Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Tottenham ætlar ekki að láta Real Madrid plata sig

    Tottenham-menn taka því með miklum fyrirvara að það sé einhver hætta á því að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að Ronaldo fór meiddist aftan í læri um síðustu helgi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo aftur meiddur og tæpur fyrir Tottenham-leikinn

    Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í 2-1 sigri Real Madrid á nágrönnunum í Atletico Madrid um helgina og portúgalska landsliðsmaðurinn gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Það er því ekki öruggt að Ronaldo verði með Real á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Titlarnir munu koma

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var afslappaður á blaðamannafundi eftir 3-0 sigur Real Madrid á Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Portúgalski þjálfarinn vildi ekki gera alltof mikið úr því að Real tækist loksins að komast í átta liða úrslitin í keppninni eftir sjö ára fjarveru.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti: Allir sóknarmennirnir mínir eru frábærir

    Chelsea komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli á heimavelli á móti danska liðinu FC Kaupamannahöfn í kvöld. Chelsea fékk fjölda færa en það gekk ekkert upp fyrir framan markið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK

    Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ég er í besta liði heims segir Javier Hernandez

    Javier Hernandez var í sviðsljósinu í gær þegar hann skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri liðsins gegn Marseille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Landsliðsframherjinn frá Mexíkó sem gengur undir nafninu "litla baunin“ eða Chicharito í heimalandinu segir að Man Utd þurfi ekki að óttast Barcelona eða önnur lið þegar dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carlo Ancelotti íhugar að hvíla Fernando Torres gegn FCK

    Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla spænska framherjann Fernando Torres í leiknum í kvöld gegn danska liðinu FCK í Meistaradeild Evrópu. Torres hefur enn ekki skorað mark fyrir Chelsea frá því hann var keyptur fyrir 50 milljónir punda frá Liverpool eða rúmlega 9 milljarða kr.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Abidal hjá Barcelona með lifrarkrabbamein

    Eric Abidal, varnarmaður Barcelona, hefur greinst með lifrarkrabbamein og fer í aðgerð á föstudaginn. Það er ekki vitað hversu lengi þessi franski landsliðsmaður verður frá keppni eða hvort að hann snúi yfir höfuð aftur í boltann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Ég er að fá boltann mun meira

    Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu

    Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin

    Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Nani verður með Manchester United á morgun

    Nani og Michael Carrick verða báðir í hópnum hjá Manchester United fyrir leikinn á móti Marseille í Meistaradeildinni á morgun og kemur það mörgum mikið á óvart að Nani sé búinn að ná sér eftir að hafa fengið stóran skurð á fótinn eftir ljóta tæklingu frá Liverpool-manninum Jamie Carragher.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Verður Nani með Man Utd gegn Marseille?

    Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er byrjaður að æfa með Manchester United og eru einhverjar líkur á því að hann verði klár í slaginn í Meistaradeild Evrópu gegn Marseille sem fram fer á morgun. Fyrri leiknum lauk með markalaus jafntefli í Frakklandi en enska liðið hefur aldrei tapað gegn frönsku liði á heimavelli sínum, Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri

    Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Ronaldo ætti að ná Lyon-leiknum

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, býst við því að landi hans Cristiano Ronaldo verði með á móti Lyon á miðvikudaginn þegar Real og Lyon mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri við það að innsigla þrennu sína á móti Málaga um síðustu helgi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Harry Redknapp: Leið ekki vel þessar 90 mínútur

    Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í kvöld fyrsti enski stjórinn sem kemur liði inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar hans menn slógu út ítalska liðið AC Milan. Liðin gerðu markalaust jafntefli á White Hart Lane en Tottenham vann fyrri leikinn 1-0 á San Siro.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Schalke hafði betur gegn Valencia og komst í 8-liða úrslit

    Schalke tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á heimavelli í Þýskalandi gegn Valencia frá Spáni. Samanlagt sigraði Schalke 4-2 en Farfán gerði út um vonir Valencia með marki á lokamínútunni en Valencia sótt af krafti á lokakaflanum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit

    Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok.

    Fótbolti