Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Brady og Shayk rugla saman reitum

NFL-goðsögnin Tom Brady og ofurfyrirsætan Irina Shayk sáust fara heim saman um helgina. Þau eru sögð hafa eytt nóttinu saman og á Brady að hafa skutlað Shayk heim morguninn eftir.

Lífið
Fréttamynd

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Lífið
Fréttamynd

Dæla út leik­­fanga­­myndum í kjöl­far Bar­bie

Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa farið til hel­vítis og heim aftur

Jamie Foxx hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heilsu­fars­vanda­mál sem hafa verið að pliga hann. Leikarinn dvaldist á spítala í apríl í At­lanta borg í Banda­ríkjunum en ekki hefur komið fram um hvaða veikindi var að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Ron­aldo skýtur Kyli­e Jenner ref fyrir rass

Knatt­spyrnu­goð­sögnin Christiano Ron­aldo hefur skotist upp fyrir sam­fé­lags­miðla­stjörnuna Kyli­e Jenner og er nú sá sem rakar inn mestum pening á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Þóttist vera dáin

Mar­got Robbie segist hafa verið mikill prakkari þegar hún var barn. Hún hafi í­trekað þóst vera dáin til þess að hefna sín á barna­píunni sinni þegar hún var lítil.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa stokkið of hratt í sam­bandið með Pete

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sagði frá því í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians, að hún hafi stokkið of hratt í ástarsamband með uppistandaranum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán hjá Bar­bie-hjónum

Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Hadid hand­tekin í fríinu

Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. 

Lífið
Fréttamynd

Nýr pipar­sveinn á átt­ræðis­aldri

Raunveruleikaþættirnir Bachelor hafa lengi verið vinsælir en í haust hefst ný útgáfa af þáttunum, The Golden Bachelor. Þar er piparsveinninn ekki ungur maður í leit að fyrstu ástinni sinni heldur karlmaður á áttræðisaldri sem leitar að ástinni í annað skipti.

Lífið
Fréttamynd

Lohan er kominn í heiminn

Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eigin­manni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr.

Lífið
Fréttamynd

Dánarorsök Presley liggur fyrir

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, lést í janúar á þessu ári eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús með hjartastopp. Dánarorsök hennar liggja nú fyrir en hún lést vegna fylgikvilla þyngdartapsaðgerðar.

Lífið
Fréttamynd

Leikarar í Hollywood komnir í verkfall

Stjórn stéttarfélags leikara í Hollywood (SAG) samþykkti í kvöld að leggja niður störf á miðnætti. Verkfallið nær til um 160 þúsund leikara sem hafa undanfarið reynt að ná nýjum samningi, fyrir leikara í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, í höfn.

Erlent
Fréttamynd

„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. 

Lífið
Fréttamynd

Love Is­land stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið

Davi­de Sancli­menti, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem gerði garðinn frægan í Love Is­land, hefur rofið þögnina eftir að mynd­band birtist af honum á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann virtist neyta eitur­lyfja á skemmti­stað á I­biza.

Lífið
Fréttamynd

Stefnir í verk­fall Hollywood leikara

Verka­lýðs­fé­lag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verk­falls­að­gerða eftir að samnings­frestur rann út á mið­nætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og hand­rits­höfundar í Hollywood verða í verk­falli á sama tíma í sex­tíu ár.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki týna sjálfum sér í bransanum

Enski leikarinn Tom Holland, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Köngulóarmaðurinn, segist ekki vera mikið fyrir kvikmyndagerðarbransann. Hann vill frekar einbeita sér að því sem veitir honum hamingju. 

Lífið
Fréttamynd

Madonna á bata­vegi

Tónlistarkonan Madonna var flutt á gjörgæslu í lok síðasta mánaðar vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Hún er núna á batavegi og er strax byrjuð að endurskipuleggja tónleikaferðalagið sitt.

Lífið
Fréttamynd

Fékk af­mælis­gjöf sem kostar milljónir

Það er greinilega ekki hart í ári hjá rapparahjónunuum Cardi B og Offset. Kulture, dóttir þeirra, fagnaði fimm ára afmæli í gær og fékk ansi veglega afmælisgjöf frá foreldrum sínum, tösku sem yfir rúmlega tvær og hálfar milljónir í íslenskum krónum.

Lífið