Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum. Innlent 6. ágúst 2025 15:04
Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Innlent 6. ágúst 2025 11:35
Nokkuð um hávaðaútköll Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hvers kyns hávaða í gærkvöldi og í nótt. Innlent 6. ágúst 2025 06:11
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Innlent 5. ágúst 2025 20:02
Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Innlent 5. ágúst 2025 18:46
Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Karl og kona eru grunuð um líkamsárás, frelsisviptingu og byrlun í lok júlímánaðar. Þau eru talin hafa framið umrædd brot á áfangaheimili í Reykjavík þar sem þau hafi neytt mann til að neyta fíkniefna, svo ráðist á hann, og síðan stolið lyfjum hans. Innlent 5. ágúst 2025 12:19
Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að starfsmaður á hóteli í miðborg Reykjavíkur óskaði eftir aðstoðar vegna manns sem hafði leigt herbergi hjá þeim í tæpa viku. Innlent 5. ágúst 2025 06:15
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 4. ágúst 2025 19:39
Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. Innlent 4. ágúst 2025 11:02
Allir blása í Landeyjahöfn Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu. Innlent 4. ágúst 2025 10:57
Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Fimm karlmenn í kringum tvítugt voru vistaðir í fangaklefa á Akureyri eftir að hópslagsmál komu upp. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 4. ágúst 2025 10:42
Einn handtekinn vegna líkamsárasar Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna en lögregla vistaði viðkomandi í fangageymslu vegna rannsókn málsins. Innlent 4. ágúst 2025 07:25
Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Innlent 3. ágúst 2025 12:06
Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem reyndist bæði réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. Var hann stöðvaður eftir að hann hafði valdið slysi og var hann vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 3. ágúst 2025 07:49
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Innlent 2. ágúst 2025 19:55
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. Innlent 2. ágúst 2025 17:12
Hnífurinn reyndist grilltangir Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir. Innlent 2. ágúst 2025 10:12
Læti í miðbænum og í veðrinu Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. Innlent 2. ágúst 2025 08:06
Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Innlent 1. ágúst 2025 17:54
Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. Innlent 1. ágúst 2025 15:41
Erum við á leiðinni í hnífavesti? Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Skoðun 1. ágúst 2025 15:33
Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Maður sem er grunaður um stunguárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ að kvöldi 20. júní síðastliðins er grunaður um fjöldamörg önnur alvarleg brot. Árásin beindist að fjölskylduföður sem ætlaði að reka manninn á brott. Svo virðist sem meintur árásarmaður hafi verið kominn að heimili þeirra vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við. Innlent 1. ágúst 2025 14:17
Fundu engan hvítabjörn Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum. Innlent 1. ágúst 2025 13:37
Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Tíu gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun en nokkur fjöldi útkalla barst vegna ölvunar og einstaklinga í annarlegu ástandi. Innlent 1. ágúst 2025 06:23
Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar. Innlent 31. júlí 2025 23:00
Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Innlent 31. júlí 2025 19:30
Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Lögregla handtók mann í miðborginni í hádeginu sem hélt á stórum hníf og ógnaði öðrum vegfarendum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Innlent 31. júlí 2025 14:30
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Innlent 31. júlí 2025 13:00
Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan eru nú í ísbjarnareftirliti, einkum yfir Hornströndum vegna myndbands sem lögreglunni barst í gær. Innlent 31. júlí 2025 12:48
Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega. Innlent 31. júlí 2025 12:07