

Gagnrýni
Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Sprengikraftur í Norræna húsinu
Sérlega fallegur, innblásinn flutningur.

Ógnarplága og töfraraunsæi
Hressandi og frumleg viðbót við íslenska unglingabókaflóru. Sagan er dálítið lengi í gang en fléttan er virkilega spennandi og vel útpæld.

Mjög, mjög gott
Spennandi og feiknavel skrifuð þar sem bæði samfélagslýsingar og glæpamál halda lesandanum kirfilega við efnið. Með betri bókum Arnaldar.

Mannleg flóttamannasaga
Dheepan eftir franska leikstjórann Jaques Audiard vann gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en hún segir frá þremur flóttamönnum frá Srí Lanka; manni, konu og ungri stúlku, sem þekkjast ekkert en þykjast vera fjölskylda til að geta flúið ástandið í heimalandinu og setjast að í Frakklandi.

Í kappi við tímann
Ágætlega af stað farið en næst ekki að vinna vel úr góðum hugmyndum.

Fallegt sjónarspil eins og flugeldasýning er
Áferðarfagurt dansverk þar sem megináhersla virðist vera á útlit en ekki innihald dansins.

Fantagóð fantasía fyrir krakka
Skemmtileg og spennandi fantasía þar sem sérstaklega er vandað til verka á sviði persónusköpunar, kynjahlutfalla og málfars.

Kókaínsmygl og lesbíuleyndarmál
Skemmtileg og spennandi glæpasaga og endirinn kemur á óvart.

Stórbrotinn og ástríðukenndur
Stórgóðir tónleikar Johns Grant og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlistin var heillandi, flutningurinn framúrskarandi.

Leikræn tilþrif og samhæfð dansspor
Vel æft dansverk sem var fullt af gleði, en vantaði dýpt og varð fyrir vikið heldur yfirborðskennt.

Þvílík Bondbrigði
Þrátt fyrir flott og skemmtileg hasaratriði nær Spectre ekki flugi.

Spaugstofan okkar snýr aftur - og nú á svið
Drengirnir hafa engu gleymt.

Glundroði í Garðabæ
Meingallað handrit. Á veikum grunni er ómögulegt að byggja.

Dularfullar dúkkur
Hrollvekjandi bók fyrir yngstu spennufíklana, sem líka fjallar um vináttuna, falleg fjölskyldubönd og það að læra að lifa með sorginni.


Furðulega indælt stríð
Heillandi og vel skrifaðar endurminningar sem erfitt er að leggja frá sér.

Það er dásamlegt að villast í hverfinu hérna
Fádæma snjöll og vel skrifuð skáldsaga um leit að liðnum tíma og óttann við hvað kunni að vera þar að finna.

Rakarinn gæti verið betri
Söngvararnir voru flestir góðir, hljóðfæraleikurinn framúrskarandi. En sýningin í heild einkenndist af aulahúmor og leikmyndin var pínleg áhorfs.

Dinnertónlist sem átti ekki við
Afar slæmir tónleikar sem einkenndust af feilnótum, minnisgloppum og ómótaðri túlkun.

Mávurinn í nýjum ham
Stórbrotin sýning. Ljómandi samleikur undir stjórn spennandi leikstjóra.

Þögnin og tónninn sem bjargar lífi
Magnaðir tónleikar sem hefðu þurft markvissara handrit.

Hamingja fyrir byrjendur
Skemmtileg bók um dekurrófu sem leitar hamingjunnar en átti alveg innistæðu fyrir því að fylgja eftir góðum sprettum og fara dýpra.

Strokubörnin mætt til leiks á ný
Spennandi og vel skrifuð fantasía sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Sagan er táknræn og býður upp á spjall um alvörumálefni, en söguefnið á vel við samtímann.

Lífsbaráttan bræðir úr sér
Fín frammistaða Björns Hlyns og Ingvars nær ekki að slíta sýninguna frá daufri leikstjórn.

Langt en ekki leiðinlegt
Níunda sinfónía Schuberts var hrífandi og píanókonsert Skrjabíns var unaður.

Sprengjan sem aldrei sprakk
Kraftlaus sýning sem líður fyrir útþynnt handrit og ófrumlega leikstjórn.

Stund sem aldrei verður endursköpuð
Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, segist hafa fengið sjokk á sviðinu þegar eitt lag var eftir, þar sem hann féll í algeran trans á sviðinu og rankaði ekki við sér fyrr en á lokametrunum. „Stund sem ég gleymi aldrei.“

Falleg en full kunnugleg þroskasaga
Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri.

Kærleikurinn er kjarni málsins
Trúðarnir snúa aftur í öllu sínu veldi. Því ber hressilega að fagna.

Fullt af hamingju, sigri hrósandi
Spennuþrungin túlkun og himneskur söngur. Þetta voru frábærir tónleikar.