
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna
Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla.
Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.
Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla.
Reitir fasteignafélag hefur ráðið tvo sérfræðinga til starfa, Ágúst Hilmarsson sem sérfræðing í greiningum á fjárfestingareignum og Ara Þorleifsson sem verkefnastjóra framkvæmda.
Róbert Wessman stofnandi og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvotech hefur á síðustu árum styrkt íþróttastarf KR í gegnum fyrirtæki sín um tæplega 300 milljónir króna.
Síminn hefur klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem sér um innlendan rekstur Noona Labs ehf en fyrirtækið heldur uppi samnefndu bókunarforriti.
Sérstök fjárfestakynning fer fram með stjórnendum Marel og JBT í höfuðstöðvum Marel á Íslandi í dag. Kynningin hófst klukkan 13 en hægt er að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið.
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu.
Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu.
Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu.
Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars.
Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið.
Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft.
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.
Í dag var undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupsamnings milli Styrkáss, TF II slhf. og Hópsnes ehf. um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Hringrás ehf.. Hringrás er leiðandi í vinnslu brotajárns hér á landi og Styrkáss er að verða öflugt þjónustufyrirtæki við atvinnulífið í meirihlutaeigu Skeljar fjárfestingarfélags.
Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1.
Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá.
„Leiðir til að lækka vexti“ var yfirskrift fundar sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins stóðu nýverið að. Þar var meðal annars fjallað um Íslandsálagið svokallaða, þ.e. ástæður þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Óhætt er að fullyrða að stærsti hluti Íslandsálagsins felist í þeim sérstöku álögum og reglum sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu.
Hlutabréfaverð Amaroq hefur hækkað nokkuð á markaði eftir að félagið sótti sér jafnvirði nærri fimm milljarða króna í nýtt hlutafé, meira en upphaflega var áformað vegna umframeftirspurnar fjárfesta, aðeins nokkrum dögum eftir að það hóf framleiðslu á gulli í Suður-Grænlandi. Erlendir sjóðir voru umsvifamiklir þátttakendur í útboðinu, með tæplega helminginn af heildarstærð þess, en Amaroq hefur núna sett stefnuna á aðalmarkað í London.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana.
Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi.
Löggjöf frá 2020 sem átti að opna á meira en hundrað milljarða fjárfestingu í vegasamgöngum með samningum við einkaaðila hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með, að sögn utanríkisráðherra, en þótt stjórnmálamenn segist iðulega vera jákvæðir á slík samvinnuverkefni stjórnvalda og fjárfesta þá meini „flestir ekkert með því.“ Framkvæmdastjóri hjá danska ráðgjafafyrirtækisins COWI, sem keypti nýlega Mannvit, tekur í sama streng og segir skorta á pólitískan vilja að styðja við slík fjárfestingaverkefni til að bæta úr bágbornu ástandi vegakerfisins hér á landi.
Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember.
Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin.
Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís.
Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna.
Sé litið til hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) er íslenski markaðurinn er nú metinn lægra en bandaríski markaðurinn, en það er viðbúið þar sem vaxtastig er mun hærra á Íslandi.
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf.