Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn. Innlent 21.11.2025 14:09
Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Ágreiningur ríkir nú um orðalag lokaályktunar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu þar sem svo virðist að hvergi verði minnst á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Tæplega þrjátíu ríki mótmæltu áformum gestgjafanna harðlega í gærkvöldi, Ísland þeirra á meðal. Erlent 21.11.2025 09:04
Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem Creditinfo horfir til þegar metið er hvaða fyrirtæki fá vottunina Framúrskarandi fyrirtæki. En hvað felst í sjálfbærni og hvað geta fyrirtæki gert til að verða sjálfbærari í dag en í gær? Framúrskarandi fyrirtæki 21.11.2025 08:31
„Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fjárfestingarbanki Evrópu, sem kallaður er loftslagsbanki Evrópusambandsins, og Orkuveitan hafa undirritað lánasamning að fjárhæð 100 milljónir evra, ádráttarbært til næstu tveggja ára. Fjármagnið mun nýtast til uppbyggingar innviða hjá dótturfélagi Orkuveitunnar, Veitum. 100 milljónir evra eru um 14,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 17. nóvember 2025 12:00
Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Innlent 17. nóvember 2025 10:54
Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. Erlent 17. nóvember 2025 00:18
Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Innlent 15. nóvember 2025 07:02
Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Bandalag miðhægriflokka á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnra tilheyrir rauf samstöðum um einangrun jaðarhægriflokka þar í fyrsta skipti í gær. Það gerðu þeir til þess að útvatna umhverfislöggjöf sambandsins. Erlent 14. nóvember 2025 10:05
Ójafn leikur á Atlantshafi Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu grein Bill Gates í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30), sem nú fer fram í Brasilíu. Í greininni segir hann að dómsdagsspár um loftslagsmál séu rangar og að loftslagsaðgerðir taki of mikið pláss á kostnað brýnni vandamála – eins og fátækt, hungri og sjúkdómum. Skoðun 14. nóvember 2025 07:46
Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB. Innlent 13. nóvember 2025 07:01
Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Notkun mannkynsins á jarðefnaeldsneyti nær hámarki á þessum áratug ef ríki heims halda sig við þau loforð sem þau hafa gefið. Engu að síður stefnir í meiri hnattræna hlýnun en áður samkvæmt mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Erlent 12. nóvember 2025 12:11
Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Íslensk stjórnvöld virðast hafa misskilið eigin skuldbindingar vegna Parísarsamningsins um árabil. Misskilningurinn er meðal annars sagður hafa orðið til þess að Alþingi fékk misvísandi upplýsingar um markmið Íslands. Innlent 12. nóvember 2025 07:01
Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Innlent 11. nóvember 2025 23:59
Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Fjöldi mótmælenda fóru inn á loftslagsráðstefnuna COP30 sem er nú haldin í Brasilíu. Það kom til átaka á milli mótmælendanna og öryggisvarða, sem læstu ráðstefnugesti inni á meðan átökin stóðu. Erlent 11. nóvember 2025 23:44
Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests. Innlent 11. nóvember 2025 17:07
Kínverjar menga mest en standa sig samt best Síðustu átján mánuði hefur Kínverjum tekist að halda í horfinu eða jafnvel draga úr þegar kemur að útblæstri koltvísýrings í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian fjallar um og er sögð vekja vonir um að Kínverjum, sem eru þó mest mengandi þjóð heims, sé að takast að draga úr losuninni, fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Erlent 11. nóvember 2025 07:45
„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10. nóvember 2025 14:01
ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Bæði Ísland og Noregur þurfa að standa sig betur til þess að uppfylla loftslagsmarkmið fyrir árið 2030, að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlanir sem íslensk stjórnvöld sendu inn um frekari aðgerðir eru töluvert bjartsýnni en opinber stofnun sem birti tölur um losun í sumar. Innlent 6. nóvember 2025 16:11
Loftslagsmál á tímamótum Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Skoðun 6. nóvember 2025 09:01
Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Bráðabirgðasamkomulag sem umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkja náðu í morgun um loftslagsmarkmið sambandsins til ársins 2040 útvatnar verulega tillögu framkvæmdastjórnar þess. Þá samþykktu ráðherrarnir uppfært markmið fyrir 2035. Erlent 5. nóvember 2025 09:22
Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sextán þátttakendur frá Íslandi eru skráðir til þátttöku á COP30-loftslagsráðstefnunni sem fer fram í Brasilíu, þar af sjö manna opinber sendinefnd. Íslenskum þáttakendum fækkar gríðarlega frá fyrri ráðstefnum. Innlent 5. nóvember 2025 07:00
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4. nóvember 2025 11:27
Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Erlent 3. nóvember 2025 09:19
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Samfélagsleg losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík jókst um 1,5 prósent á milli ára. Árið 2024 losnuðu 614 þúsund tonn. Aukningin er meðal annars vegna meiri losunar við meðhöndlun úrgangs. Innlent 2. nóvember 2025 10:53