„Stelpurnar stóðust pressuna“ Valur vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins árið 2024. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn. Handbolti 9. mars 2024 15:43
Ívar Bessi fótbrotinn og missir af bikarúrslitaleiknum Eyjamenn urðu fyrir áfalli í aðdraganda bikarúrslitaleiks karla í handbolta þegar í ljós kom að meiðsli Ívars Bessa Viðarssonar voru alvarleg. Handbolti 9. mars 2024 15:21
„Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. Sport 8. mars 2024 23:30
Elvar með sex í sigri gegn Oddi og Daníel Melsungen vann botnlið Balingen á útivelli, 25-22, í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 8. mars 2024 20:35
Elísa öflug og ÍBV endar í fjórða Eyjakonur sóttu afar öruggan sigur til Akureyrar í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 18-27. Handbolti 8. mars 2024 19:11
„Hjartað í liðinu“ braut sköflunginn í Höllinni Það var strax ljóst að Katla María Magnúsdóttir hefði meiðst alvarlega þegar hún lá eftir óvíg, og augljóslega sárkvalin, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta í gærkvöld. Handbolti 8. mars 2024 17:59
Íslenska lífið heillaði Vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson er núna að ganga í gegnum sína síðustu mánuði úti í atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi. Eftir ellefu ár úti í mennskunni eru nú á döfinni flutningar heim með fjölskyldunni, konu og tveimur dætrum, heim á æskuslóðirnar á Akureyri þar sem að hann kemur til með að leika fyrir uppeldisfélag sitt Þór. Fjölskyldan var farinn að þrá íslenska lífið. Handbolti 8. mars 2024 10:01
Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“ Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti. Handbolti 8. mars 2024 08:01
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 26-25 | Stjarnan í bikarúrslit eftir framlengdan leik Stjarnan vann eins marks sigur gegn Selfyssingum 26-25 í ótrúlegum leik. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni hafði Stjarnan betur og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn. Handbolti 7. mars 2024 22:11
Viggó og Aldís Ásta markahæst en misánægð Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Leipzig í kvöld þegar liðið vann tveggja marka sigur á Stuttgart, gamla liðinu hans Viggós, í þýsku 1. deildinni í handbolta. Lokatölur 27-25. Handbolti 7. mars 2024 20:33
Ágúst: „Það er kannski svona okkar uppskrift“ Valur mun leika til bikarúrslita kvenna á laugardaginn kemur. Varð það ljóst eftir öruggan sigur gegn ÍR í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 21-29 þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst með níu mörk. Handbolti 7. mars 2024 20:17
Íslendingaliðið fékk síðasta farmiðann Íslendingarnir þrír í Evrópumeistaraliði Magdeburg fögnuðu góðum 30-28 sigri gegn Veszprém á útivelli í Ungverjalandi í kvöld, sem tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Handbolti 7. mars 2024 20:03
Umfjöllun: ÍR - Valur 21-29 | Valskonur á kunnuglegum slóðum ÍR-ingar freistuðu þess að komast í bikarúrslit kvenna í handbolta í fyrsta sinn síðan 1984 en urðu að sætta sig við stórt tap gegn Valskonum, fastagestum í bikarúrslitum. Handbolti 7. mars 2024 17:16
Árangur vetrarins skiptir litlu í kvöld Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir er klár í slaginn með Selfossi fyrir undanúrslitaleik liðsins við Stjörnuna í Powerade-bikarnum í handbolta í kvöld. Selfoss er eina B-deildarliðið sem komst á þetta stig keppninnar. Handbolti 7. mars 2024 15:00
Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“ Valsmenn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynsluboltanum Alexander Petersson sem meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ólíklegt að Alexander verði með liðinu í úrslitaleik bikarsins gegn ÍBV á laugardag. Handbolti 7. mars 2024 11:01
Leið yfir landsliðsmarkvörðinn í miðjum leik Norski landsliðsmarkvörðurinn Katrine Lunde endaði á bráðamóttökunni í gærkvöldi eftir óhugnanlegt atvik í leik Vipers Kristiansand og Romerike Ravens í norsku deildinni. Handbolti 7. mars 2024 06:30
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 26-32 | Valur flaug inn í úrslitin Valsarar áttu ekki í neinum vandræðum með að slá út Stjörnuna í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta. Handbolti 6. mars 2024 22:54
Hrannar: „Mér er drull, svona er ég“ Stjarnan er úr leik í Powerade bikarnum eftir að hafa tapað gegn Val í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 26-32 í leik þar sem Stjarnan átti á brattann að sækja stærstan hluta leiksins. Handbolti 6. mars 2024 22:21
Stig dugði Hauki ekki til að toppa PSG Haukur Þrastarson var í liði Kielce í kvöld þegar pólska liðið gerði jafntefli við Aalborg í Danmörku, 35-35, í lokaumferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti 6. mars 2024 21:41
„Ógeðslega gaman og verður aldrei þreytt“ Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að fagna í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í kvöld, 33-27. Handbolti 6. mars 2024 20:41
„Þeir voru bara betri, það er ekkert flóknara en það“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir að lið hans féll úr leik í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta eftir sex marka tap gegn Haukum í kvöld, 33-27. Handbolti 6. mars 2024 20:18
„Þetta er bara geggjað“ „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. Handbolti 6. mars 2024 20:06
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. Handbolti 6. mars 2024 19:33
Sigvaldi frábær en Kiel best Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik fyrir Kolstad þegar norska liðið kvaddi Meistaradeild Evrópu þetta árið með öruggum sigri á Pelister, 34-27. Handbolti 6. mars 2024 19:20
Alltaf það fallegasta við þetta Valur mætir Stjörnunni í einum af tveimur undanúrslitaleikjum Powerade bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Undanúrslitin leggjast vel í Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals sem segir alltaf jafn mikil forréttindi að taka þátt í bikarhátíðinni. Þá hrósar hann HSÍ fyrir einstaklega góða umgjörð í kringum úrslitaleiki yngri flokka. Handbolti 6. mars 2024 16:01
Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. Handbolti 6. mars 2024 08:00
Stórleikur Óðins Þórs dugði skammt Kadetten Schaffhausen mátti þola þriggja marka tap gegn Vojvodina í Evrópudeild karla í handbolta. Lokatölur 24-21 en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þriðjung marka sinna manna í kvöld. Handbolti 5. mars 2024 22:30
Orri Freyr öflugur þegar Sporting tryggði sér toppsætið Orri Freyr Þorkelsson sem spilaði sinn þátt í góðum sigri Sporting þegar liðið tryggði sér sigur í milliriðli sínum í Evrópudeild karla í handbolta. Teitur Örn Einarsson skilaði einnig sínu þegar Flensburg vann stórsigur á Bjerringbro-Silkeborg. Handbolti 5. mars 2024 20:16
Fast skot og olnboginn enn að angra Viktor Gísla Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson varð að hætta við þátttöku í vináttulandsleikjunum við Grikkland síðar í þessum mánuði, vegna meiðsla í olnboga. Handbolti 5. mars 2024 17:30
Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Handbolti 5. mars 2024 15:31