Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    FCK tapaði í Rússlandi

    Danska liðinu FCK mistókst að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið tapaði, 0-1, fyrir Rubin Kazan í Rússlandi. FCK er samt enn í öðru sæti fyrir lokaumferðina í riðlinum með stigi meira en Rubin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Vil hjálpa þeim ungu eins og Giggsy og Scholesy hjálpuðu mér

    Wayne Rooney hefur ekki aðeins skrifað undir fimm ára samning við Manchester United því hann talar nú um að það spila jafnlengi hjá félaginu eins og Ryan Giggs, Gary Neville og Paul Scholes. Rooney var á leiðinni frá Old Trafford í október en vinnur nú hörðum höndum að því að sanna tryggð sína við félagið á nýjan leik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Þórir eftirlitsmaður á White Hart Lane í kvöld

    Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Tottenham og Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pantaði Mourinho rauðu spjöldin hjá Ramos og Alonso?

    Samsæriskenningarnar voru fljótar að fara í loftið í gær eftir að spænsku landsliðsmennirnir Xabi Alonso og Sergio Ramos létu báðir reka sig útaf fyrir að tefja leikinn í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Báðir voru á gulu spjaldi sem hefði kostað þá leikbann í 16 liða úrslitunum ef þeir hefði fengið spjald í lokaleiknum á móti Auxerre, leik sem skiptir Real engu máli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger brjálaður út í fimmta dómarann

    Það sauð á Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir tapið gegn Braga í Portúgal í kvöld. Wenger hefur áður kennt dómurum um töp en hann bauð upp á nýjan vinkil í kvöld er hann setti tapið á fimmta dómarann.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allegri: Glaður að vera kominn áfram

    Massimiliano Allegri, þjálfara AC Milan, var létt eftir góðan útisigur, 0-2, á Auxerre. AC Milan mátti alls ekki misstíga sig í leiknum en er komið áfram eftir sigurinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal í vandræðum - ótrúleg endurkoma Roma

    Arsenal er komið með bakið upp við vegginn fræga í Meistaradeildinni eftir óvænt tap, 2-0, fyrir Braga í Portúgal. Arsenal verður að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni til þess að verða öruggt áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Anelka aldrei spilað betur

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Nicolas Anelka hafi aldrei spilað betur á ferlinum en einmitt nú. Hann átti ríkan þátt í 4-1 sigri Chelsea á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho: Seinna mark Inzaghi var ólöglegt

    José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði það vera sanngjarnt að sitt lið hefði fengið stig gegn AC Milan í kvöld. Hann var líka á því að seinna mark Inzaghi hefði verið ólöglegt þar sem Inzaghi hefði verið rangstæður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allegri: Synd að klára ekki leikinn

    Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, var hundsvekktur að hafa ekki fengið öll stigin gegn Real Madrid í kvöld. Filippo Inzaghi fór langleiðina með að tryggja Milan öll stigin en Pedro Leon jafnaði í uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Walcott hefur engar áhyggjur þrátt fyrir tap

    Theo Walcott, leikmaður Arsenal, var ekki að fara á taugum þó svo liðið hafi tapað fyrir Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal í keppninni í ár en liðið er enn á toppi síns riðils.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistarajafntefli hjá AC Milan og Real Madrid

    Gamli jálkurinn, Pippo Inzaghi, stal senunni í Meistaradeildinni í kvöld er hann skoraði tvö mörk fyrir AC Milan gegn Real Madrid í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að það myndi duga til sigurs en Pedro Leon jafnaði metin er tæpar fjórar mínútur voru búnar af uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bale: Er með mikið sjálfstraust

    Walesverjinn Gareth Bale var maður kvöldsins í Meistaradeildinni en hann lék varnarmenn Evrópumeistara Inter grátt í kvöld og var maðurinn á bak við stórbrotinn sigur Spurs á Inter.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van der Vaart: Bale slátraði Maicon

    Hollendingurinn Rafael van der Vaart harkaði af sér í kvöld og lék fyrri hálfleikinn fyrir Tottenham er það lagði Inter af velli, 3-1. Van der Vaart skoraði fyrsta mark leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tottenham lagði Evrópumeistarana

    Tottenham gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Evrópumeistara Inter, 2-1, í stórskemmtilegum leik á White Hart Lane í kvöld. Spurs betra liðið í leiknum og átti sigurinn skilinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas ekki með Arsenal

    Cesc Fabregas mun ekki spila með Arsenal þegar að liðið mætir Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í Úkraínu annað kvöld. Fabregas er tognaður í vöðva aftan á læri.

    Enski boltinn