Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Norska handboltasamabandið ætlaði að komast fram hjá „óskráðum“ reglum um skráningu tveggja leikmanna liðsins á Evrópumótið en evrópska sambandið tekur það ekki í mál. Handbolti 29. nóvember 2024 06:48
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. Handbolti 28. nóvember 2024 23:17
Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Gott gengi Sporting í Meistaradeild Evrópu í handbolta hélt áfram þegar liðið rúllaði yfir Dinamo Búkarest, 34-25, í kvöld. Sporting hefur unnið alla fimm heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Handbolti 28. nóvember 2024 21:41
Hófu titilvörnina með öruggum sigri Noregur hóf titilvörn sína á EM með öruggum sigri á Slóveníu, 33-26, í E-riðli. Svíþjóð og Frakkland unnu einnig sína leiki. Handbolti 28. nóvember 2024 21:27
Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð vann ÍR góðan sigur á Fjölni, 41-33, í nýliðaslag í Olís deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 17-17, en í seinni hálfleik reyndust ÍR-ingar sterkari. Handbolti 28. nóvember 2024 21:09
Fimmta tap Gróttu í röð KA hafði sætaskipti við Gróttu eftir öruggan sigur, 29-23, í leik liðanna í Olís deild karla í kvöld. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Seltirningar í því níunda. Bæði lið eru með níu stig. Handbolti 28. nóvember 2024 20:42
Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Veszprém náði fjögurra stiga forskoti á toppi A-riðils Meistaradeildar Evrópu með öruggum sigri á Eurofarm Pelister, 33-26, á heimavelli í kvöld. Handbolti 28. nóvember 2024 19:25
Heimaliðin byrja vel á EM Austurríki og Ungverjaland fóru vel af stað á EM kvenna í handbolta en fyrstu þremur leikjum mótsins er lokið. Handbolti 28. nóvember 2024 18:39
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. Handbolti 28. nóvember 2024 16:02
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. Handbolti 28. nóvember 2024 12:54
Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sú ákvörðun Noru Mørk að vera álitsgjafi í sjónvarpi um Evrópumótið í handbolta mæltist ekki vel fyrir hjá Þóri Hergeirssyni, þjálfara norska kvennalandsliðsins. Handbolti 28. nóvember 2024 11:51
Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja. Handbolti 28. nóvember 2024 08:32
Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun. Handbolti 28. nóvember 2024 07:25
Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu samtals tíu mörk þegar Kolstad mætti Pick Szeged frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Það dugði ekki til þar sem Janus Daði Smárason fór á kostum í sigurliðinu. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo allt í öllu í frábærum sigri á stórliði Barcelona. Handbolti 27. nóvember 2024 21:39
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. Handbolti 27. nóvember 2024 19:32
Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Tveir lykilleikmenn í stórkostlegum árangri norska kvennalandsliðsins í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafa nú fengið vinnu sem sérfræðingar í sjónvarpi á Evrópumótinu sem hefst á morgun. Handbolti 27. nóvember 2024 16:32
ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Ríkjandi bikarmeistarar Vals í handbolta karla þurfa að slá út Gróttu og svo Fram til þess að komast í fjögurra liða úrslitavikuna í Powerade-bikarnum. Dregið var í 8-liða úrslit í dag. Handbolti 27. nóvember 2024 12:41
„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. Handbolti 27. nóvember 2024 12:03
Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram ÍBV hefur verið dæmdur 10-0 sigur í leiknum gegn Haukum fyrir rúmri viku, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Handbolti 27. nóvember 2024 10:52
Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga FH mætti Fenix Toulouse í lokaleik sínum í H-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Heimamenn gerðu aðeins sjö mörk í fyrri hálfleik og töpuðu að lokum 25-29. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Handbolti 26. nóvember 2024 22:21
„Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Evrópukeppni FH-inga lauk með fjögurra marka tapi gegn Fenix Toulouse 25-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ósáttur með fyrri hálfleik liðsins. Sport 26. nóvember 2024 22:02
Porto lagði Val í Portúgal Valsmenn máttu þola átta marka tap gegn Porto ytra í Evrópudeild karla í handbolta, lokatölur 37-29. Handbolti 26. nóvember 2024 21:31
Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Haukar unnu góðan og nokkuð óvæntan sigur í Mosfellsbæ þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 26. nóvember 2024 20:43
Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint út sagt magnaður þegar lið hans Kadetten vann stórsigur á Tatran Prešov frá Slóvakíu í Evrópudeild karla í handbolta. Handbolti 26. nóvember 2024 19:47
Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Seinni umferð Olís deildar karla í handbolta fer af stað í kvöld en öll liðin hafa mæst á þessari leiktíð. Það þótti góður tímapunktur til að reikna út sigurlíkur liðanna í framhaldinu. Handbolti 26. nóvember 2024 16:31
Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Samfélagsmiðladeild FH leyfði stuðningsmönnum sínum og öðrum handboltaáhugamönnum að skyggnast bak við tjöldin í leik liðsins gegn Gummersbach í Evrópudeildinni. Handbolti 26. nóvember 2024 13:01
HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Herði á Ísafirði hefur verið dæmdur 10-0 sigur gegn HK 2 í Grill 66 deild karla í handbolta þar sem HK-ingar ákváðu að mæta ekki til leiks. Harðverjar eru ósáttir og vilja að HK-ingar verði beittir viðurlögum. Handbolti 26. nóvember 2024 12:43
Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handboltamaðurinn Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir Noregsmeistara Kolstad frá Rhein-Neckar Löwen. Þar hittir hann fyrir yngri bróður sinn, Benedikt Gunnar. Handbolti 25. nóvember 2024 15:45
Tímabært að breyta til „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Handbolti 25. nóvember 2024 09:00
Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Benedikt Gunnar Óskarsson fór fyrir Íslendingahersveit Kolstad í norska handboltanum í kvöld þegar liðið vann öruggan tólf marka sigur á Kristiansand 37-25. Handbolti 24. nóvember 2024 18:51