Á von á mikilli uppsveiflu í komu skemmtiferðaskipa á næstu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 13:00 Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að þau tæplega sextíu skip sem von er á í ár hafi breytt stöðu Ísafjarðarhafnar mikið frá því í fyrra. Vísir Meira en fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagst að bryggju á Ísafirði í sumar. Hafnarstjóri segir að koma skemmtiferðaskipa í Skutulsfjörð í sumar hafi verið kærkomin breyting frá því í fyrra. Von er á að tæplega sextíu skip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Aðsókn ferðamanna, bæði Íslendinga og útlendinga, hefur verið gríðarleg á Vestfjörðum í sumar og hafa sum tjaldsvæði verið full í nær allt sumar. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á svæðinu og segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, að sumarið hafi gengið mjög vel. Munurinn sé mikill miðað við síðasta ár, þegar ekkert skemmtiferðaskip kom, en ekkert miðað við það sem hefur verið áður. „Þetta er svo sem ekkert miðað við það sem var bókunarstaðan hjá okkur um síðustu áramót, það var mikið afbókað af því. Það voru 150 skip áætluð hjá okkur til okkar í sumar en við erum þá að fá allavega tæplega sextíu skip af þeim. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það er passað vel upp á smitrakningu og covid í þessum skipum,“ segir Guðmundur. Rúmlega helmingur þeirra 57 skipa sem von er á í ár hafa þegar lagt við höfn á Ísafirði. Árið 2019 komu tæplega 130 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og segist Guðmundur eiga von á góðum komandi árum. „Bókunarstaðan fyrir næstu ár, við erum að bóka þrjú til fjögur ár fram í tímann, er bara mjög góð,“ segir Guðmundur. Verið er að stækka höfnina á Sundabakka til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni og segist Guðmundur bjartsýnn á næstu ár. „Bókunarstaðan fyrir næsta ár er komin á milli 150 og 160 skipakomur og bókunarstaðan fyrir árin 2023 og 2024 er mjög góð miðað við ártíma þannig að við erum að sjá áframhaldandi vöxt.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Aðsókn ferðamanna, bæði Íslendinga og útlendinga, hefur verið gríðarleg á Vestfjörðum í sumar og hafa sum tjaldsvæði verið full í nær allt sumar. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á svæðinu og segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, að sumarið hafi gengið mjög vel. Munurinn sé mikill miðað við síðasta ár, þegar ekkert skemmtiferðaskip kom, en ekkert miðað við það sem hefur verið áður. „Þetta er svo sem ekkert miðað við það sem var bókunarstaðan hjá okkur um síðustu áramót, það var mikið afbókað af því. Það voru 150 skip áætluð hjá okkur til okkar í sumar en við erum þá að fá allavega tæplega sextíu skip af þeim. Það hefur gengið alveg ótrúlega vel. Það er passað vel upp á smitrakningu og covid í þessum skipum,“ segir Guðmundur. Rúmlega helmingur þeirra 57 skipa sem von er á í ár hafa þegar lagt við höfn á Ísafirði. Árið 2019 komu tæplega 130 skemmtiferðaskip til hafnar á Ísafirði og segist Guðmundur eiga von á góðum komandi árum. „Bókunarstaðan fyrir næstu ár, við erum að bóka þrjú til fjögur ár fram í tímann, er bara mjög góð,“ segir Guðmundur. Verið er að stækka höfnina á Sundabakka til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni og segist Guðmundur bjartsýnn á næstu ár. „Bókunarstaðan fyrir næsta ár er komin á milli 150 og 160 skipakomur og bókunarstaðan fyrir árin 2023 og 2024 er mjög góð miðað við ártíma þannig að við erum að sjá áframhaldandi vöxt.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira