Hitzfeld: Mourinho er búinn að skaða nafn Real Madrid Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Bayern München, er allt annað en sáttur með leikfræði og hegðun Poprtúgalans Jose Mourinho í tengslum við fyrri undanúrslitaleik Real Madrid og Barcelona. Hitzfeld er á því að með því að spila algjöra varnartaktík og ásaka Barcelona-menn síðan um svindl eftir 0-2 tap hafi Mourinho skaðað hið góða nafn Real Madrid. Fótbolti 2. maí 2011 18:15
UEFA hlustar ekki á kvartanir Real Madrid og Barcelona UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, vill ekki aðhafast neitt í kvörtunum Real Madrid og Barcelona í kjölfarið á fyrri undanúrslitaleik liðanna í síðustu vikur og hefur ennfremur staðfest það að rauða spjald Pepe muni standa. Pepe verður því í banni í seinni leiknum á morgun. Fótbolti 2. maí 2011 16:45
Ferguson ætlar að fríska upp á United-liðið á miðvikudaginn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að hvíla menn í seinni leiknum á móti Schalke í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Framundan er "úrslitavika" á Old Trafford þar sem United-liðið getur bæði komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og nánast tryggt sér sigur í ensku deildinni. Enski boltinn 2. maí 2011 14:15
Real Madrid vill að UEFA dæmi sex Barcelona-menn í bann Forráðamenn Real Madrid heimta að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, refsi Pep Guardiola, þjálfara Barcelona og leikmanninum Dani Alves fyrir óíþróttamannslega framkomu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þeir eru samt ekki þeir einu sem Real-menn ásaka um óíþróttamannslega hegðun. Fótbolti 2. maí 2011 09:45
Busquets sagður hafa kallað Marcelo apa Einn hataðasti knattspyrnumaður heims, Sergio Busquets, gæti verið í vandræðum eftir að í ljós kom að hann var líklega með kynþáttaníð í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid. Fótbolti 30. apríl 2011 22:00
Ronaldo: Andstæðingar Barcelona fá alltaf rauð spjöld José Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki einn um að vera ósáttur við dómgæsluna í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona í gær. Ronaldo segist ekkert skilja heldur í dómgæslunni. Fótbolti 28. apríl 2011 12:00
Barcelona íhugar að kæra Mourinho Það er lítil hamingja í herbúðum Barcelona með ummæli José Mourinho, þjálfara Real Madrid, eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í gær. Lögfræðingar Barcelona skoða nú þann möguleika að kæra Mourinho fyrir ummælin. Fótbolti 28. apríl 2011 10:15
Mourinho: Já, við erum úr leik Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, viðurkenndi það eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld að liðið ætti litla sem enga möguleika á því að komast áfram í úrslitaleikinn á Wembley. Fótbolti 27. apríl 2011 22:03
Leikmenn lokaðir inn í búningsklefunum á Bernabéu Knattspyrnusamband Evrópu hefur fyrirskipað það að leikmenn Real Madrid og Barcelona skulu halda kyrru fyrir í búningsklefanum sínum á Santiago Bernabéu þar sem Barcelona vann 2-0 sigur á Real í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 27. apríl 2011 21:08
Messi vantar eitt mark í Meistaradeildarmet Van Nistelrooy Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Messi hefur þar með skorað 11 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Fótbolti 27. apríl 2011 21:00
Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Fótbolti 27. apríl 2011 18:15
Neuer: Bárum of mikla virðingu fyrir Man. Utd Manuel Neuer, markvörður Schalke, var pirraður eftir tapið gegn Man. Utd í Meistaradeildinni en honum fannst sitt lið sýna Man. Utd allt of mikla virðingu í leiknum. Fótbolti 27. apríl 2011 10:45
Mourinho tókst loksins að pirra Guardiola Orðastríð þjálfara Real Madrid og Barcelona færist í aukana með hverjum leik en þriðja orrusta liðanna í fjögurra leikja stríðinu fer fram í Madrid í kvöld. Þá mætast þau í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. apríl 2011 09:30
Sir Alex: Ein af bestu frammistöðum leikmanns á móti Man. United Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði þýska landsliðsmarkverðinum Manuel Neuer mikið eftir 2-0 sigur United á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer hélt Schalke á floti fyrsta klukkutíma leiksins en United náði síðan að skora tvö mörk á tveimur mínútum á 67. og 69. mínútu leiksins og tryggja sér góðan sigur. Fótbolti 26. apríl 2011 21:07
