

Loftslagsmál

Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu
Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna.

Kyoto-bókunin ekki nóg - Ísland þarf að taka sig á
Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins tvö þúsund og tuttugu. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð.

Litla stúlkan með eldspýturnar?
Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór.

Siglt í fyrsta sinn að veturlagi með gas
Flutningaskipið Ob River er þessa dagana á siglingu frá Noregi norður fyrir Rússland og til Japans með fullfermi af jarðgasi.

Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða
Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo.

Afsláttur aukist með minni útblæstri
Unnið er að reglugerðarbreytingu í fjármálaráðuneytinu sem veitir fólki, sem hefur fyrirtækjabíla til umráða, afslátt af hlunnindasköttum vegna þeirra eftir því sem þeir menga minna. Samkvæmt heimildum blaðsins er verið að útfæra breytinguna nánar, en gert er ráð fyrir því að

Hin uppfærða afstæðiskenning
Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum.

Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð.

Sumarísinn er að hverfa
Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl
Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi.

Ísland sem miðpunktur vitundarvakningar um bráðnun jökla
Ísland gæti orðið miðpunktur alþjóðlegrar vitundarvakningar um bráðnun jökla. Þetta segir framkvæmdastjóri íslensks umhverfisverkefnis sem vakið hefur mikla athygli víða um heim.

Stríð stendur um loftslagsmál
Gríðarlegum fjármunum er varið til að berjast gegn vísindum sem sýna fram á hlýnun jarðar af mannavöldum. Bandaríski loftslagsvísindamaðurinn Michael Mann lenti í hringiðu þeirrar baráttu. Til stóð að stefna honum fyrir þingnefnd og hefði hann þá þurft að

Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss
Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur.

Grænt og blátt hagkerfi
Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.

Vistkerfi heimsins gætu skaðast varanlega vegna mengunnar
Ný rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að ástandið í umhverfismálum jarðarinnar sé orðið svo slæmt að hætta sé að varanlegum breytingum til hins verra.

Norðurlönd á norðurskautssvæðinu
Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu.

Abdul og útgerðin
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja í Þýskalandi í rúma viku. Þar fékk ég lærða fyrirlestra um umhverfismál og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að jörðin yrði allt að því óbyggileg. Vissulega var ekki allt í þessum dramatíska stíl, sorpflokkun, vel einangruð hús og góð gluggahönnun til að spara rafmagnsljós komu einnig við sögu. Félaga okkar frá Maldíveyjum fannst hins vegar málið ansi brýnt; enda verða eyjarnar óbyggilegar innan ekki of langs tíma ef ekki tekst að draga úr hlýnun jarðar.

Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar
Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina.

Hlýnun jarðar eykur raforkuframleiðslu Íslands um 20%
Aukið vatnsrennsli í ám og uppistöðulónum á Íslandi vegna hlýnunar jarðar mun auka raforkuframleiðsluna á Íslandi um 20% á árunum 2021 til 2050.

Fleiri kostir í samgöngum
Fáar þjóðir eiga fleiri eða aflmeiri bíla miðað við fólksfjölda en Íslendingar. Það á sér að mörgu leyti eðlilegar skýringar í stóru, strjálbýlu landi þar sem veðrið er oft vont og almenn hagsæld ríkir; flestir hafa haft efni á að kaupa sér dýra yfirhöfn úr stáli, jafnvel þótt þeir fari aðallega styttri ferðir.

Fréttaskýring: Fjalla þarf um fjármálaáfall í þjóðaröryggisstefnu
Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir.

Gert Hof langar til að lýsa upp Svínafellsjökul
Þýski listamaðurinn Gert Hof vill lýsa upp íslenskan jökul, annað hvort á næsta ári eða 2013. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir öflug samtök í umhverfismálum koma að verkinu.

Kanadamenn segja sig frá Kyoto bókuninni
Stjórnvöld í Kanada ætla að segja sig formlega frá Kyoto bókuninni um niðurskurð á gróðurhúsalofttegundum.

Grundvallarbreytingar á lífríki heimsskautasvæðanna
Vísindagögn sem safnað hefur verið saman á undanförnum árum sýna að hlýnun jarðar frá árinu 2006 hefur valdið grundvallarbreytingum á lífríkinu á heimsskautasvæðunum.

Segir mikið í húfi á loftslagsráðstefnu
Christiana Figueres, yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvetur fulltrúa á loftslagsráðstefnunni í Suður-Afríku til þess að taka ábyrga afstöðu og komast að samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

ESB gefst upp við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Evrópusambandið hefur gefist upp við að þrýsta á Bandaríkin, Kína og önnur lönd til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020.

Nýtt eldsneyti í boði
Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Tíminn til að hemja hlýnun að renna út
„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu.

Hlýnun jarðar hamlar framförum
Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina.

Afbrigðilegt veðurfar hrjáir jarðarbúa næstu árin
Í nýrri skýrslu frá IPCC loftslagsráði Sameinuðu þjóðanna mun afbrigðilegt veðurfar halda áfram að hrjá jarðarbúa næstu árin.