Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Minnst 130 greindust smitaðir í gær

Í gær greindust hið minnsta 130 innanlands með Covid-19, þar af 91 utan sóttkvíar. 32 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fjölgað um fimm frá því í gær. átta eru á gjörgæslu með Covid-19 en þeim fjölgar um þrjá á milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán á gjörgæslu en mannað fyrir tíu

Klukkan 13 í gær lágu þrettán einstaklingar á gjörgæsludeildum Landspítala, þrátt fyrir að tíu rúm væru „opin“ og mönnun eftir því. Alls voru 592 rúm opin á spítalanum, sem þýðir að mannað var til að mæta þörfum 592 sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Heimild veitt fyrir örvunarskömmtum fyrir fólk með skert ónæmiskerfi

Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir af örvunarskammtar af bóluefni Pfizer og Moderna verði gefnir fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, þar á meðal Íslandi, hafa gripið til þess ráðs að endurbólusetja fólk til að verjast delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Líkir gjörgæslunni við of lítinn björgunarbát

Gjörgæslan er björgunarbátur þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 og á Íslandi er hann of lítill. „Að sleppa veirunni lausri án takmarkana væri álíka ábyrgðarlaust og bjóða fólki um borð í skip með alltof fáa björgunarbáta.“

Innlent
Fréttamynd

Telur grímuskylduna komna til að vera

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar bjart­sýnir fyrir örvunar­bólu­setningu

Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni.

Innlent
Fréttamynd

Engin alvarleg blóðsegavandamál síðustu fjórar vikur

Engar tilkynningar um alvarleg blóðsegavandamál hafa verið tilkynnt á Bretlandseyjum í kjölfar bólusetninga síðustu fjórar vikur. Vísindamenn segja þetta mega rekja til þess að tilmælum var breytt þannig að yngri en 40 ára fá ekki bóluefnið frá AstraZeneca.

Erlent
Fréttamynd

Smit frestar aðalfundi Pírata

Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað um eina viku. ágúst. Ástæðan er sú starfsmaður Vogs á Fellströnd, þar sem halda á fundinn, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Innlent
Fréttamynd

Hætta að skoða öll bólusetningavottorð

Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi

Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur.

Innlent
Fréttamynd

95 komur og brottfarir í dag

Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play.

Innlent
Fréttamynd

Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi.

Erlent
Fréttamynd

Öll greind sýni hafa reynst neikvæð

Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra.

Innlent