Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    UEFA rannsakar Busquets

    UEFA hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði Sergio Busquets, leikmanns Barcelona, í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola hrósar Manchester United

    Pep Guardiola, stjóri Barcelona, lofaði lið Manchester United í hástert en þessi lið munu einmitt eigast við í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í lok mánaðarins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho mun berjast gegn banninnu

    Aitor Karanka, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Real Madrid, segir að sá síðarnefndi sé allt annað en sáttur við fimm leikja bannið sem hann fékk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Geir: Var ekki lengi að segja já

    Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho fær annað tímabil hjá Real Madrid

    José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna daga fyrir hegðun sína og leikstíl Real-liðsins í viðureignum liðsins við erkifjendur sína í Barcelona. Real vann spænska bikarinn en er úr leik í Meistaradeildinni og á ekki mikla möguleika á því að vinna spænska meistaratitilinn. Guardian hefur heimildir fyrir því að Mourinho fá annað tímabil í einu heitasta sætinu í heimsfótboltanum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    John O'Shea: Mjög sáttur að fá að bera fyrirliðabandið

    Írinn John O'Shea bar fyrirliðabandið þegar Manchester United tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með 4-1 stórsigri á þýska liðinu Schalke í seinni undanúrslitaleik liðanna á Old Trafford í gær. Framundan er því úrslitaleikur á móti Barcelona á Wembley 28. maí næstkomandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United á sögulegum slóðum

    Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Berbatov hefur ekki skorað í Evrópukeppni í tvö og hálft ár

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun væntanlega hvíla Wayne Rooney í seinni undanúrslitaleiknum á móti Schalke á Old Trafford í kvöld og gefa Dimitar Berbatov tækifæri í byrjunarliðinu. Tölfræði Búlgarans í Evrópukeppni er hinsvegar ekki glæsileg undanfarin tæp þrjú tímabil.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Allir vita að dómararnir eru hliðhollir Barca

    Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, tók undir umdeild orð þjálfara síns Jose Mourinho frá því eftir fyrsta leikinn, þegar hann talaði við blaðamenn eftir að Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi fyrir erkifjendum sínum í Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona í úrslit Meistaradeildarinnar

    Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði í kvöld jafntefli við erkifjendur sína í Real Madrid á heimavelli, 1-1. Barcelona vann undanúrslitarimmu liðanna samanlagt, 3-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA sendir Collina á leik Barca og Real í kvöld

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlar að passa upp á allt gangi snurðulaust fyrir sig á seinni leik Barcelona og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það gekk mikið á í kringum fyrri leikinn enda hafa liðin staðið í miklu orðastríði síðan að þeim leik lauk.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Abidal og Iniesta báðir í hóp Barca á móti Real í kvöld

    Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, er í hópnum hjá liðinu í seini undanúrslitaleik liðsins á móti Real Madrid í kvöld en hann fór í aðgerð vegna krabbameins í lifur í mars síðastliðnum. Andres Iniesta kemur einnig aftur inn í liðið eftir meiðsli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Real Madrid ásakar Sergio Busquets um kynþáttaníð

    Orðastríð Real Madrid og Barcelona er enn í fullum gangi þótt að það sé að flestra mati orðið ljóst að Barcelona sé komið áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Madrid. Liðin mætast í seinni leiknum á Camp Nou í kvöld.

    Fótbolti