„Nauðsynlegt að bregðast við“ en aðgerðum fækkar Fjármagn streymir úr landi í tengslum við efnaskiptaaðgerðir. Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að takast á við offituvandann eru slíkar aðgerðir á íslenskri einkastofu ekki niðurgreiddar. Innlent 17.10.2024 23:00
Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. Innlent 11.10.2024 22:04
Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. Innlent 9.10.2024 22:03
„Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að minnka slysatíðni“ Um fjórðungur vill banna notkun rafhlaupahjóla í miðbænum eftir miðnætti. Framkvæmdastjóri stærstu rafhlaupahjólaleigunnar segir að notendur hennar vilji allra síst að notkun verði takmörkuð. Hopp vilji þó gera allt sem í fyrirtækisins valdi stendur til að fækka slysum. Innlent 2. nóvember 2023 09:01
Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. Innlent 1. nóvember 2023 12:51
Hjólin éti upp árangurinn Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. Innlent 1. nóvember 2023 07:00
Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. Innlent 31. október 2023 21:00
Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“ Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli. Innlent 31. október 2023 07:00
Setur reglur um hverjir geta sprautað fylliefnum í varir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur samið drög að reglugerð með það að markmiði að takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs. Innlent 25. október 2023 11:46
Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. Innlent 4. október 2023 23:30
Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. Innlent 28. september 2023 17:33
Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. Innlent 28. september 2023 12:08
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. Innlent 27. september 2023 19:30
Tekur á móti minnst einum á mánuði vegna mistaka við varafyllingu Lýtalæknir segir minnst einn á mánuði leita til sín vegna mistaka við varafyllingu. Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum af því að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sett reglur um notkun fylliefna þrátt fyrir að bent hafi verið á alvarlega, og í sumum tilfellum hættulega stöðu í áraraðir. Innlent 27. september 2023 12:01
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Innlent 26. september 2023 20:15
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Innlent 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 25. september 2023 22:55
Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. Innlent 25. september 2023 21:01
„Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. Innlent 23. maí 2023 20:34
Seltjarnarnesbær sýknaður af öllum kröfum feðginanna Seltjarnarnesbær var í hádeginu sýknaður af tólf milljóna skaðabótakröfu sem feðgin höfðuðu á hendur bænum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að starfsfólk bæjarfélagsins hefði sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Faðirinn segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Innlent 23. maí 2023 13:11
Kemur í ljós á morgun hvort Seltjarnarnesbær þurfi að greiða skaðabætur Í hádeginu á morgun mun dómari við héraðsdóm Reykjavíkur kveða upp dóm í skaðabótamáli sem feðginin Margrét Lillý Einarsdóttir og Einar Björn Tómasson höfðuðu á hendur Seltjarnarnesbæ. Innlent 22. maí 2023 14:35
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. Innlent 8. maí 2023 07:00
Leggur til nýtt úrræði fyrir alvarlega veika fanga Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu. Innlent 7. maí 2023 18:30
Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum. Innlent 6. maí 2023 09:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent