Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar

Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Bin Laden gerist umhverfisverndarsinni

Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden hefur sent frá sér nýja hljóðupptöku þar sem hann fordæmir Bandaríkin og önnur iðnríki fyrir slælega frammistöðu í umhverfismálum og kennir þeim um hlýnun jarðar. Þarna kveður við nokkuð nýjan tón hjá Osama sem hingað til hefur beint athygli sinni að heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og framferði þeirra í Mið-Austurlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Danir hlógu alla leið í bankann

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur reiknað út að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hafi kostað bandaríska skattgreiðendur vel yfir einn milljarð dollara.

Erlent
Fréttamynd

Bullspár um bráðnun jökla

Fullyrðingar Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að jöklar Himalayafjalla verði að mestu horfnir árið 2035 eða jafnvel fyrr eru á byggðar á furðulegum misskilningi og vísindalegum mistökum að sögn vefsíðu breska blaðsins Time.

Erlent
Fréttamynd

Of miklar væntingar gerðar til ráðstefnunnar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að of miklar væntingar hafi verið gerðar í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar Kaupmannahöfn. Hún segir niðurstöðuna vonbrigði en um leið ákveðið leiðarljós.

Innlent
Fréttamynd

Mikil vonbrigði

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn mikil vonbrigði. Hann væntir þess að hægt verði að ná bindandi samkomulagi á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Ekki bindandi samkomulag

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, náði í gærkvöldi samningi við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku um tillögur og áherslur í loftslagsmálum. Samkvæmt því er stefnt að því að hitahækkun verði að jafnaði innan við 2 stig.

Erlent
Fréttamynd

Enn er allt óvíst um útkomu

Viðræður stóðu fram á nótt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Vonast er til að samkomulag náist um pólitíska yfirlýsingu, sem 130 þjóðarleiðtogar myndu undirrita. Náist það ekki er von manna að vinnuáætlun fyrir næstu skref í viðræðum verði samþykkt. Þriðji möguleikinn er að ekkert samkomulag náist. Nánast útilokað er að lagalega bindandi samkomulag náist.

Innlent
Fréttamynd

Blóðugir bardagar í Kaupmannahöfn

Danska lögreglan hefur í morgun beitt táragasi og kylfum til þess að koma í veg fyrir að mótmælahópar réðust inn í Bella Center þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram. Fjöldi mannna hefur verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Kristjaníu

Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess.

Erlent
Fréttamynd

Grænþvottur í Kaupmannahöfn?

Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að ýkja neitt, nóg er að kynna sér niðurstöður Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar til að sannfærast um nauðsyn þess að grípa til róttækra aðgerða. Afleiðingar hlýnunar lofts og sjávar geta kallað miklar hörmungar yfir mannkynið.

Skoðun
Fréttamynd

Partíið er alveg að verða búið

Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Veröldin vill samning sem heldur

Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac-samtakanna, í samvinnu við Náttúruverndarsamtök Íslands og netsamfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Þróunarríkin fá fjárstuðning

Leiðtogar hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu sér í gær saman um að verja 2,4 milljónum evra á ári næstu þrjú ár til að hjálpa þróunarríkjum að taka þátt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þessi upphæð samsvarar um 450 milljónum króna á ári.

Erlent
Fréttamynd

Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum vegna umhverfisógnar

Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisvá – 350 klukknaslög

Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum víða um heim hringt 350 sinnum nk. sunnudag 13. desember kl. 15 að staðartíma til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Hér á landi verður klukkum hringt í mörgum kirkjum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð meðal þjóða

Augu heimsins beinast nú að loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hlýnun jarðar er af manna völdum

Sautján hundruð vísindamenn í Bretlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir segjast sannfærðir um að sterk vísindaleg rök séu fyrir því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum.

Erlent
Fréttamynd

Ráðstefnan á íslenskum stól

Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Tilvist eyjanna ræðst á ráðstefnunni

Fulltrúi Kyrrahafsríkisins Tuvalu hafði ekki erindi sem erfiði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Tillaga hans um að ríki heims setji sér strangari markmið varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fékk lítinn hljómgrunn.

Erlent
Fréttamynd

Leki skekur loftslagsráðstefnuna

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn er í uppnámi eftir að drögum að samkomulagi um samdrátt í losun koltvísýrings var lekið til breska blaðsins The Guardian í gær. Fulltrúar þróunarríkja brugðust ævareiðir við því sem fram kom í drögunum, sem kölluð hafa verið „Danski textinn“.

Erlent
Fréttamynd

Brýnir fulltrúa loftslagsráðstefnunnar

Nóbelsverðslaunahafinn Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir afar nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið taki stefnumarkandi ákvarðanir sem allra fyrst þegar kemur að loftslagsmálum. Það sé brýnt til að verjast afleiðingum loftslagsbreytinga vegna losun gróðurhúsalofttegunda.

Erlent
Fréttamynd

Safna liði gegn vágesti í Kaupmannahöfn

Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði við setningu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að ekki færri en 110 þjóðarleiðtogar komi til ráðstefnunnar sem stendur í hálfan mánuð.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 1.200 limmósínur pantaðar í Kaupmannahöfn

Búið er að panta yfir 1.200 limmósínur vegna loftsslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og hafa bílaleigur þar í borg ekki undan að anna eftirspurninni. Þá er von á 140 einkaþotum til borgarinnar vegna ráðstefnunnar. Mengunin af þessum farartækjum verður á við það sem meðalstór bresk borg lætur frá sér með á ráðstefnunni stendur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Loftslagsráðstefna SÞ hefst í dag

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn í dag en hana sækja um það bil 15.000 fulltrúar 192 þjóðríkja og nálægt eitt hundrað þjóðarleiðtogar.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarfundur á Everest

Ríkisstjórn Nepals hélt í morgun hálftímalangan fund á Kalipatar-sléttunni á fjallinu Mount Everest en hún er í 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli.

Erlent