Tenging Kherson við umheiminn styrkist Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 21:53 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg. Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34