Telur grímuskylduna komna til að vera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera. Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33
Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23
Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49