Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu

Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

War crimes in Ukraine should be punished - Justice should prevail

Dear Icelandic friends,I would like to comment the recent Facebook statement of the Ambassador of russia to Iceland regarding kind and generous solidarity and practical support of the whole Icelandic society to Ukraine in response to unseen from the WWII bloodshed and atrocities unfolded by russia in Ukraine since February 24, 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu

Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Rússi og Úkraínu­maður brjóta saman páska­egg

Fjöldi úkraínskra flótta­manna kom saman í Nes­kirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir há­tíð­legir í Rétt­trúnaðar­kirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á al­vöru úkraínskar páska­hefðir.

Erlent
Fréttamynd

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Rússar líti fram hjá nauðgunum á al­mennum borgurum

Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópu­lönd

Bretar ætla að opna aftur sendi­ráð sitt í Kænu­garði, höfuð­borg Úkraínu, og munu að­stoða Pól­verja við að gefa Úkraínu­mönnum skrið­dreka. For­seti Úkraínu varar Vestur­lönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín

„Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd.

Erlent
Fréttamynd

Hart barist í austurhluta Úkraínu og Mariupol ósigruð

Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborgini.

Erlent
Fréttamynd

Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi

„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“

Skoðun
Fréttamynd

Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða

Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Er mamma sölu­maður dauðans?

Sunnudagskvöld 2016 fæddist lítil stúlka á Akranesi sem móðirin lýsti sem litlu fullkomnu eintaki af manneskju, lífinu í sinni tærustu mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Réðu flóttamann frá Úkraínu til starfa

Roman Drahulov hefur verið ráðinn til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna en hann flúði nýverið frá heimalandi sínu Úkraínu vegna stríðsástandsins í landinu. Roman er á 23. aldursári og um leið yngsti núverandi starfskraftur hafnarþjónustunnar. Hann er jafnframt fyrsti erlendi starfsmaðurinn sem ráðinn er til Faxaflóahafna.

Viðskipti innlent