Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ísland við meðtalið

Verðbólga á Íslandi mælist nú nærri meðaltali EES-ríkja samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir samræmda vísitölu neysluverðs innan EES-svæðis í september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri

Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökur í Kína

Glitnir og Útflutningsráð Íslands stóðu fyrir ráðstefnu á mánudaginn þar sem meðal annars var rætt um yfirtökur fyrirtækja í Kína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur horfir á Saks

Baugur Group er meðal fjárfesta sem hafa hugsanlega áhuga á því að kaupa bandarísku munaðarvöruverslunina Saks, samkvæmt Reuters. Baugur á rúman átta prósenta hlut í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Iceland Express ætli að kaupa Air Atlanta sem er í eigu Eimskipafélagsins. Elmar Gíslason, ritstjóri Fréttabréfs atvinnuflugmanna, veltir fyrir sér og bendir á að forsvarsmenn beggja félaga hafi boðað starfsfólk til fundar 20. október næstkomandi. Matthias Imsland neitar því í samtali við Markaðinn að þetta standi til. Tilviljun ráði þessari dagstetningu. Auðvitað á að taka orð forstjórans alvarlega. Uppstokkun á ákveðnum sviðum í viðskiptalífinu getur verið tilviljunum háð. Þannig urðu stór viðskipti í upplýsingatæknigeiranum á fimmtudaginn. Allt tilviljanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Industria verðlaunað fyrir sjónvarp um net

„Freewire“ er besta nýjungin á sviði sjónvarps sem dreift er með internettækni (Internet Protocol Television – IPTV) að mati dómnefndar Global Tele­coms Business magazine Inno­vation Awards. Industria, ásamt breskum samstarfsaðila að nafni Inuk Networks, vann til verðlaunanna nýverið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum

160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útrás í anda stjórnarsáttmála

Útrás Landsvirkjunar og Landsbankans í gegnum HydroKraft Invest er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí, að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er talað um að tímabært sé „að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Strætóferð breytti lífinu

Strætóferð Carlos Cardoza í heimalandi sínu, Kostaríku, fyrir um tíu árum átti eftir að gjörbreyta lífi hans. Þar hitti hann unga konu sem hann gaf sig á tal við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Handan járntjaldsins

Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umsvifamesti atvinnurekandinn

Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrir­tækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíu prósent iPhone-síma ólögleg

Einn af hverjum tíu iPhone-margmiðlunarsímum frá Apple er seldur til fólks sem hefur í hyggju að afkóða símann og selja á svörtum markaði. Þetta segir í nýrri umfjöllun um símana, sem eingöngu er hægt að kaupa í Bandaríkjunum og á ekki að vera hægt að nota utan landsteinanna. Ekki er gert ráð fyrir að símarnir komi á markað í Evrópu fyrr en eftir mánuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Annað Ísland í útlöndum

Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstu bankakaupin senn að veruleika

Þrír bankar frá Belgíu og Spáni undir forystu Royal Bank of Scotland (RBS) hafa tryggt sér samþykki handhafa 86 prósenta hlutabréfa í ABN Amro, stærsta banka Hollands, fyrir yfirtöku á honum. Kaupverð nemur tæpum 72 milljörðum evra, rúmum 6.200 milljörðum íslenskra króna og allt útlit er fyrir að bankarnir taki þátt í einhverjum stærstu fyrirtækjakaupum í evrópskum fjármálaheimi til þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Ekki gekk alveg áfallalaust að koma gestum með flugi frá Reykjavíkurflugvelli á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum í gær. Fara átti í loftið klukkan átta að morgni, en vegna þess hversu hægt gekk í öryggisskoðun var töfin orðin klukkustund þegar allir voru komnir um borð, sumir hverjir án tannkrems, rakspíra og hárgels sem er víst meðal stærstu ógna flugöryggis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Forstjóraflétta

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnar­formanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonbrigði

Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn …

Eins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Írland hefur verið nefnt „Keltneski tígurinn" vegna uppgangs og viðsnúnings í efnahagslífinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Brendan Walsh, heiðursprófessor við University College Dublin, benti hins vegar á, í erindi sínu á málþingi Rannsóknaseturs um smáríki í gær, að þetta væri náttúrulega mikið misnefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Viðskiptaráð, en svo nefnist félag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur í hádeginu í dag fyrir forvitnilegu þingi. Þangað kemur að norðan til að halda erindi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans nýja, Saga Capital.

Viðskipti innlent