Ferguson ánægður með dráttinn Man. Utd dróst gegn franska liðinu Marseille í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með dráttinn. Fótbolti 17. desember 2010 21:00
Wenger: Barcelona vildi ekki mæta okkur Stórleikur sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu er tvímælalaust viðureign Barcelona og Arsenal. Liðin mættust einnig í keppninni í fyrra og þá sló Barcelona sveina Wenger úr keppni, 6-3 samanlagt. Fótbolti 17. desember 2010 18:45
Redknapp spenntur fyrir Milan Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist vera spenntur fyrir leikjum liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun. Fótbolti 17. desember 2010 13:30
Arsenal mætir Barcelona - Sölvi Geir fékk Chelsea Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeild Evrópu í dag og er stórleikur umferðarinnar viðureign Arsenal og Barcelona. Fótbolti 17. desember 2010 11:13
Evrópudeildardrátturinn í beinni á Vísi Í dag verður dregið í 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA og verður hann í beinni útsendingu hér á Vísi. Fótbolti 17. desember 2010 10:23
Schweinsteiger: Vil frekar vinna Meistaradeildina með Bayern en Real Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, hefur verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu að undanförnu en eyddi öllum vangaveltum í gær með því að skrifa undir nýjan samning við þýska liðið sem gildir til ársins 2016. Fótbolti 12. desember 2010 13:00
Dómari segir að Ronaldo sé svindlari Cristiano Ronaldo, stórstjarna Real Madrid, er óheiðarlegur leikmaður. Þetta segir danski dómarinn Claus Bo Larsen sem dæmdi í vikunni sinn síðasta leik í Meistaradeildinni þegar Ajax vann AC Milan á San Siro. Fótbolti 10. desember 2010 18:15
Eto'o markahæstur í Meistaradeildinni - Ronaldo hitti oftast markið Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í gær og nú er orðið ljóst hvaða sextán lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin í næstu viku. Fótbolti 9. desember 2010 14:45
Dudek fékk loksins að spila en kjálkabrotnaði í fyrri hálfleik Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Real Madrid enda að berjast um sæti í aðalliðinu við Iker Casillas, fyrirliða Heims- og Evrópumeistara Spánverja. Fótbolti 9. desember 2010 11:45
Van Persie vill fá Barcelona eða Real Madrid Andstæðingur Arsenal í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður sterkur. Arsenal getur aðeins mætt Barcelona, Real Madrid, FC Bayern og Schalke. Fótbolti 8. desember 2010 23:00
Drogba: Erfitt að spila þennan leik Didier Drogba snéri á sinn gamla heimavöll í kvöld er Chelsea sótti Marseille heim. Franska liðið vann góðan heimasigur og Drogba var ekki kátur eftir leikinn þó svo hann hafi fengið góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Marseille. Fótbolti 8. desember 2010 22:45
Arsenal í sextán liða úrslit - Chelsea tapaði Arsenal komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er liðið lagði Partizan Belgrad á heimavelli. Leikurinn var liðinu alls ekki auðveldur en Partizan jafnaði 1-1 áður en Arsenal kláraði leikinn. Fótbolti 8. desember 2010 21:41
Sneijder leiður yfir því að vera ekki einn af þeim þremur bestu Hollendingurinn Wesley Sneijder hefur viðurkennt að hann sé mjög vonsvikinn að hann komi ekki lengur til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Barcelona-mennirnir Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta enduðu í þremur efstu sætunum í kjöri FIFA og blaðsins France Football. Fótbolti 8. desember 2010 16:15
Rooney: Ánægður með formið og frammistöðuna Wayne Rooney, framherji Manchester United, var sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gær en með því tryggði United sér sigur í sínum riðli. Rooney náði ekki að skora í leiknum en átti marga góða spretti og flottar sendingar. Fótbolti 8. desember 2010 09:15
Sir Alex: Rooney að verða betri með hverjum leik Manchester United tók toppsætið í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Valencia í kvöld. Sir Alex Ferguson eyddi flestum sínum kröftum eftir leik í að hrósa sóknarmanninum Wayne Rooney sem sé enn betur að finna taktinn með hverjum leiknum. Fótbolti 7. desember 2010 22:32
Redknapp: Algjör snilld að vinna riðilinn „Þegar dregið var í riðla sagði ég að þetta yrði mjög erfiður riðli. Ég tel þetta hafa verið sterkasta riðilinn og að enda á toppi hans er algjör snilld," sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham. Fótbolti 7. desember 2010 22:21
FCK í sextán liða úrslit - United fékk loksins á sig mark Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FCK tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. FCK vann þá glæstan sigur á Panathinaikos og gulltryggði þar með sætið með stæl. Fótbolti 7. desember 2010 21:43
Ashley Cole og Nicolas Anelka verða hvíldir á morgun Ashley Cole og Nicolas Anelka fóru ekki með Chelsea til Marseille þar sem að liðið mætir heimamönnum í lokaleik riðilakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn skiptir ekki miklu máli því það er þegar ljóst að Chelsea-liðið vinnur riðilinn og Marseill fylgir þeim í 16 liða úrslitin. Enski boltinn 7. desember 2010 20:45
Drogba býst við miklu tilfinningaflóði í Marseille Didier Drogba ætlar ekki að láta tilfinngingarnar bera sig ofurliði á morgun en viðurkennir það þó að það gæti orðið erfitt þegar hann heimsækir sitt gamla félag í Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. desember 2010 19:15
Koscielny í lagi eftir allt saman en Djourou verður ekki með Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var alltof fljótur á sér að afskrifa Laurent Koscielny eftir heilahristinginn hans um síðustu helgi. Koscielny átti að vera frá fram á nýtt ár en Frakkinn stóðst hinsvegar læknisskoðun í dag og verður því með á móti Partizan Belgrad í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 7. desember 2010 16:51
Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. Fótbolti 3. desember 2010 18:00
Mourinho fékk eins leiks bann og sex milljónir í sekt Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var í kvöld dæmdur í eins leiks bann hjá UEFA fyrir að skipa leikmönnum sínum að fá viljandi rautt spjald í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni á dögunum. Þeir Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að tefja leikinn og það var augljóst að eitthvað skrítið var í gangi. Fótbolti 30. nóvember 2010 18:45
Mourinho svarar Wenger fullum hálsi Jose Mourinho nýtti tækifærið og svaraði Arsene Wenger fullum hálsi vegna ummæla þess fyrrnefnda fyrr í vikunni. Fótbolti 28. nóvember 2010 08:00
Þjálfari Cluj rekinn fyrir karate-spark - myndband Sorin Cartu, þjálfari CFR Cluj, var í dag rekinn frá félaginu vegna hegðunnar sinnar á Meistaradeildarleik Cluj og Basel í vikunni. Cartu er þekktur fyrir skapbresti sína og reiðiköst en nú gekk þessi 55 ára gamli Rúmeni of langt. Fótbolti 25. nóvember 2010 16:15
UEFA búið að kæra Mourinho og félaga vegna rauðu spjaldanna Xabi Alonso, Sergio Ramos, Iker Casillas, Jerzy Dudek og Jose Mourinho hafa allir verið kærðir vegna rauðu spjaldanna sem þeir tveir fyrstnefndu eru ásakaðir um að hafa sótt sér í vikunni. Fótbolti 25. nóvember 2010 16:00
Fyrirliði FCK: Við verðum að skera hendurnar af Grönkjær William Kvist, fyrirliði FC Kaupmannahöfn var ekkert alltof sáttur eftir 1-0 tap liðsins á móti Rubin Kazan í Rússlandi í Meistaradeildinni í gær. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd á Jesper Grönkjær fyrir að kýla boltann. Þetta sást ekki fyrr en eftir margar endursýningar en dómarinn var í engum vafa og dæmdi vítið. Fótbolti 25. nóvember 2010 14:15
Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Fótbolti 25. nóvember 2010 09:45
Crouch: Áttum skilið að komast áfram Peter Crouch, framherji Tottenham, var himinlifandi eftir sigur Spurs á Werder Bremen í kvöld en með sigrinum komst Spurs í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 24. nóvember 2010 22:35
Ferguson: Þurfti hugrekki til þess að taka þetta víti Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hrósaði hugrekki Wayne Rooney eftir að hann tryggði Man. utd sigur á Rangers í kvöld og skaut United um leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 24. nóvember 2010 22:26
Öll úrslit kvöldsins: Rooney hetja United Barcelona, Man. Utd, Valencia, Schalke, Tottenham og Inter tryggðu sér öll farseðilinn í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 24. nóvember 2010 21:42