Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Pink Floyd stjarna til rann­sóknar vegna búnings

Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þekktur maður kramdi bíl með gröfu

Á níunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um skemmdarverk á Kjalarnesi. Þar hafði bifreið verið kramin með gröfu. Lögregla veit ekki hver framdi skemmdarverkið bíræfna.

Innlent
Fréttamynd

Aftur í einangrun grunaður um manndráp á Selfossi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið 28 ára konu að bana á Selfossi þann 27. apríl er aftur kominn í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Vikurnar tvær á undan hafði hann fengið að umgangast aðra fanga á meðan hann sætir gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði á tvo kyrr­stæða bíla og stakk af

Rétt fyrir klukkan 13 í dag ók ökumaður á tvo kyrrstæða bíla við Fríkirkjuveg og stakk svo af vettvangi. Töluvert tjón varð á bílunum tveimur en vegfarendur veittu lögreglu upplýsingar um ökumanninn.

Innlent
Fréttamynd

Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis

Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. 

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis

Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp

Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við.

Innlent
Fréttamynd

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Feðgarnir á Blönduósi verða ekki ákærðir

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða karlmanns sem varð konu að bana á Blönduósi í ágúst í fyrra. Þetta staðfestir verjandi í málinu við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi

Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um slags­mál þar sem öxi var beitt

Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál og að maður veittist að fólki með öxi í Grafarvogi. Lögregla telur að öxinni hafi ekki verið beitt gegn fólki á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ók á grindverk við Smáralindina

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Innlent