Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 3. október 2024 13:31 Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. KMU Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Air Atlanta Reykjavík Tengdar fréttir Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21