlent 24. maí 2023 21:36
Frakkar banna stutt flug Frakkland hefur nú bannað stutt innanlandsflug ef sambærileg lestarferð er til staðar. Þetta er gert til að sporna við losun kolefnis þar sem lestarferðirnar eru töluvert umhverfisvænni. Það eru þó ekki jafn margar flugleiðir sem verða fyrir barði bannsins og upphaflega var gert ráð fyrir. Erlent 23. maí 2023 23:58
Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi. Neytendur 23. maí 2023 21:05
„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. Innlent 23. maí 2023 19:30
Aflýsa flugi en björgunarsveitir ekki farið í útköll Fjöldi flugferða á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna óveðurs. Björgunarsveitir hafa ekki farið í nein útköll sem stendur. Innlent 23. maí 2023 16:58
Þurfa að aflýsa einhverju flugi vegna hvassviðrisins Lægðin sem gengur nú yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn í dag. Bæði þarf að seinka einhverjum brottförum og þá þarf í einhverjum tilfellum að aflýsa flugi. Innlent 23. maí 2023 13:20
Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Erlent 22. maí 2023 22:10
Veðrið riðlar flugumferð á Keflavíkurflugvelli Einu flugi hefur verið flýtt vegna veðursins sem spáð er á morgun. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með spám og tilkynningum flugfélaganna. Innlent 22. maí 2023 16:38
Náða blaðamanninn sem var tekinn úr Ryanair-vél Hvítrússnesk stjórnvöld náðuðu í dag Raman Pratasevitsj, blaða- og andófsmann, sem var handtekinn eftir að flugvél Ryanair sem hann ferðaðist í var neydd til að lenda í Minsk árið 2021. Pratasevitsj hafði verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis meint brot. Erlent 22. maí 2023 12:02
Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Neytendur 20. maí 2023 23:21
Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Viðskipti innlent 20. maí 2023 12:02
Lentu loksins í Keflavík eftir næstum 40 tíma seinkun Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt. Innlent 20. maí 2023 11:13
„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Innlent 19. maí 2023 22:32
„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. Innlent 19. maí 2023 21:12
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. Innlent 19. maí 2023 20:00
Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. Innlent 19. maí 2023 17:37
Fyrsta flugið til Detroit Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar. Viðskipti innlent 18. maí 2023 17:18
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. Viðskipti 18. maí 2023 08:58
Öruggasti pylsuvagn í heimi Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Skoðun 17. maí 2023 14:30