Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Er mamma sölu­maður dauðans?

Sunnudagskvöld 2016 fæddist lítil stúlka á Akranesi sem móðirin lýsti sem litlu fullkomnu eintaki af manneskju, lífinu í sinni tærustu mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Réðu flóttamann frá Úkraínu til starfa

Roman Drahulov hefur verið ráðinn til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna en hann flúði nýverið frá heimalandi sínu Úkraínu vegna stríðsástandsins í landinu. Roman er á 23. aldursári og um leið yngsti núverandi starfskraftur hafnarþjónustunnar. Hann er jafnframt fyrsti erlendi starfsmaðurinn sem ráðinn er til Faxaflóahafna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. 

Erlent
Fréttamynd

Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu

Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Við eigum bara daga eða klukku­tíma eftir“

„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lensk stjórn­völd meti sjálf varnar­þörf landsins

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu

Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt.

Erlent
Fréttamynd

Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku

Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Segir Úkraínumenn tilbúna fyrir átökin: „Við munum berjast“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að baráttan um Donbas sé hafin en aukinn þungi hefur færst í sókn Rússa í austurhluta landsins í dag. Forsetinn sagði að Úkraínumenn munu halda áfram að berjast og það væri aðeins tímaspursmál hvenær þeir ná sínum svæðum aftur.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína.

Erlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana

Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Selenskí segir tafir á af­hendingu vopna kosta líf Úkraínu­manna

Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

„Dauðinn á ekki síðasta orðið“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi

Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil.

Skoðun