„Jovan Kukobat skuldaði frammistöðu eftir síðasta leik“ Afturelding vann sannfærandi sjö marka sigur á Selfyssingum í 10. umferð Olís deildarinnar 38-31. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með hvernig hans lið svaraði jafnteflinu í síðustu umferð. Handbolti 21. nóvember 2022 21:50
„Þetta var rosalega erfiður leikur“ „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 33-31 | FH-ingar á sigursiglingu FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30. Handbolti 21. nóvember 2022 21:10
María sagði frá möntru pabba „kóngs“ Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er skiljanlega stolt af pabba sínum, Þóri Hergeirssyni, sem orðinn er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. Handbolti 21. nóvember 2022 13:00
Þórir tók Evrópumetið af Bengt og Breivik og heimsmetið af Onesta Þórir Hergeirsson tók til sína alls konar met með frábærum árangri sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem lauk í gær. Handbolti 21. nóvember 2022 10:01
Leipzig sýndi Patreki áhuga sem segir kitla að þjálfa í Þýskalandi Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var í viðtali í nýjasta þætti hlaðvarpsins Handkastið sem fjallar um Olís-deildina í handknattleik. Þar kom fram að Leipzig hefði kannað stöðuna hjá honum áður en Rúnar Sigtryggsson var ráðinn. Handbolti 20. nóvember 2022 23:31
Noregur kom til baka og tryggði sér níunda Evrópumeistaratitilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í handknattleik þegar þær unnu 27-25 sigur á Dönum í úrslitaleik. Þórir Hergeirsson vinnur þar með sín níundu gullverðlaun á stórmóti sem þjálfari norska liðsins. Handbolti 20. nóvember 2022 21:07
Svartfjallaland tryggði sér bronsverðlaun eftir framlengingu Svartfjallaland tryggði sér bronsverðlaun á Evrópumótinu í handknattleik þegar þær lögðu Frakka 27-25 í framlengdum leik. Þetta eru þriðju verðlaun Svartfellinga á stórmóti. Handbolti 20. nóvember 2022 18:53
Viggó öflugur þegar Leipzig vann þriðja leikinn í röð Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig þegar liðið lagði Stuttgart 33-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins. Handbolti 20. nóvember 2022 18:40
Jafnt í Íslendingaslag í Þýskalandi Íslendingaliðin Melsungen og Flensburg áttust við í fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 20. nóvember 2022 14:45
Þórir Hergeirs forviða á spurningu blaðamanns | „Heimskasta spurning sem ég hef heyrt“ Þórir Hergeirsson er á leið í enn einn úrslitaleikinn á stórmóti í dag þegar stelpurnar hans í norska handboltalandsliðinu mæta Dönum í úrslitaleik EM. Handbolti 20. nóvember 2022 07:00
Þakkar Seinni bylgjunni fyrir - ,,Ekki gerst síðan út á Nesi árið 2003” Ragnar Þór Hermannsson, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með átta marka sigur Hauka gegn HK í Olís-deild kvenna í dag. Bæði lið voru með tvö stig fyrir þennan leik; Haukar í sjötta sæti og HK í áttunda sæti. Sport 19. nóvember 2022 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 35-27 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslag Haukar unnu marka sigur á HK - Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og heimakonur bjuggu til forskot sem þær létu ekki af hendi. Handbolti 19. nóvember 2022 21:42
Íslendingalið á sigurbraut Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöldleikjum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Handbolti 19. nóvember 2022 21:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 38-28 | Fyrsti sigur Ásgeirs og Haukar upp úr fallsæti Haukar unnu sinn fyrsta leik síðan 22. september. Haukar tóku frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru í bílstjórasætinu allan leikinn og heimamenn unnu tíu marka sigur 38-28.Það var mikill hiti í leiknum og fengu Heimir Óli og Petar Jokanovic báðir beint rautt. Handbolti 19. nóvember 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Hörður 27-27 | Harðverjar sóttu sitt fyrsta stig í sögunni í efstu deild Grótta tók á móti Herði í 11.umferð Olís-deildar karla. Hörður, er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni eftir jafntefli á móti Gróttu í æsisspennandi leik. Handbolti 19. nóvember 2022 19:50