Rooney: Við spiluðum virkilega vel í kvöld Wayne Rooney var maðurinn á bak við bæði mörk Manchester United í 2-0 sigri á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í Þýskalandi í kvöld. Rooney lagði upp fyrra markið fyrir Ryan Giggs og skoraði það seinna sjálfur. Fótbolti 26. apríl 2011 20:52
Ryan Giggs bætti ellimet Inzaghi í kvöld Ryan Giggs skoraði ekki aðeins gríðarlega mikilvægt fyrsta mark í 2-0 sigri Manchester United á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld því hann bætti um leið eitt Meistaradeildarmet og jafnaði annað. Fótbolti 26. apríl 2011 20:45
Iniesta verður ekki með Barcelona á móti Real Madrid Andres Iniesta hætti eftir tíu mínútur á æfingu með Barcelona á Santiago Bernabeu í kvöld og verður ekki með liðinu í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Iniesta meiddist á móti Osasuna um helgina og er ekki búinn að ná sér af þeim meiðslum. Fótbolti 26. apríl 2011 19:16
Man. United í frábærum málum eftir 2-0 útisigur á Schalke Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Fótbolti 26. apríl 2011 18:15
Puyol spilar gegn Real Madrid á morgun Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að hrista af sér meiðslin sem héldu honum frá bikarúrslitaleiknum og verður klár í slaginn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 26. apríl 2011 12:45
Ferguson vanmetur ekki Schalke Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir sína menn alls ekki vanmeta Schalke en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. apríl 2011 12:00
Van der Sar vill enda ferilinn með sigri í Meistaradeildinni Það styttist í að hinn fertugi markvörður Man. Utd, Edwin van der Sar, leggi skóna á hilluna eftir frábæran feril. Hann vill eðlilega klára ferilinn á því að vinna Meistaradeildina en United sækir Schalke heim í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 26. apríl 2011 10:45
Neuer óttast ekki Rooney Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld er Schalke tekur á móti Man. Utd. Manuel Neuer, markvörður Schalke sem var lengi orðaður við Man. Utd, er fullviss um að hann nái að halda hreinu gegn Wayne Rooney rétt eins og hann gerði er hann stóð í marki Þýskalands gegn Englandi á HM. Fótbolti 26. apríl 2011 09:30
Þjóðverjar hafa reynst United erfiðir Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fyrri undanúrslitaviðureign Schalke og Manchester United í Meistaradeildinni sem fram fer í kvöld í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Schalke hefur komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni en liðið sló Evrópumeistara Inter út í 8-liða úrslitum. Fótbolti 26. apríl 2011 06:00
Rangnick vill vinna United tvisvar Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 25. apríl 2011 12:48
Evra ætlar ekki að vanmeta Schalke Patrice Evra, leikmaður Manchester United, segir að félagið ætli að læra af leikjunum sem liðið lék gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fyrra. Fótbolti 25. apríl 2011 12:15
Berbatov meiddur og fór ekki til Þýskalands Dimitar Berbatov er meiddur og fór ekki með Manchester United til Þýskalands þar sem að liðið mun á morgun leika við Schalke í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 25. apríl 2011 11:43
Guardiola: Real sigurstranglegri Pep Guardiola, stjóri Barcelona, telur að Real Madrid sé sigurstranglegri aðilinn í rimmu liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 25. apríl 2011 06:00
Ferguson vill mæta Real í úrslitaleiknum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefði ekkert á móti því að fá Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. apríl 2011 23:23
Guardiola ætlar ekki að breyta leikstíl Barcelona fyrir Real-leikina Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ætlar ekki að breyta leikstíl Barcelona fyrir leikina á móti Real Madrid í Meistaradeildinni þátt fyrir að Barcelona hafi tapað 0-1 fyrir Real Madrid í bikarúrslitaleiknum í vikunni. Fótbolti 22. apríl 2011 21:15
Barcelona hefur ekki tapað leik í vetur með Puyol í liðinu Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Fótbolti 22. apríl 2011 10:00