Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Innlent 8. febrúar 2021 11:27
Einn greindist með veiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 8. febrúar 2021 10:51
Svona var 160. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlækni. Innlent 8. febrúar 2021 10:15
Er Covid-ótti aðeins fyrir útvalda? Ekki það að ég mæli með ótta, en merkilegt nokk, þá er metist um hann og vinsældir hans vaxa hratt. „Iss piss, með ÞINN ótta; hann er bara rugl og sýnir að þér er sama um alla aðra.“ Jebb, þú ógnar fjöldanum; ef þú deilir ekki rétta ríkisóttanum. Svo þú þegir - skiljanlega. Vilt ekki að aðrir haldi að þú viljir drepa einhvern. Skoðun 8. febrúar 2021 09:02
„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Innlent 8. febrúar 2021 08:19
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. Innlent 8. febrúar 2021 00:00
Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Erlent 7. febrúar 2021 19:32
Vísindasiðanefnd hefur ekki borist umsókn: Um hvernig rannsókn verður að ræða? Vísindasiðanefnd hefur ekki borist umsókn vegna mögulegrar rannsóknar Pfizer á bólusetningu íslensku þjóðarinnar sem nú er í skoðun. Ef erindi berst þarf hins vegar ekki að taka svo langan tíma að afgreiða það, segir formaður nefndarinnar. Innlent 7. febrúar 2021 17:05
Covid er sama um þig Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Skoðun 7. febrúar 2021 14:37
Hjón á níræðisaldri hittust eftir árs aðskilnað Hjón á níræðisaldri hittust á ný eftir tæplega árs aðskilnað nú á dögunum. Þau Stanley og Mavis Harbour hafa verið gift í sextíu ár, en eftir að heimsóknartakmarkanir voru settar á hjúkrunarheimilum í Bretlandi gat Mavis ekki heimsótt Stanley. Lífið 7. febrúar 2021 13:53
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Innlent 7. febrúar 2021 10:22
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. Erlent 7. febrúar 2021 08:10
Bankahrunið ekkert á við Covid „Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. Atvinnulíf 7. febrúar 2021 08:01
Freista þess að leysa bílastæðavanda með því að bólusetja í Laugardalshöll Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki tengjast mögulegum samningi við Pfizer um bólusetningu allrar þjóðarinnar. Hann býst við að bólusetningarmiðstöð í Laugardalshöll verði tekin í notkun á miðvikudaginn. Innlent 6. febrúar 2021 20:58
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. Innlent 6. febrúar 2021 18:31
Leikar í skugga Covid Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna fer yfir stöðu mála á tímum farsóttar. Skoðun 6. febrúar 2021 13:01
Eini sem greindist var utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu og er smitrakning hafin. Innlent 6. febrúar 2021 10:13
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Innlent 6. febrúar 2021 08:00
Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Sport 5. febrúar 2021 19:28
Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Innlent 5. febrúar 2021 16:49
„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. Innlent 5. febrúar 2021 15:34
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Sport 5. febrúar 2021 14:01
Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Innlent 5. febrúar 2021 13:33
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. Innlent 5. febrúar 2021 12:26
Svandís ræddi tillögur Þórólfs Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá. Innlent 5. febrúar 2021 11:18
Einn greindist innanlands og fimm á landamærum Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. Innlent 5. febrúar 2021 11:01
Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Erlent 5. febrúar 2021 10:34
Svandís fór með tillögur Þórólfs á ríkisstjórnarfundinn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði seint í gærkvöldi með tillögum sínum um næstu skref í aðgerðum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við Vísi. Innlent 5. febrúar 2021 10:08
Barnaheill: Ríkar þjóðir bregðist við neyðinni í Afríku vegna COVID Barnaheill - Save the Children hvetur ríkar þjóðir til að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni í lágtekjuríkjum og að kennarar verði meðal þeirra sem settir í forgang. Heimsmarkmiðin 5. febrúar 2021 09:52
Bóka þúsundir hótelherbergja til að bregðast við nýjum reglum Bresk yfirvöld hafa bókað þúsundir hótelherbergja í landinu til að bregðast við nýjum reglum sem taka gildi 15. febrúar næstkomandi og varða íbúa í Bretlandi sem snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa verið í löndum þar sem nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa verið sérstaklega skæð. Erlent 5. febrúar 2021 08:06