Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 16:22
Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 15:45
Eftir tímabil hægagangs hjá Marel hefur komið kröftugur vöxtur Fjóra ársfjórðunga í röð hafa pantanir verið með minna móti (e. soft) hjá Marel. Það gerðist síðast árið 2009 að pantanir voru ekki ýkja miklar fjóra fjórðunga í röð. Í kjölfarið jukust pantanir um 21 prósent á tólf mánuðum. Pantanir voru dræmar þrjá fjórðunga í röð á árunum 2013-2014. Að þeim tíma liðnum jukust pantanir líka mikið á næstu tólf mánuðum, upplýsti forstjóri Marels á afkomufundi með fjárfestum. Innherji 27. júlí 2023 15:07
Umframfé Arion allt að 24 milljarðar en útgreiðsla háð matsfyrirtækjum Arion banki bindur vonir við að eiginfjárkröfur fjármálaeftirlitsins annars vegar og erlendra matsfyrirtækja hins vegar muni leita í sama horf sem mun gera bankanum kleift að greiða út umfram eigið fé, sem er metið á bilinu 15-25 milljarðar króna, til hluthafa. Innherji 27. júlí 2023 13:32
Uppgjör Marels var undir væntingum greinenda Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á flesta mælikvarða. Mótteknar pantanir voru þó tæplega tveimur prósentum yfir meðaltalsspá. Engu að síður hafa stjórnendur Marels lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung en það var líka gert á sama tíma fyrir ári. Gengi Marels hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er degi í Kauphöll. Innherji 27. júlí 2023 10:45
Play bætir við áfangastað í Þýskalandi Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 10:17
Skipulagsbreytingar kostuðu Festi 154 milljónir króna Einskiptiskostnaður Festi vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á öðrum ársfjórðungi nam 154 milljónum króna. Vörusala félagsins jókst um 14,2 prósent milli ára á tímabilinu. Viðskipti innlent 26. júlí 2023 21:07
Marel í áframhaldandi samstarf við kínverskan svínakjötsrisa Árni Oddur Þórðarsson, forstjóri Marel, skrifaði á dögunum fyrir hönd fyrirtækisins undir samning við kínverska svínakjötsframleiðandann Muyuan. Samningurinn mun tryggja áframhaldandi samstarf fyrirtækjanna tveggja en Muyuan er stærsti framleiðandi svínakjöts á heimsvísu. Viðskipti erlent 26. júlí 2023 17:46
Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Viðskipti innlent 26. júlí 2023 17:00
Gildi bað Helgu Hlín um að bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, segir að lífeyrissjóðurinn Gildi sem sé næststærsti hluthafi Íslandsbanka hafi óskað eftir því að hún myndi bjóða sig fram í stjórn bankans. Helga Hlín er ekki á lista sem tilnefningarnefnd mælir með að taki í sæti í stjórn Íslandsbanka. „Það er um að gera að rödd næststærsta hluthafans fái að heyrast,“ segir hún um framboð sitt og nefnir að ábendingar um nafn hennar hafi borist til tilnefningarnefndar frá fleirum en Gildi. Innherji 26. júlí 2023 14:47
Þrettán fjárfestar draga Gamma fyrir dóm vegna meintra blekkinga Hópur þrettán fjárfesta, þar á meðal Stefnir, Lífsverk og fjárfestingafélagið Gnitanes, hefur höfðað mál á hendur Gamma Capital Management, dótturfélags Kviku banka, vegna þess hvernig staðið var að rekstri sjóðsins GAMMA:ANGLIA, sem fjárfesti í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Fjárfestahópurinn segir Gamma meðal annars hafa blekkt fjárfesta með því að upplýsa ekki um að sjóðurinn hafi verið vanfjármagnaður frá upphafi, fjárfest langt um efni fram og handstýrt gengi hlutdeildarskírteina. Innherji 26. júlí 2023 12:37
Verðmetur Ölgerðina töluvert yfir markaðsvirði og uppgjör yfir væntingum Nýtt verðmat á Ölgerðinni er 29 prósentum hærra en markaðsvirði félagsins. Engu að síður er verðkennitala miðað við verðmatið „umtalsvert“ lægri en gengur og gerist erlendis. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs var lítillega yfir væntingum hlutabréfagreinanda. Innherji 26. júlí 2023 08:00
Ríkur vilji meðal hluthafa að koma kaupaukum á fót Kaupaukakerfið sem fasteignafélagið Kaldalón hefur komið á fót er í samræmi við „ríkan vilja“ hluthafa eins og kom fram á síðasta aðalfundi félagsins. Þetta segir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, í samtali við Innherja. Innherji 25. júlí 2023 15:37
Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. Viðskipti innlent 25. júlí 2023 14:35
Frosti Sigurjónsson býður sig fram í stjórn Íslandsbanka Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, býður sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka. Hann er ekki á lista yfir þá sem tilnefningarnefnd mælir með að sitji í stjórn bankans. Frosti segir að þegar honum bárust þau tíðindi hafi hann upplýst nefndina að hann vilji engu að síður vera í framboði enda séu það hluthafar sem velji stjórn en tilnefningarnefnd komi með tillögur. Hann hefur vakið athygli stjórnenda lífeyrissjóða á framboði sínu. „Lokaákvörðun er hjá hluthöfum.“ Innherji 25. júlí 2023 13:39
Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. Innlent 24. júlí 2023 13:19
Fjarskiptafélögin „hressilega ofseld“ upp á síðkastið Fjarskiptafélögin Síminn og Sýn hafa ekki notið sanngirni á hlutabréfamarkaði að mati Jakobsson Capital en greiningarfyrirtækið telur að lækkanir á verði bréfanna hafi verið umfram tilefni. Þetta kemur fram í nýbirtu hlutabréfayfirliti fyrir júlí. Innherji 24. júlí 2023 12:19
Teva eykur samstarf sitt við Alvotech og kaupir víkjandi bréf fyrir fimm milljarða Alþjóðlegi lyfjarisinn Teva, sem er með samkomulag um sölu og markaðssetningu í Bandaríkjunum á stærsta lyfi Alvotech, hefur ákveðið að auka enn frekar samstarf sitt við íslenska félagið vegna fleiri líftæknilyfjahliðstæðna og eins að fjárfesta í víkjandi skuldabréfabréfum með breytirétti í hlutabréf fyrir jafnvirði meira en fimm milljarða. Alvotech hyggst sækja sér til viðbótar hundrað milljónir dala með útgáfu breytanlegra skuldabréfa en fjárfestingafélag Róberts Wessman hefur skuldbundið sig til að kaupa öll þau bréf sem ekki seljast í útboðinu. Innherji 24. júlí 2023 09:13
Lífeyrissjóðir sækjast eftir að stækka við hlut sinn eftir útboð Hampiðjunnar Ríflega einum mánuði eftir að hlutafjárútboði Hampiðjunnar lauk hefur mikill meirihluti íslenskra lífeyrissjóða, einkum Festa og LSR, haldið áfram að stækka við eignarhlut sinn í félaginu. Kaup lífeyrissjóðanna hafa meðal annars átt sinn þátt í að drífa áfram mikla hækkun á gengi bréfa Hampiðjunnar á eftirmarkaði að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins er upp um nærri 23 prósent frá því gengi sem almennum fjárfestum bauðst að kaupa í útboðinu. Innherji 23. júlí 2023 12:22
Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 21. júlí 2023 18:12
Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 17:49
Gefur lítið fyrir gagnrýni Guðmundar en kallar eftir auknu fjármagni Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 15:01
Réðu reynslubolta frá Brim sem flytur fjölskylduna til Fáskrúðsfjarðar Garðar Svavarsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði. Garðar tekur við starfinu af Friðriki Mar Guðmundssyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 12:13
Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi. Innherji 20. júlí 2023 11:47
Marel klárar samning um stórt nautakjötsverkefni í Mexíkó Fyrr í þessum mánuði gekk Marel frá samningi við mexíkóska fyrirtækið Loneg um stórt verkefni (greenfield) við uppbyggingu á kjötvinnslu þar í landi. Hlutabréfaverð Marels, sem hefur verið undir þrýstingi til lækkunar síðustu vikur, hefur rokið upp um liðlega tíu prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum. Innherji 20. júlí 2023 08:24
Kæra dagsektirnar og hyggjast ekki afhenda gögnin í bili Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 07:29
Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viðskipti innlent 19. júlí 2023 16:33
Stærsti fjárfestirinn bætir við sig í Sýn fyrir nærri hundrað milljónir Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stærsti fjárfestirinn í hluthafahópi Sýnar, hefur bætt við sig hlutum í félaginu í fyrirtækinu fyrir nálægt hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Tveir hópar einkafjárfesta, sem fara með meirihluta í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, eiga núna orðið samanlagt rétt rúmlega 30 prósenta hlut í Sýn. Innherji 19. júlí 2023 09:06
Bandarískir ferðamenn slá met Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Skoðun 19. júlí 2023 07:00
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. Viðskipti innlent 18. júlí 2023 14:41