Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Aníta vs. Poistogova: Taka tvö

Sem kunnugt er tryggði Aníta Hinriksdóttir sér í gær sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í frjálsum íþróttum sem haldið er í Prag.

Sport
Fréttamynd

Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér

Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna.

Sport
Fréttamynd

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Sport
Fréttamynd

ÍR vann bikarinn á heimavelli erkifjendanna

ÍR-ingar unnu annað árið í röð þrefaldan sigur í bikarkeppni FRÍ og nú unnu Breiðhyltingar á heimavelli FH í Kaplakrika. Heimamenn í FH urðu alls staðar í öðru sæti í þessari fyrstu bikarkeppni innanhúss sem er haldin utan Laugardalsins.

Sport
Fréttamynd

HSK/Selfoss langbest á meistaramóti krakkanna i frjálsum

Það er greinilega verið að gera frábæra hluti í frjálsum íþróttum á Suðurlandinu því sveit HSK/Selfoss vann yfirburðarsigur í stigakeppni félaga á Meistaramótinu í frjálsum hjá 11 til 14 ára sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.

Sport
Fréttamynd

Spjótkastarinn sem vann verðlaun í hástökki

Spjótkastarinn Örn Davíðsson gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss um síðustu helgi. Spjótkastið verður áfram hans aðalgrein og stefnir hann hátt í því.

Sport
Fréttamynd

Æfði í Suður-Afríku yfir áramótin

Aníta Hinriksdóttir tók á móti nýju ári hinum megin á hnettinum því lokaundirbúningur hennar fyrir innanhússtímabilið fór fram um mitt sumar þrátt fyrir að það væru mánaðarmótin desember-janúar.

Sport