200 gegn 18 þúsund Búist er við 18 þúsund manns eða svo í stúkunni er Úkraínumenn og Íslendingar takast á um umspilssæti fyrir HM 2026 í fótbolta í Varsjá síðdegis. Áhugavert verður að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks en þjálfarinn lofar breytingum. Fótbolti 16.11.2025 11:03
„Það verða breytingar“ „Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM. Fótbolti 16.11.2025 10:30
Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Írlands, segir að írska knattspyrnusambandið hafi þegar í haust boðið Heimi nýjan samning. Hann fékk einnig að vita hvað fram fór á milli Heimis og Cristiano Ronaldo á fimmtudagskvöld. Fótbolti 16.11.2025 09:33
Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Þrátt fyrir að vera manni fleiri síðasta korter leiksins urðu Belgar að sætta sig við 1-1 jafntefli við Kasakstan á útivelli í dag, í undankeppni HM karla í fótbolta. Fótbolti 15. nóvember 2025 16:02
Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu. Fótbolti 15. nóvember 2025 15:45
Tólfan boðar til partýs í Varsjá Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu. Fótbolti 15. nóvember 2025 14:00
Lofar að fara sparlega með Isak Graham Potter hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, fyrir leikinn við Sviss í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Flestar helstu stjörnur Svía vantar í liðið. Enski boltinn 15. nóvember 2025 12:58
Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Fótbolti 15. nóvember 2025 12:15
Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Samkvæmt stuðlum á veðmálasíðum er líklegast að Ísland tapi gegn Úkraínu í Varsjá á morgun og þurfi þar með að kveðja HM-drauminn. Fótbolti 15. nóvember 2025 10:47
Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Írska knattspyrnusambandið ætti að verðlauna Heimi Hallgrímsson með nýjum samningi því Íslendingurinn hefur staðið sig stórkostlega, segir írski sparkspekingurinn Pat Dolan í pistli í Irish Mirror. Fótbolti 15. nóvember 2025 09:34
Hvernig umspil færi Ísland í? Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður. Fótbolti 15. nóvember 2025 08:02
Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Leikmenn norska karlalandsliðsins í fótbolta eru á leið á sitt fyrsta stórmót, eftir 4-1 sigurinn gegn Eistlandi í Osló í gærkvöld. Þeir fögnuðu sigrinum vel og skærasta stjarnan sótti svo sjötíu hamborgara fyrir sína menn. Fótbolti 14. nóvember 2025 23:01
Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna. Fótbolti 14. nóvember 2025 22:10
Króatar á HM en draumur Færeyja úti Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar. Fótbolti 14. nóvember 2025 22:01
Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Finnar eru að kveðja sinn mesta markaskorara frá upphafi en fengu hins vegar ekki að fagna neinu marki í Helsinki í kvöld, í afar óvæntu 1-0 tapi gegn Möltu í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 14. nóvember 2025 19:03
Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Enski úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2026 á sunnudaginn. Fótbolti 14. nóvember 2025 16:33
Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Það eru ekki bara íslensku landsliðsstrákarnir sem dreymir um sæti í umspili heimsmeistaramótsins í fótbolta því nágrannar okkar í Færeyjum eiga enn smá möguleika á að ná öðru sætinu. Fótbolti 14. nóvember 2025 14:16
Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn hundraðasta landsleik í gærkvöldi þegar Íslands vann 2-0 sigur Aserbaísjan og hélt HM-vonum sínum á lífi. Fótbolti 14. nóvember 2025 12:00
Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Albert Guðmundsson skoraði sitt fjórtánda landsliðsmark í sigrinum á Aserbaísjan í gær. Með því jafnaði hann við tvær gamlar landsliðshetjur. Fótbolti 14. nóvember 2025 11:30
Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Cristiano Ronaldo er í verulegri hættu á að byrja heimsmeistaramótið 2026 í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sínum þegar Portúgal tapaði í gær 2-0 fyrir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í Írlandi. Fótbolti 14. nóvember 2025 10:02
„Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Erling Braut Haaland og félagar í norska landsliðinu eru komnir inn á HM í fótbolta næsta sumar því aðeins tölfræðiútreikningur kemur í veg fyrir það. Fótbolti 14. nóvember 2025 09:02
„Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. Sport 14. nóvember 2025 07:30
Gaman í íslenska klefanum eftir leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einu stigi frá sæti í umspili um laust sæti á HM næsta sumar eftir hagstæð úrslit í riðlinum í gærkvöldi. Fótbolti 14. nóvember 2025 06:46
Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. Fótbolti 13. nóvember 2025 23:13