Talið er að bílarnir hafi komið úr gagnstæðri átt þegar þeir skullu saman. Fjórir voru í bílnunum og voru allir fluttir með sjúkraflutningum til aðhlynningar.
Ekki er hægt að segja nánar til um alvarleika áverkanna eða líðan þeirra.
Hringveginum er lokað við Skeiðarársand um óákveðinn tíma. Málið er ennþá í skoðun og engar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Þetta staðfestir Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi.
Uppfært kl 15:45