Rösk ganga til heilsubótar Í byrjun mánaðarins fór af stað kraftgönguhópur í Fossvoginum sem þau Guðmundur A. Jóhannsson og Fjóla Þorsteinsdóttir, einkaþjálfari og þolfimikennari, standa fyrir. Æfingar eru tvisvar í viku og stundar hver hópur þær fjórar vikur í senn. Menning 9. ágúst 2004 00:01
Fæ ferskt loft í lungun "Ég hjóla mjög mikið. Ég hjóla alltaf í vinnuna þó að ég eigi bíl. Ég bara kýs að hjóla og mér finnst það mjög þægilegt. Þetta er góð hreyfing og ég fæ ferskt loft í lungun. Ég finn mikinn mun á mér síðan ég byrjaði að hjóla og er kominn með mjög gott þol," segir Steinarr Logi Nesheim, söngvari hljómsveitarinnar Kung Fu. Menning 9. ágúst 2004 00:01
Of mikið af hinu góða Getur maður gert of mikið af hinu góða? Ég fór að velta þessu fyrir mér og niðurstaða mín er sú að það fer eftir því hvað maður kallar hið góða. Ég veit um marga sem tala um "hið ljúfa líf" og eiga þá við áfengisdrykkju, stórar steikur, vindlareykingar og annað í þeim dúr. Menning 9. ágúst 2004 00:01
Instant karma Líkami og sál Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um að taka afleiðingum gjörða sinna. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Kvörtun yfir læknismeðferð Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð hér á landi getur hann beint kvörtun sinni til landlæknis eða nefndar um ágreiningsmál, samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Stress hættulegra hjá körlum Stress leiðir til hjarta- og æðasjúkdóma í ríkari mæli hjá körlum en konum, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Sodo gelin Sodo gel er nýjung á íslenskum markaði. Þrenns konar gel standa til boða, brjóstagel sem nota má á brjóstin, upphandleggi og háls, andlitsgel sem má nota á andlitið og rasskinnagel má nota á rasskinnar, maga og læri. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Munur á að skauta og skauta rétt "Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæmis," segir Helgi Páll Þórisson, annar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimmta sumar í bransanum. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Alka-Seltzer á Íslandi Í fyrsta skipti á Íslandi er nú hægt að kaupa þynnkubanann og verkjalyfið fræga Alka-Seltzer sem ferðamenn hafa borið með sér að utan í áratugi. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Morgunkorn óhollara í Bretlandi Enskt morgunkorn er óhollara en sama morgunkorn í öðrum löndum, samkvæmt könnun gerðri af breska dagblaðinu Daily Mail. Leiddi könnunin í ljós að í Kelloggs-kornflögum seldum í Englandi, er sykurinnihald um tíu prósentum hærra og saltinnihald um tuttugu og fimm prósentum hærra en í sömu kornflögum seldum í Bandaríkjunum. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Ný lyf við psoriasis Ný lyf við psoriasis sem þykja lofa góðu hafa verið framleidd í Bandaríkjunum. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Mjóir vikudagar "Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Leyfðu þér að snakka Borðaðu aðeins minna í öll mál til að geta leyft þér að "snakka" á milli mála ef þú endilega þarft. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Eldingavari við bílveiki Í framhaldi af grein um bílveiki hér á síðunum hafa margir lesendur komið að máli við blaðið með ábendingar sem reynast vel við bílveiki. Algengast var að fólk benti á eldingavara sem góða lausn. Menning 3. ágúst 2004 00:01
Sviti til ama Mikill sviti getur að sjálfsögðu verið til mikils ama. Nýlega leyfði FDA (Lyfjaeftirlit BNA) notkun Botox gegn einkennum primary axillary hyperhydrosis. Menning 27. júlí 2004 00:01
