Tottenham ætlar ekki að láta Real Madrid plata sig Tottenham-menn taka því með miklum fyrirvara að það sé einhver hætta á því að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að Ronaldo fór meiddist aftan í læri um síðustu helgi. Fótbolti 22. mars 2011 15:30
Markvarðarþjálfari Man. United var að skoða Neuer um helgina Það bendir margt til þess að Manchester United ætli að reyna að fá þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer til þess að taka við stöðu hollenska markvarðarins Edwin van der Sar þegar hann leggur skóna á hilluna í vor. Enski boltinn 22. mars 2011 14:15
Ronaldo aftur meiddur og tæpur fyrir Tottenham-leikinn Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í 2-1 sigri Real Madrid á nágrönnunum í Atletico Madrid um helgina og portúgalska landsliðsmaðurinn gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Það er því ekki öruggt að Ronaldo verði með Real á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 21. mars 2011 17:30
Van der Vaart: Var að vona að við myndum mæta Real Rafael van der Vaart, núverandi leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður Real Madrid var ánægður með það að mæta sínum gömlu félögum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var dregið fyrr í dag. Fótbolti 18. mars 2011 17:45
Meistaradeildin: Man. Utd mætir Chelsea og Spurs fékk Real Madrid Nú rétt áðan var dregið í átta liða sem og undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í Nyon í Sviss og var mikil spenna í loftinu. Það er óhætt að segja að það séu rosalegir slagir fram undan í keppninni. Fótbolti 18. mars 2011 11:19
Mourinho: Titlarnir munu koma Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var afslappaður á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur Real Madrid á Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Portúgalski þjálfarinn vildi ekki gera alltof mikið úr því að Real tækist loksins að komast í átta liða úrslitin í keppninni eftir sjö ára fjarveru. Fótbolti 16. mars 2011 23:45
Mætast Real Madrid og Barcelona fjórum sinnum á fjórtán dögum? Real Madrid og Barcelona verða bæði í pottinum þegar það verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn. Þar verða einnig Chelsea, Inter Milan, Manchester United, Schalke, Shakhtar Donetsk og Tottenham. Fótbolti 16. mars 2011 22:48
Ancelotti: Allir sóknarmennirnir mínir eru frábærir Chelsea komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli á heimavelli á móti danska liðinu FC Kaupamannahöfn í kvöld. Chelsea fékk fjölda færa en það gekk ekkert upp fyrir framan markið. Fótbolti 16. mars 2011 22:07
Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Fótbolti 16. mars 2011 19:15
Real Mardid létti af Lyon-álögunum og komst loksins áfram Real Madrid vann loksins sigur á franska liðinu Lyon og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sjö ár með því að vinna Lyon 3-0 í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld. Fótbolti 16. mars 2011 19:00
Ég er í besta liði heims segir Javier Hernandez Javier Hernandez var í sviðsljósinu í gær þegar hann skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri liðsins gegn Marseille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Landsliðsframherjinn frá Mexíkó sem gengur undir nafninu "litla baunin“ eða Chicharito í heimalandinu segir að Man Utd þurfi ekki að óttast Barcelona eða önnur lið þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag. Fótbolti 16. mars 2011 13:00
Carlo Ancelotti íhugar að hvíla Fernando Torres gegn FCK Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Torres hefur enn ekki skorað mark fyrir Chelsea frá því hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool eða rúmlega 9 milljarða kr. Fótbolti 16. mars 2011 10:30
Abidal hjá Barcelona með lifrarkrabbamein Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann. Fótbolti 15. mars 2011 22:33
Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. Fótbolti 15. mars 2011 22:23
Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. Fótbolti 15. mars 2011 22:14
Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. Fótbolti 15. mars 2011 19:15
Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Fótbolti 15. mars 2011 19:00
Deilur og lögreglumál í aðalhlutverki hjá Marseille Franska liðið Marseille mætir Manchester United í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafa leikmenn franska liðsins þurft að hugsa um ýmislegt annað en fótbolta í aðdraganda leiksins. Fótbolti 15. mars 2011 14:45
Nemanja Vidic verður líklega ekki með gegn Marseille Nemanja Vidic verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið tekur á móti franska liðinu Marseille í síðari leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 15. mars 2011 11:00
Ferguson: Nani verður með Manchester United á morgun Nani og Michael Carrick verða báðir í hópnum hjá Manchester United fyrir leikinn á móti Marseille í Meistaradeildinni á morgun og kemur það mörgum mikið á óvart að Nani sé búinn að ná sér eftir að hafa fengið stóran skurð á fótinn eftir ljóta tæklingu frá Liverpool-manninum Jamie Carragher. Fótbolti 14. mars 2011 17:45
Verður Nani með Man Utd gegn Marseille? Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United og eru einhverjar líkur á því að hann verði klár í slaginn í Meistaradeild Evrópu gegn Marseille sem fram fer á morgun. Fyrri leiknum lauk með markalaus jafntefli í Frakklandi en enska liðið hefur aldrei tapað gegn frönsku liði á heimavelli sínum, Old Trafford. Fótbolti 14. mars 2011 14:00
Bale: Munum gefa allt í Meistaradeildina Gareth Bale, leikmaður Tottenham, segir að það sé engin ástæða fyrir liðið að halda bara ótrautt áfram í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 13. mars 2011 08:00
Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn. Fótbolti 11. mars 2011 22:41
Mourinho: Ronaldo ætti að ná Lyon-leiknum Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, býst við því að landi hans Cristiano Ronaldo verði með á móti Lyon á miðvikudaginn þegar Real og Lyon mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri við það að innsigla þrennu sína á móti Málaga um síðustu helgi. Fótbolti 11. mars 2011 21:00
Wenger skilur ekkert í kæru UEFA: Ættu að sýna smá auðmýkt Arsene Wenger, stjóri Arsenal, furðar sig á kæru UEFA á hendur honum vegna samskipta hans og dómarans Massimo Busacca eftir tapleiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Fótbolti 10. mars 2011 15:25
Allegri: Við áttum skilið að fara áfram Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri AC Milan, var vitanlega ósáttur við að falla úr leik í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 10. mars 2011 13:00
Harry Redknapp: Leið ekki vel þessar 90 mínútur Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í kvöld fyrsti enski stjórinn sem kemur liði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar hans menn slógu út ítalska liðið AC Milan. Liðin gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane en Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 á San Siro. Fótbolti 9. mars 2011 22:38
Schalke hafði betur gegn Valencia og komst í 8-liða úrslit Schalke tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á heimavelli í Þýskalandi gegn Valencia frá Spáni. Samanlagt sigraði Schalke 4-2 en Farfán gerði út um vonir Valencia með marki á lokamínútunni en Valencia sótt af krafti á lokakaflanum. Fótbolti 9. mars 2011 21:49
Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Fótbolti 9. mars 2011 21:31
Mascherano gerir grín að væli Arsenal-manna Javier Mascherano, argentínski miðjumaðurinn hjá Barcelona, gagnrýndi liðsmenn og stjóra Arsenal fyrir að kenna svissneska dómaranum Massimo Busacca um tapið í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 9. mars 2011 19:45