Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Gull, silfur og brúð­kaup

Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum.

Handbolti
Fréttamynd

Bóna bíla til að eiga fyrir Evrópu­keppni

Það er gömul saga og ný að kostnaðarsamt sé fyrir íslensk íþróttalið að taka þátt í Evrópukeppnum í handbolta. Haukakonur ætla að þrífa bíla um helgina til að safna fyrir sinni þátttöku.

Handbolti
Fréttamynd

„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“

„Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera.

Handbolti
Fréttamynd

Hver er þessi þýski Peters­son sem skaut Frakkana í kaf?

Íslenskum handbolta barst góður liðsstyrkur á sínum tíma þegar Alexander Petersson fékk ríkisborgararétt og byrjaði að spila með íslenska landsliðinu. Ein helsta handboltaþjóð heims, Þýskaland, hefur nú einnig fengið góðan liðsauka frá Lettlandi.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar í úr­slit eftir dramatík

Frakkland varð í dag fyrra landið til þess að tryggja sig inn í úrslitaleikinn í handbolta kvenna á ÓL í París. Frakkar skelltu þá Svíum, 31-28, eftir framlengdan leik.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar og Danir í undan­úr­slit

Frakkland og Danmörk komust í undanúrslit í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum. Danmörk mætir að líkindum Noregi, sem leikur undir stjórn Þóris Hergeirssonar.

Handbolti