Tenging Kherson við umheiminn styrkist Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 21:53 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg. Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34