
Tiger í góðum gír | meiðslin úr sögunni og klár fyrir Mastersmótið
Tiger Woods virðist vera klár í slaginn fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, sem hefst þann 5. apríl á Augusta vellinum í Georgíu. Bandaríski kylfingurinn lék á góðgerðamóti í gær þar sem hann lék betri bolta með Englendingnum Justin Rose. Þeir léku samtals á 9 höggum undir pari eða 63 höggum.