Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 11:18 Stuldurinn náðist á dyramyndavél. Vísir Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans. Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt. Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt.
Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira