Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi rétt í þessu. Þar sagði Þórólfur að ef stjórnendur spítalans mætu það svo að neyð væri yfirvofandi og að núverandi ástand og fjöldi smita væru að yfirkeyra stofnunina yrði ekki annað í stöðunni en að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða aðgerðir. Hann sagðist í nánu samtali við stjórnendur Landspítala um stöðuna. Þórólfur sagði verkefni dagsins að ráða að niðurlögum þeirra bylgju sem nú gengi yfir, sem væri klárlega sú stærsta hingað til. Landsmenn þyrftu hins vegar að lifa með veirunni næstu mánuði og ef til vill ár og því þyrfti einnig að skipuleggja aðgerðir til lengri tíma. Hann hefði skilað ráðherra minnisblaði með tillögum hvað þetta varðaði. Bólusetningar verndi gegn smiti og sérstaklega alvarlegum veikindum Þórólfur sagði bylgjuna hafa verið í miklum vexti síðustu þrjár til fjórar vikur; um væri að ræða línulegan vöxt en ekki veldisvöxt en engar vísbendingar væru uppi um að smitfjöldinn væri á niðurleið. Hann sagði nánast alla greindu hafa greinst með delta-afbrigði veirunnar og þar væri um að ræða fjórar til fimm tegundir; eina sem mætti rekja til skemmtistaðar í miðborginni og aðra sem mætti rekja til kynbótasýningar innanlands en hinar væru tengdar hópferðum til útlanda. Þá hefði komið upp umfangsmikið hópsmit meðal erlendra ferðamanna. Sóttvarnalæknir sagði eðlilegt að spyrja á þessum tímapunkti hvort bólusetningar hefðu ekki haft tilætluð áhrif. Svarið væri að þær hefðu sannarlega dregið úr smitum og sérstaklega úr alvarlegum veikindum. Óbólusettir væru þrisvar sinnum líklegri til að greinast en bólusettir, fjórum sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús og fimm sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þórólfur hvatti landsmenn enn og aftur til að mæta í bólusetningu og gat þess að í næstu viku geta allir óbólusettir sem vilja fengið bólusetningu í Laugardalshöll. Þar verður opið frá kl. 10 til 15 mánudag til fimmtudags.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira