

Íslenski boltinn
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Theodór Elmar útilokar ekki að spila með KR í sumar
Íslenski landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason spilaði æfingaleik með uppeldisfélagi sínu KR í gær. Hann hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann spili á Íslandi í sumar.

Garðar Gunnlaugs samdi við Val
Garðar Gunnlaugsson hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals og mun spila með þeim í Pepsideild karla næsta sumar.

Fjórir sóttu um stöðu yfirmanns knattspyrnumála
Aðeins þrír höfðu þá menntun sem falist var eftir.

Theódór Elmar spilaði með KR í sigri á Stjörnunni
Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði KR í gær sem vann 4-2 sigur á Stjörnunni í Bose-bikarnum er liðin mættust í Kórnum. Hann spilaði í 75 mínútur.

Þór/KA fær einn besta miðjumann Pepsi-deildarinnar
Lára Kristín Pedersen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór/KA en hún kemur til liðsins frá Stjörnunni.

Íslenskur toppfótbolti ekki með mótframboð gegn Guðna
Ársþing KSÍ er í febrúar og sögusagnir hafa verið um að Guðni Bergsson fái mótframboð.

Þorlákur Árnason búinn að ráða sig til Hong Kong og KSÍ auglýsir starfið hans
Þorlákur Árnason er að hætta hjá Knattspyrnusambandi Íslands en sambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Næst á dagskrá hjá honum er ævintýri í Asíu.

Karlar hafa meiri áhuga á kvennaboltanum en konur
Ýmislegt áhugavert má finna í könnun Maskínu á áhuga landsmanna á Pepsi-deildunum í knattspyrnu.

Vilja breyta forgangsröðuninni
Ánægja er á meðal forráðamanna íslenskra fótboltafélaga með að ársþing KSÍ fái aðkomu að því hvort starfi yfirmanns knattspyrnumála verði komið á koppinn og hvers eðlis það verður.

Ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála frestað hjá KSÍ
Formaður KSÍ segir að fjallað verði um ráðninguna á ársþingi sambandsins á næsta ári.

Samstarf Þórs/KA heldur áfram til 2023
Tilkynnt var í gær að samstarf Þórs/KA í kvennaknattspyrnu myndi halda áfram næstu fimm árin eftir undirritun samning þess efnis.

Hágrét þegar að hann sá bros á vörum Kristbjargar og vissi að HM væri möguleiki
Aron Einar Gunnarsson var ekki langt frá því að missa af HM í fótbolta.

Yngri leikmenn skrefinu nær
Skipt var um menn í brúnni hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í haust. Hveitibrauðsdagarnir hjá Erik Hamrén og Frey Alexanderssyni hafa verið þyrnum stráðir.

Formaður knattspyrnudeildar Vals: „Við erum á 2018 þó að sumir vilji vera í fornöldinni“
Verðmæti Vals hefur aukist til mikilla muna eftir að félagið hóf að leika á gervigrasi í fótboltanum árið 2015. Þetta er framtíðin segir formaður knattspyrnudeildar Vals.

Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“
Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar.

Arnar: Það sem virkar ekki fyrir leikmenn það mun ég ekki reyna
Víkingur hefur ekki riðið feitum hesti í sínum fyrstu leikjum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar sem tók við Fossvogsliðinu á haustdögum af Loga Ólafssyni.

„Hefur verið einn besti völlur landsins en við búum á norðurhjara veraldar“
Blikarnir eru að skipta frá gervigrasi yfir á gras.

Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu.

Grasið nánast farið af Kópavogsvelli | Myndir
Einn besti grasvöllur landsins, Kópavogsvöllur, er nánast horfinn en framkvæmdir standa nú yfir á vellinum.

Rothöggið í Sviss virðist hafa dregið úr tiltrú innan liðsins
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er búið leika þrettán leiki í röð án sigurs. Meiðsli hafa leikið íslenska liðið grátt undir stjórn Eriks Hamrén og var aðeins einn leikmaður í liðinu sem byrjaði alla fjóra leikina í Þjó

Vinn oftast best undir pressu
Eftir að hafa verið hjá Stjörnunni frá árinu 2005 er Ásgerður Stefanía Baldursdóttir gengin í raðir Vals. Hún segir að það hafi verið erfið ákvörðun að yfirgefa Stjörnuna en hlakkar til komandi tíma á Hlíðarenda.

Gary Martin útilokar endurkomu í KR
Töluverðar líkur eru á að enski sóknarmaðurinn Gary Martin muni leika að nýju hér á landi í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð en það verður ekki í Vesturbænum.

Guðjón Pétur: Ætlaði mér aldrei norður
Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson gekk nýverið til liðs við KA frá Íslandsmeisturum Vals.

Garðar Gunnlaugs æfir með Val
Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson vonast til þess að fá samning hjá Íslandsmeisturum Vals.

Tobias að snúa aftur í Vesturbæinn?
Danski knattspyrnumaðurinn Tobias Thomsen er að fara til baka úr Val í KR.

Lillý Rut og Ásgerður til Vals
Valur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir Pepsi-deild kvenna þar sem þær Lillý Rut Hlynsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eru gengnar til liðs við félagið.

Höttur og Huginn tefla fram sameinuðu liði í 3. deild
Austfjarðarliðin Huginn frá Seyðisfirði og Höttur frá Egilsstöðum munu tefla fram sameinuðu liði í 3. deild næsta sumar

Guðjón Pétur fær að mæta Val strax í Lengjubikarnum
KA verður með Val í riðli í Lengjubikar karla eftir áramót en nú er ljóst hvaða lið mætast í riðlunum fjórum.

Theódór Elmar útilokar ekki að koma heim og spila með KR: Á inni milljónir
Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi.

Framkvæmdastjóri ÍBV: Ekki rétt að Veloso sé í leikbanni í Portúgal
Gunný Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV, segir það vera rangt sem kom fram í gær að nýi markvörður karlaliðs félagsins, Rafael Veloso, sé í leikbanni í Portúgal.