Ótrúleg velgengni Chelsea undir stjórn Di Matteo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2012 23:08 Di Matteo fagnar eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Sjá meira
Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Sjá meira