Ávextir og grænmeti bjarga Lítil grænmetis- og ávaxtaneysla er meðal sjö helstu áhættuþátta ótímabærra dauðsfalla í Evrópu samkvæmt nýjustu skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Menning 27. júlí 2004 00:01
Hreyfingarleysi dauðadómur Hreyfingarleysi veldur enn fleiri ótímabærum dauðsföllum en reykingar, ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið í Hong Kong. Menning 27. júlí 2004 00:01
Leikir eru frískandi "Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. Menning 27. júlí 2004 00:01
Lægri slysatíðni barna Í rannsókn sem Erik Brynjar Schweitz Eiríksson læknanemi gerði nýlega í samvinnu við Slysaskrá Íslands, landlæknisembættið og fleiri kemur fram að slysum á börnum á aldrinum 0-4 ára hefur verulega fækkað í heimahúsum og frítíma fjölskyldunnar. Menning 27. júlí 2004 00:01
Ekki standa hjá og horfa á! Líkami og sál Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um nauðganir um verslunarmannahelgi Menning 26. júlí 2004 00:01
Er með líkamsrækt á heilanum "Ég er með líkamsrækt á heilanum, hvorki meira né minna. Það finnst að minnsta kosti sumum í kring um mig," segir Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður þegar hún er beðin að lýsa aðeins sínum lífsstíl. Menning 26. júlí 2004 00:01
Ekki standa hjá og horfa á! Líkami og sál Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um nauðganir um verslunarmannahelgi Menning 26. júlí 2004 00:01
Góður svefn drífur líkamann Margir telja sér trú um að ekki sé hægt að vakna á morgnana fyrr en búið er að hella í sig einum rótsterkum kaffibolla og enn aðrir rífa sig upp á sykuráti. Það er reyndar ótrúlegt hversu lengi líkaminn og hugurinn geta gengið á litlum svefni og margir sofa aldrei nóg.<b><font face="Helv" color="#000080" size="5"></font></b> Menning 26. júlí 2004 00:01
Ný sturtusápa frá NIVEA Í NIVEA-línuna hefur nú bæst við ný rakagefandi sturtusápa með nýstárlegum nuddhaus sem gerir kleift að nudda húðina í sturtunni og auka þannig blóðstreymi til húðarinnar. Menning 26. júlí 2004 00:01
Mamma, ég þarf að gubba! Bílveiki getur verið hið versta mál og komið í veg fyrir að fólk njóti annars skemmtilegra ferðalaga. Bílveikin er skilgreind sem ein tegund af ferðaveiki sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Menning 26. júlí 2004 00:01
Dregur úr of háu kólesteróli Allir vilja hugsa vel um heilsuna og er fólk sífellt meðvitaðra um hvað það lætur ofan í sig. Margir stökkva til og henda öllu því í sem hefur yfirbragð heilsufæðis en átta sig kannski ekki alltaf á því hvað er nákvæmlega svona hollt við vöruna sem það kaupir. Menning 19. júlí 2004 00:01
Að muna betur Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldrun. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mismiklum mæli. Menning 19. júlí 2004 00:01
Skylmast í svefni Ég las mikið sem barn og þar á meðal Prins Valíant, ef til vill það hafi haft einhvern áhrif en mér hefur alltaf þótt skylmingar rosalega spennandi," segir Þorbjörg Ágústsdóttir, Norðurlanda- og Íslandsmeistari kvenna í skylmingum. Menning 19. júlí 2004 00:01
María Heba fann sig í dansinum "Ég var sko aldrei í neinum íþróttum þegar ég var lítil. Ég var alveg ömurleg í svoleiðis. Ég var svona frekar lítil eitthvað þannig að ég var alltaf kleina í öllum leikjum. Ég var frekar mikið íþróttanörd eiginlega," segir María Heba Þorkelsdóttir leikkona. Menning 19. júlí 2004 00:01
Að axla ábyrgð á eigin lífi Heimspekingurinn Nietzsche vildi meina að enginn yrði algjörlega fullorðinn fyrr en hann axlaði fullkomna ábyrgð á eigin lífi. Fleiri hafa stutt þessa yfirlýsingu með orðum sínum og ritum. Heimspekingurinn þýski var hvorki fyrstur né síðastur til þess að koma henni á framfæri. En hvað felst í því að axla fulla ábyrgð á eigin lífi ? Menning 19. júlí 2004 00:01