„Núna er mér alveg drullusama um þetta undir lokin“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var skýjum ofar eftir sigurinn á Fram í Úlfarsárdalnum í dag, 30-31. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum en voru nálægt því að kasta sigrinum frá sér undir lokin. Handbolti 19. nóvember 2022 19:17
Ómar Ingi markahæstur í tapi gegn Kiel Meistaralið Magdeburg beið lægri hlut fyrir Kiel í stórleik helgarinnar í þýska handboltanum. Handbolti 19. nóvember 2022 18:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 30-31 | Ber er hver að baki nema sér Bruno eigi KA varð í dag fyrsta liðið til að vinna Fram á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal í Olís-deild karla. Lokatölur 30-31, KA-mönnum í vil. Handbolti 19. nóvember 2022 18:45
„Skutum á markið eins og ég veit ekki hvað“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tapið fyrir KA, 30-31, í Olís-deild karla í dag. Hann er orðinn langþreyttur á lélegri færanýtingu sinna manna. Handbolti 19. nóvember 2022 18:42
Valskonur áfram með fullt hús stiga Valur trónir á toppi Olísdeildarinnar í handbolta og styrkti stöðu sína með tveggja marka sigri á KA/Þór að Hlíðarenda í dag. Handbolti 19. nóvember 2022 17:52
Sigurður Bragason: Þetta var bara svolítil geðveiki ÍBV vann frábæran sigur á Fram á útivelli fyrr í dag í Olís-deild kvenna í handknattleik en fyrir leikinn voru liðin jöfn í deildinni. Framarar voru einu skrefi á undan bróðurpart leiksins en rétt undir lokinn snéru Eyjakonur blaðinu við og sigldu sigrinum heim. Lokatölur í Framhúsi 25-27. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var hæstánægður að leik loknum. Handbolti 19. nóvember 2022 16:15
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 25-27 | ÍBV kom til baka í síðari hálfleik og vann sætan sigur ÍBV vann góðan útisigur á Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag en fyrir leik voru liðin jöfn stiga í deildinni. Lokatölur 25-27 en Eyjakonur komu til baka í síðari hálfleik og sigldu sigrinum heim. Handbolti 19. nóvember 2022 15:30
Ísland dróst gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM Nú rétt í þessu var dregið í umspil Evrópuþjóða fyrir heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Ísland dróst gegn Ungverjalandi en umspilsleikirnir fara fram í apríl á næsta ári. Handbolti 19. nóvember 2022 13:02
Elliði Snær um Guðjón Val: „Hann hefur gert allt og það er rosalega gott að leita ráða hjá honum“ Elliði Snær Viðarsson er að gera góða hluti hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið. Þá er Elliði orðinn fastamaður í landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni með liðinu á HM í janúar. Handbolti 19. nóvember 2022 11:31
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 35-29 | Logar serían fram að jólum? Valsmenn unnu Stjörnuna í fyrsta leik tíundu umferðar Olís-deildar karla í handbolta, 35-29, þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Handbolti 18. nóvember 2022 22:04
Oddur og Daníel Þór á toppnum í Þýskalandi Íslendingarlið Balingen-Weilstetten er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir þriggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 23-26. Þeir Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason leika með Balingen. Handbolti 18. nóvember 2022 22:01
„Mér fannst hann tæta okkur“ Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 18. nóvember 2022 21:44
Noregur mætir Danmörku í úrslitum EM Noregur, lið Þóris Hergeirssonar, er komið í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir frábæran sigur á Frakklandi í kvöld. Noregur er ríkjandi meistari en lið Þóris varð Evrópumeistari eftir sigur á Frakklandi árið 2020. Handbolti 18. nóvember 2022 21:00
Danmörk í úrslitaleik Evrópumótsins Danmörk er komið í úrslit EM kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Svartfjallalandi, lokatölur 27-23. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort það verði Noregur eða Frakkland sem mætir Danmörku í úrslitum. Handbolti 18. nóvember 2022 19:01